Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2015, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.12.2015, Qupperneq 26
Sjóðurinn Frumtak II var stofnaður í byrjun árs og hefur fjárfest í fjórum fyrirtækjum það sem af er ári; Arc- tic Trucks í október, Controlant í nóvember, og Activity Stream í byrjun desember. Í gær var tilkynnt um fjár- festingu fyrir 50 milljónir í Appollo X. Forsvarsmenn sjóðsins horfa til þess að fjárfesta í fyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og búa yfir miklum möguleikum til vaxtar og útrásar. Þetta á sérstaklega við upplýsingatækni og tæknihönnun þar sem möguleikar til skölunar eru miklir og þar með til verðmætasköpunar. Frumtak II hefur þegar tekið ákvörðun um að fjárfesta fyrir rúman milljarð á þessu ári í fimm fyrirtækjum og er reiknað með að fjár- festa í fjórum til sex fyrirtækjum á næsta ári fyrir allt að 1,5 milljarða króna. Þegar Frumtak I hafði lokið fjár- festingatímabili sínu var hafist handa um að undirbúa stofnun Frumtaks II. „Þetta tók nokkurn tíma þar sem ekki voru allir hluthafar Frumtaks I með í hinum nýja sjóði. Það eru lífeyrissjóðir auk Landsbankans og umsýsluaðilans sem eru hluthafar í Frumtak II. Eins og í fyrri sjóðnum er verið að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og eru væn- leg til vaxtar og útrásar. Markmiðið er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði þannig að þau skili ekki aðeins góðri ávöxtun til fjárfesta heldur leggi einnig sitt af mörkum til þess að bæta það samfélag sem þau búa í,“ segir Svana Gunnars- dóttir, partner í Frumtaki II. Frumkvöðlar stýra sjóðnum Svana og Eggert Claessen eru meðeig- endur í Frumtaki II, og stýra Frumtaki I og Frumtaki II sem fjárfestingastjórar. Þau eru bæði frumkvöðlar að upplagi, og hafa stofnað, rekið og selt eigin fyrir- tæki. Fjögur ár til nýfjárfestingar Frumtak II fjárfestir á Íslandi en er heimilt að fjárfesta erlendis að fenginni heimild Seðlabankans sem gæti komið til vegna útrásar eða markaðssóknar fyrirtækja í eigu sjóðsins á erlenda markaði. Frumtak II er tímasettur sjóður, þ.e. hefur afmarkaðan tíma til að fylgja eftir sínum fjárfestingum sem er fjögur ár til nýfjárfestingar og sjö ár í heildina til að fylgja sínum fjár- festingum eftir. Frumtak II annast einnig umsýslu Frumtaks I þar til sjóðnum verður slitið, en sjóðurinn á nú hlut í níu fyrirtækjum. Frumtak II getur fylgt fjárfestingum Frumtaks I eftir með nýju hlutafé og hefur þegar fjárfest í Controlant eins og áður sagði. Mikilvægt að tryggja fjármagn Frumtak gegnir því hlutverki að brúa bilið frá sprotafjármögnun yfir í vaxtarfjármögnun. Frumtak var eini sjóðurinn sem sérhæfði sig á þessu þroskastigi fyrirtækja frá stofnun árið 2009 og fram til byrjunar ársins 2015. „Þetta skiptir miklu máli því að ef ekki er tryggt fjármagn til fyrirtækja til að vaxa, þá ná sprotarnir ekki að verða sá burðarstólpi sem æskilegt er í samfélagi sem vill vera með fjölbreytt atvinnulíf, vel launuð störf og fyrirtæki sem skapa gjaldeyri. Þar með væri kastað fyrir róða þeirri fjárfestingu sem samfélagið hefur þegar sett í sprotafyrirtæki og þá nýsköpun sem þar er að finna,“ segir Svana. „Þó svo að nýsköpunarfyrirtæki séu komin með tekjur og viðskiptavini, ríkir oft á tíðum mikil óvissa um fram- tíðarvöxt þar sem hann byggir á nýrri vöru, tækni eða markaði. Hér er ekki aðeins um óvissu að ræða er varðar það hvort tekjur skili sér heldur einnig hversu langan tíma það tekur.