Fréttablaðið - 09.12.2015, Side 4
Heildarverðmæti vinninga í desember er 107 milljónir króna
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
D
AS
7
74
17
1
2/
15
Verður 30 milljóna króna
íbúð í jólapakkanum?
drögum út íbúð á þorláksmessu - dregið í hverri viku!
Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757.
DREGIÐ Á MORGUN!
Grímsnes
Gróðurhús í
Grímsnesi splundrað-
ist og eyðilagðist í
veðurofsanum.
✿ Dæmi um útköll björgunarsveita í veðurofsanum
svæði 16
Lambafell
Útkall að Lambafelli
undir Eyjafjöllum. Talið að
ábúandi væri í stórhættu. Við
frekari eftirgrennslan var engin
hætta á ferðum. Lélegt síma-
samband og tungumála-
örðugleikar áttu sinn þátt
í misskilningi sem
þar varð.
Hvolsvöllur
Hætta skapaðist af
þakplötum við bæinn
Sunnuhvol rétt við Hvols-
völl, talið að þakplötur
gætu fokið inn í íbúða-
byggð og valdið
tjóni.
svæði 7
Bolungarvík
Þak fauk af hlöðu á
bænum Hanhóli. Engin
hætta á ferðum. Björgunar-
sveitarmenn þurftu frá að
hverfa vegna vindstyrks
þar sem ekki var hægt að
tryggja öryggi þeirra á
staðnum.
Bolungarvík
Flotbryggja losnaði
í heilu lagi en margir
bátar voru bundnir við flot-
bryggjuna. Þetta uppgötvaðist
í reglubundnu bryggjueftirliti
björgunarsveitarinnar. Náði hún
að afstýra stórtjóni og festi
flotbryggjuna áður en
hún fór á haf út.
Hveragerði
Rúður sprungu í
Garðyrkjuskólanum í
Hveragerði, vindur stóð
inn í húsið. Náðist að
koma í veg fyrir frekara
tjón með aðgerðum
björgunarsveita.
Mikið af
lausamunum og
umferðarskiltum
fuku á svæðinu sem
skapaði hættu.
svæði 6
Patreksfj.
Eitt hús gjöreyði-
lagðist á Patreksfirði
í ofsaveðrinu. Húsið var
mannlaust þegar atvikið
átti sér stað. Húsið fauk á
haf út og því ekki um
hættu að ræða.
Patreksfj.
Þrjú snjóflóð
féllu í nótt við
Patreksfjörð. Engin
hætta stafaði af
flóðunum.
Patreksfj.
Margar þakplötur
fuku af gömlu frysti-
húsi í bænum. Skapaði
ekki hættu þar sem
þær fuku óhindrað
á haf út.
Höfn
Tveir garðkofar
fuku á Höfn og
rúða sprakk í
íbúðarhúsi í
bænum.
Höfn
Nokkur útköll
björgunarsveitarinnar á
Höfn varðandi fjúkandi
girðingar og lausamuni.
Engin hætta stafaði
af veðri.
Keflavík
Í Keflavík fuku þök
af tveimur húsum sem
skapaði hættu þar sem járn-
plötur fuku yfir íbúðabyggð.
Aðstoð fengin hjá Bruna-
vörnum Suðurnesja til að
komast upp á annað
þakið.
Reykjanesb.
Þakplötur fuku af
klúbbhúsi Golf-
klúbbs Suður-
nesja.
vestm.eyjar
Hús í Smáragötu varð
fyrir miklum skemmdum.
Partur af þakinu fauk af og
náði að skemma hús í kring.
Nágrönnum gert viðvart og
boðið að yfirgefa hús sín
og komast í öruggt
umhverfi.
vestm.eyjar
Þakplötur á nýbygg-
ingu á hafnarsvæði
Vestmannaeyja fuku.
Björgunarsveitir lokuðu
vettvangi og tryggðu
öryggi.
vestm.eyjar
Á þriðja tug mála í
Vestmannaeyjum, þó
nokkuð um rúðubrot
í húsum.
svæði 3
svæði 2
svæði 18
svæði 15
Reykjavík
Tveir bátar losnuðu
frá bryggju í Reykja-
vík. Náðist að koma
böndum á annan bát-
inn en hinn sökk í
höfninni.
veðuR Veðurofsinn sem gekk yfir
landið í fyrradag og síðustu nótt olli
nokkru tjóni vítt og breitt um landið.
