Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 4.–6. janúar 2013 Helgarblað
Metúrkoma í Reykjavík
n Ekki meiri úrkoma á einum sólarhring frá árinu 1931 n Hiti þó ágætur
M
etúrkoma var í Reykjavík í
lok desember þegar sólar
hringsúrkoma klukkan 9 að
morgni 29. desember mæld
ist 70,4 millimetrar. Þetta kemur fram
í pistli á vef Veðurstofu Íslands um
tíðarfar í desember 2012. Fyrra metið
hafði staðið alllengi, en það var 56,7
millimetrar og var sett þann 5. mars
árið 1931. Heildarúrkoma í desember
mældist 112,4 millimetrar í Reykja
vík sem er 43 prósent umfram meðal
lag. Á Akureyri mældist úrkoman í
mánuðinum 50,8 millimetrar og er
það í rétt tæpu meðallagi, að því er
fram kemur á vef Veðurstofu Íslands,
vedur.is. Úrkoma mældist 35,7 milli
metrar í Stykkishólmi, aðeins helm
ingur meðalúrkomu, og á Stórhöfða
í Vestmannaeyjum mældist úrkom
an 195,4 millimetrar og er það um 36
prósent umfram meðallag.
Óvenjuþurrviðrasamt var inn til
landsins á Vesturlandi og vestan til á
Norðurlandi.
Þó svo að úrkoma hafi verið mikil
í Reykjavík í desember voru sólskins
stundirnar nokkuð fleiri en áður.
Þær mældust 21,9 að þessu sinni en
það er 9,7 stundum yfir meðallagi.
Ekkert sólskin mældist á Akureyri í
mánuðinum en að sögn Veðurstof
unnar er það mjög algengt í desem
ber.
Hiti var vel ofan meðallags í flest
um landshlutum en þó aðeins í rétt
rúmu meðallagi inn til landsins á
Austurlandi. Meðalhiti í Reykja
vík var 1,2 stig og er það 1,4 stigum
yfir meðallagi. Á Akureyri mældist
meðal hiti 1,3 stig og er það 0,6 stig
um yfir meðaltali.
Snjóþungt var um landið
norðanvert og á Vestfjörðum en
tiltölulega snjólétt syðra. Í Reykja
vík voru alhvítir dagar 6 og er það
7 dögum færra en var að meðal
tali í desember á árunum 1971 til
2000. Á Akureyri var alhvítt 28 daga
mánaðarins og er það 6 dögum
fleiri en meðaltal áranna 1971 til
2000. n
Félög Jóns Ásgeirs
með 146 milljarða lán
n Saman voru áhættuskuldbindingar þeirra langt yfir 25% mörkunum
L
andsbanki Íslands lánaði
FL Group og Baugi miklu
meira en bankinn mátti
samkvæmt eigin reglum
um hámarkslánveitingar
til einstakra aðila. Þá skilgreindi
Landsbanki Íslands þessi tvö fé
lög ekki sem tengda aðila þrátt fyrir
að augljós eignatengsl væru á milli
þeirra. Þetta kemur fram í stefnu
slitastjórnar Landsbanka Íslands
gegn endurskoðendafyrirtækinu
PwC sem þingfest var á síðasta ári.
Bankinn höfðaði skaðabótamál
gegn PwC vegna endurskoðunar
fyrirtækisins á bankanum á árun
um fyrir hrun og krefur hann um
100 milljarða króna bætur. PwC hef
ur frest þar til um miðjan mánuðinn
til að skila greinargerð í málinu.
Fengu 146 milljarða lán
Baugur hf. var eignarhaldsfélag sem
var stýrt af Jóni Ásgeiri Jóhannes
syni og fjölskyldu hans og hélt með
al annars utan um eignarhald á
smásölukeðjunni Högum. Félagið
var jafnframt stærsti einstaki hlut
hafi FL Group með um 36,5 pró
senta eignarhlut. Báðum félögun
um var því stýrt af sömu aðilunum.
Í stefnunni kemur fram að í mars
árið 2008 hafi heildarlánveitingar til
þessara félaga numið tæplega 146
milljörðum króna eða rúmlega 47
prósentum af eiginfjárgrunni bank
ans. Samkvæmt reglum Lands
bankans mátti hins vegar einungis
lána 25 prósent af eiginfjárgrunni
bankans til tengdra aðila en líkt og
áður segir skilgreindi bankinn þessi
félög ekki sem tengd.
Orðrétt segir um þetta í stefnu
slitastjórnar Landsbankans: „Þrátt
fyrir þessi augljósu tengsl á milli
Baugs Group og FL Group voru þau
ekki tengd saman sem stór áhætta
hjá bankanum. Þessar tvær félaga
samstæður voru meðal stærstu lán
takenda hjá Landsbanka Íslands.
Saman voru áhættuskuldbindingar
þeirra langt yfir 25% mörkunum.“
Þar sem þessi tvö félög voru ekki
skilgreind sem tengdir aðilar voru
lánveitingarnar til hvors félags um
sig undir 25 prósenta mörkunum.