“ „Sameiginlegt verkefni sjóðanna og frumkvöðlanna er að gera félögin til- búin til vaxtar og útrásar þannig að þau veki áhuga annarra fjárfesta sem sjá í þeim fjárfestingatækifæri og geti þann- ig haldið áfram því verki sem íslensku sjóðirnir hafa byrjað. Þetta skapar oft tækifæri fyrir íslensku sjóðina til þess að selja sinn hlut. Þar sem við sérhæf- um okkur ekki í fjárfestingum í tiltek- inni tegund fyrirtækja þá vinnum við markvisst að því að fá sérhæfða erlenda sjóði til liðs við okkur og eru Meniga og Mentor dæmi um félög sem hafa fengið slíka sérhæfða fjárfesta til liðs við sig,“ segir Svana. Fagnar fjölgun sjóða Svana fagnar því að á árinu voru þrír nýir sjóðir stofnaðir sem sinna þessu hlutverki sem samanlagt hafa fjár- festingagetu fyrir rúma 11 milljarða. „Að vera eini sjóðurinn var ekki endi- lega gott þar sem við viljum skapa okkur orðspor fyrir að vera afburða sjóður sem er eftirsóknarvert að vinna með,“ segir Svana. „Þetta hefur styrkt umhverfið þar sem sjóðirnir vinna vel saman í tilteknum fjárfestingum. Við finnum fyrir mikilli aukningu á gæðum þeirra verkefna sem koma til okkar, og tel ég að það megi þakka stuðningsum- hverfinu, sem er að gera góða hluti.“ Arctic Trucks fyrsta fjárfestingin Frumtak II hefur ásamt núverandi hluthöfum aukið hlutafé Arctic Trucks um 470 milljónir króna sem verða not- aðar til frekari uppbyggingar félagsins erlendis. Arctic Trucks er þekkingar- fyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti og vinnur að því að sérsníða og þróa lausnir fyrir ökutæki sem bæta aksturs- eiginleika og víkka notkunarsvið þeirra. Arctic Trucks er í dag leiðandi aðili á sínu sviði í heiminum og hafa lausnir fyrirtækisins til dæmis skapað því mikla sérstöðu á Suðurskautslandinu og opnað nýja möguleika í samgöngum á þessari köldustu, þurrustu og vinda- sömustu heimsálfu veraldar. Arctic Trucks hefur einnig nýtt sérþekkingu sína til að byggja upp ferðaþjónustu á Suðurskautslandinu og á Íslandi þar sem ferðamönnum gefst kostur á að leigja Arctic Trucks-bíla. Frumtak II lagði ásamt fjórum öðrum fjárfestum og sjóðum 270 millj- ónir króna í félagið Activity Stream sem er íslenskt félag með höfuð- stöðvar í Danmörku. Activity Stream þróar sérhæfðan viðskiptahugbúnað sem safnar saman og greinir með sjálf- virkum hætti viðskiptaupplýsingar fyrirtækja til að auðvelda þeim að taka réttar ákvarðanir. Activity Stream hjálpar fyrirtækjum að veita persónu- sniðna þjónustu á forsendum við- skiptavinarins sem og að ná fram hag- ræðingu í rekstri með bættri yfirsýn, innsæi og upplýsingagjöf. Frumtak II fjárfesti í fyrirtækinu Appollo X sem hefur þróað appið Watchbox. Watchbox auðveldar fólki að deila myndum og stuttum mynd- böndum innan hópa. Reiknað er með að þrjú þúsund milljörðum mynda verði deilt í gegnum snjallsíma á árinu 2015. Markaðurinn fer ört vaxandi og það eru mikil tækifæri fólgin í auknum dreifileiðum fyrir myndefni sem mun aukast á komandi árum. Frumkvöðl- arnir leggja land undir fót í byrjun janúar og munu flytja til Banda- ríkjanna til þess að styðja við áfram- haldandi vöxt fyrirtækisins. Fjárfesta í átta til tólf fyrirtækjum Svana segir ánægjulegt að sjá að það eru miklu fleiri fjárfestingatækifæri en þau áttu von á. „Við erum að fjár- festa í fleiri fyrirtækjum en áætlað var á þessu ári.