Rafmagnslaust varð á stórum
svæðum þar sem flutningskerfið réð
ekki við veðurofsann. „Rekstur flutn-
ingskerfisins var tvísýnn og er það
enn. Tjón Landsnets er talsvert og
talið að það verði líklega yfir 100
milljónir króna,“ segir í tilkynn-
ingu Landsnets en línur féllu niður
á fimm stöðum á landinu.
Óveðrið skall fyrst á Suðurlandinu
um miðjan dag í gær með aftakaveðri
í Vestmannaeyjum. Síðan færðist
óveðrið hægt og rólega yfir landið og
um miðja nótt var orðið mjög hvasst
á Vestfjörðum og í Skagafirði. Hæst
fór vindurinn í 72,6 metra á sekúndu
á Hallormsstaðahálsi um ellefu leytið
í fyrrakvöld sem samsvarar 260 km
hraða á klukkustund. Yrðu menn vart
til frásagnar stæðu þeir úti í slíkum
vindi.
Fréttablaðið hefur náð tali af
mörgum formönnum aðgerðastjórna
Landsbjargar. Eru þeir á einu máli
um að lokun vega hafi minnkað álag
á björgunarsveitirnar. Með því móti
hafi verið hægt að takast á við öll þau
útköll sem bárust. Þeir segja lykilinn
að því að lágmarka tjón hafa verið að
landsmenn fóru vandlega eftir fyrir-
mælum Almannavarna.
Veðrið hefði getað valdið stórhættu
fyrir erlenda ferðamenn en þar sem
allir lögðust á eitt við að koma skila-
boðum áleiðis hafi allflestir ferða-
menn verið vel upplýstir um stöðu
mála. sveinn@frettabladid.is
Landsmenn hlýðnir í ofsanum
Hæst fór vindurinn í 72,6 metra á sekúndu í óveðrinu í fyrrakvöld. Aðgerðastjórar Landsbjargar segja við-
brögð landsmanna við fyrirmælum Almannavarna til fyrirmyndar. Erlendir ferðamenn voru vel upplýstir.
MannRéttinDi Innanríkisráðu-
neytið hefur metið það svo að ágallar
á aðbúnaði og móttökuskilyrðum
hælisleitenda á Ítalíu verði ekki
taldir slíkir að þeir gefi ástæðu til
að ætla að endursendingar þangað
muni almennt brjóta gegn alþjóð-
legum skuldbindingum íslenskra
stjórnvalda.
Lagt er til að meginreglan
verði sú að hælisleitendur verði
endursendir til Ítalíu á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar en hins
vegar skuli áfram ávallt skoða hvert
tilvik fyrir sig og meta aðstæður
viðkomandi einstaklings áður en
ákvörðun er tekin.
Áfram skal miðað við þá fram-
kvæmd íslenskra stjórnvalda síðan í
maí 2014 að þeir sem teljist vera í sér-
staklega viðkvæmri stöðu skuli ekki
sendir til Ítalíu. – kbg
Má senda
hælisleitendur
til Ítalíu
400
útköllum sinntu björgunar-
sveitir í óveðrinu.
MannRéttinDi Razia Stanikzai sem
starfar hjá afganska menntamála-
ráðuneytinu og Fatima Hossaini,
fyrrverandi nemandi í Jafnréttisskóla
SÞ, eru á meðal fyrirlesara á málþingi
sem UNICEF og UN Women halda á
fimmtudag kl. 8.30 á Hótel Sögu um
menntamál stúlkna í landinu. Þær
tala frá Kabúl.
Nemendum í Afganistan fjölgar
stöðugt og mikill árangur hefur náðst
í menntamálum í landinu. Árið 2001
voru færri en ein milljón barna í skóla
– og nánast engar stúlkur – en í dag eru
nemendur vel yfir átta milljónir. Nærri
40% þeirra eru stúlkur.
Málþingið er í boði forsætis-, utan-
ríkis- og velferðarráðuneytanna. Það
er haldið í tengslum við níu milljóna
króna styrk ráðuneytanna til UNICEF
í Afganistan fyrir menntun stúlkna.
Allir eru velkomnir, ókeypis er inn og
boðið upp á morgunverð. – kbg
Í beinni frá
Kabúl
Razia Stanikzai og Fatima Hossaini
ræða menntamál stúlkna mynd/UnICEF
9 . D e s e M B e R 2 0 1 5 M i ð v i K u D a G u R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a B L a ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
9
B
-1
7
1
4
1
7
9
B
-1
5
D
8
1
7
9
B
-1
4
9
C
1
7
9
B
-1
3
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K