Einungis stærstu eigendur bank
ans, Björgólfur Thor Björgólfsson
og Björgólfur Guðmundsson, fengu
hærri lán hjá bankanum Baugur og
tengdir aðilar en lán til þeirra námu
tæplega 68 prósentum af eiginfjár
grunni bankans í mars 2008.
Lánin ekki færð niður
Í stefnunni er einnig rakið hvernig
lánveitingar til Baugs og tengdra
félaga voru ekki færð niður eft
ir að harðna tók á dalnum í fjár
málakerfinu síðla árs 2007 og fram
eftir ári 2008. FL Group tapaði 67
milljörðum króna árið 2007 en samt
voru lán til félagsins ekki færð nið
ur. Í stefnunni kemur fram að PwC
hefði átt að færa niður lán sem fyrir
lá að hefðu rýrnað á þessum tíma.
Þá er tekið annað dæmi af lán
veitingum til Baugs og annars félags
því tengdu, BG Holding ehf., en lán
þessara félaga höfðu verið í vanskil
um hjá Landsbanka Íslands á ár
inu 2007 og hafði ekki verið greitt af
þeim í langan tíma. Samt voru þessi
lán endurfjármögnuð með nýju láni
upp á 28 milljarða króna í lok des
ember 2007 og var það lán til fimm
ára.
Stefnan sýnir því ágætlega þann
aðgang sem félög tengd Baugi höfðu
að Landsbankanum og þá sam
tryggingu sem var á milli íslensku
bankanna á þessum tíma, frá því í
lok árs 2007 og fram eftir ári 2008. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Einn stærsti lántakinn Í stefnu slitastjórnar Landsbankans er rakið hvernig bankinn lánaði félögum tengdum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
nærri 50 prósent af eiginfjárgrunni bankans þegar hámarkið hefði átt að nema 25 prósentum.
Fleiri útköll
á Akureyri
Slökkvilið Akureyrar var kallað út
2.306 sinnum á árinu 2012 en um
er að ræða átta prósenta fjölgun
á milli áranna 2011 og 2012. Á vef
Slökkviliðsins á Akureyri kemur
fram að útköll á sjúkrabílum hafi
verið 1.768 sem er um þrettán
prósenta aukning frá árinu 2011.
Undanfarin ár hafa útköll að jafn
aði verið á bilinu 1.500 til 1.600
á ári.
Þá var farið 463 sinnum í
sjúkraflug á liðnu ári þar sem
487 sjúklingar voru fluttir á milli
landshluta. Um er að ræða lítils
háttar fækkun á milli ára, eða
sem nemur ellefu skiptum. Fjöldi
sjúkraflugs helst því nokkuð stöð
ugur á milli ára en árið 2008 var
farið oftast í sjúkraflug eða 494
sinnum. Sjúkraflutningamenn frá
slökkviliði Akureyrar hafa farið
4.916 sinnum í sjúkraflug frá 1997.
75 sinnum voru dælu og björg
unarbílar liðsins kallaðir út en það
er um 20 prósenta fækkun á milli
ára. Frá árinu 2009 hefur útköllum
á dælu og björgunarbifreiðum
liðsins fækkað um 47 prósent.
Dópsalar
gómaðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
lagði hald á MDMAkristalla,
amfetamín og á annað hundrað
grömm af marijúana við húsleit í
Kópavogi á miðvikudag. Húsleit
var framkvæmd á þremur stöðum
en einnig var leitað að fíkniefnum
í einni bifreið. Auk fíkniefnanna
tók lögreglan kylfu, sem fannst
á einum staðnum, í sína vörslu.
Fimm voru handteknir á vettvangi
en hinir sömu hafa áður komið við
sögu hjá lögreglu vegna sölu fíkni
efna. Við húsleitina naut lögreglan
aðstoðar sérsveitar ríkislögreglu
stjóra auk fíkniefnaleitarhunda frá
tollinum.
Fyrrnefndar aðgerðir eru liður
í að hamla gegn sölu og dreifingu
fíkniefna en sem fyrr minnir lög
reglan á fíkniefnasímann 800
5005. Í hann má hringja nafnlaust
til að koma á framfæri upplýsing
um um fíkniefnamál.
Hentar ekki til
endurvinnslu
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
hafa eftir verið á ferðinni og
tekið upp flugelda rusl víða um
borgina. Eru íbúar þó hvattir
til að safna því saman og skila
á endurvinnslustöðvar Sorpu.
Reykjavíkurborg minnir þó að
flugeldaleyfar, aðallega pappi
ásamt leir, henti alls ekki til
endurvinnslu. Því eigi það ekki
að fara í endurvinnslutunnur.
Þá minnir Reykjavíkurborg á að
gæta verður að því að skoteld
ar sem settir eru í tunnur við
heimili fólks séu allir sprungn
ir þannig að ekki skapist hætta
þegar þeir fara í pressu sorp
bílanna. Það sem er ósprungið
þarf að fara í spilliefnagáma á
endurvinnslustöðvum Sorpu og
þangað er einnig hægt að skila
flugelda rusli ef sorptunnur eru
yfirfullar.
Úrkomusamt en milt Úrkoma í Reykjavík í desember mældist 112,4 millimetrar. Sólskins-
stundirnar voru þó fleiri en áður og hiti ágætur.