“ Fram undan hjá Frum- taki eru tvær fjárfestingar til viðbótar á árinu – nemur þá heildarfjárfesting ársins milljarði. Einnig er reiknað með að fjárfesta í fjórum til sex fyrirtækjum á næsta ári fyrir allt að 1,5 milljarða króna. „ Í heildina reiknum við með að fjárfesta í átta til tólf fyrirtækjum á fjár- festingatímabili sjóðsins sem er fjögur ár“,“ segir Svana. saeunn@frettabladid.is Fjárfesta fyrir milljarð á árinu Frumtak II hefur fjárfest í fjórum fyrirtækjum það sem af er ári. Sjóðurinn brúar bilið frá sprotafjármögnun yfir í vaxtarfjármögnun, til að gera félög tilbúin til vaxtar og útrásar. Stefnt er að því að fjárfesta fyrir allt að 2,5 milljarða á fyrstu tveimur árum sjóðsins. Svana Gunnarsdóttir er meðeigandi í Frumtaki II. Hún er frumkvöðull að upplagi sem nýtist vel í starfinu. FréTTAblAðIð/GVA Reykjavíkurborg samþykkti einn hluthafa í Þríhnúkum ehf. til- boð Icelandic Travel Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa, dóttur- félags Landsbankans, í hluti sína í félaginu. Landsbréf bauð 119 millj- ónir króna í allt hlutaféð. Reykja- víkurborg á 13,89  prósenta hlut í  Þríhnúkum sem  staðið hafa  að uppbyggingu ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Tilboðið var gert með þeim fyrirvara að ef sjóðurinn næði ekki meirihluta í félaginu áskildu Landsbréf sér rétt til að falla frá til- boðinu. Helgi Júlíusson, sjóðsstjóri hjá Landsbréfum, segir að rætt verði við hluthafa í Þríhnúkum á næstu dögum, í framhaldinu muni málið skýrast. Bæjarráð Kópavogsbæjar hafn- aði tilboði í sinn hlut þrátt fyrir að bæjarlögmaður Kópavogs legði til að tilboðinu yrði tekið. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjar- ráðs, segir að talið hafi verið rétt í samræmi við gegnsæja stjórnsýslu að hlutur bæjarins yrði auglýstur til sölu og kannað verði hvort fleiri aðilar hafi áhuga á að kaupa hlut- inn. Icelandic Travel Fund hefur sér- hæft sig í að fjárfesta í afþreyingar- tengdri ferðaþjónustu. Sjóðurinn á meirihluta í hvalasafninu á Granda og íshellinum í Langjökli. – ih Reykjavík samþykkti tilboð í Þríhnúka Til álita kemur að grafa göng inn í miðjan Þríhnúkagíg og koma þar fyrir útsýnis- palli fáist öll tilskilin leyfi. FréTTAblAðIð/VIlHelM Ef ekki er tryggt fjármagn til fyrir- tækja til að vaxa, þá ná sprotarnir ekki að verða sá burðarstólpi sem æskilegt er í samfélagi sem vill vera með fjölbreytt atvinnulíf, vel launuð störf og fyrirtæki sem skapa gjaldeyri. Þar með væri kastað fyrir róða þeirri fjárfestingu sem samfélagið hefur þegar sett í sprotafyrirtæki og þá nýsköpun sem þar er að finna. Svana Gunnarsdóttir meðeigandi í Frumtaki II 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r4 maRkaðuRinn 0 8 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 9 B -4 3 8 4 1 7 9 B -4 2 4 8 1 7 9 B -4 1 0 C 1 7 9 B -3 F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.