Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 6
Þ
etta var það versta sem við
höfum kynnst síðan á snjó
flóðaárunum,“ segir Hall
dór V. Magnússon, fram
kvæmdastjóri rafveitusviðs
Orkubús Vestfjarða, um rafmagns
leysið sem Vestfirðingar þurftu að
búa við á milli jóla og nýárs og fram
yfir áramótin. Eitt versta óveður
sem skollið hefur á í seinni tíð gekk
yfir Vestfirði með þeim afleiðing
um að samgöngur fóru úr skorð
um og rafmagnsdreifikerfið varð
fyrir verulegum bilunum. Við þær
aðstæður eiga varaaflsvélar, sem
ganga fyrir dísilolíu, að taka við raf
orkuframleiðslunni. Þær biluðu hins
vegar líka og þurftu Vestfirðingar því
að búa við langvarandi rafmagns
leysi og raforkuskömmtun.
Viðbragðsaðilar, forsvarsmenn
lögreglunnar og slökkviliðsins í Ísa
fjarðarbæ, eru ekki sáttir við þá stöðu
sem skapaðist á þessum tíma og láta
hafa eftir sér í ísfirska fréttamiðlin
um Bæjarins besta að mikið hættuá
stand hefði getað skapast.
„Þetta var ekki ásættanlegt og í
raun gat skapast hættustand, þótt allt
hafi farið vel. Það er umhugsunarefni
að lögregla og almannavarnir þurfi
að glíma við rafmagnsleysi,“ sagði
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn
á Vestfjörðum, í samtali við bb.is, en
almannavarnanefnd Súðavíkur og
Ísafjarðarbæjar þurfti að funda í raf
magnsleysi og myrkri síðastliðinn
laugardag. Að sögn Hlyns lá síma
kerfið niðri á tímabili og farsíma
sendar og endurvarpar orðnir tæpir
á varaafli. Rafhlöður í tetrasendum á
Vestfjörðum voru á nokkrum stöðum
en Neyðarlínan hefði ekki getað haft
samband við lögreglu, sjúkraflutn
ingamenn og slökkvilið ef tetrakerfið
hefði dottið út.
Varaaflsvélin olíulaus
Eftir að gert hafði verið við varaafls
vélar á Ísafirði og í Bolungarvík
kom upp sú staða í Bolungarvík að
varaflsvélin varð olíulaus um tíma.
Sú staða skapaðist að sögn Halldórs
V. Magnússonar vegna þess að ekki
var fært á milli Bolungarvíkur og Ísa
fjarðar sökum snjóflóðahættu á veg
inum um Eyrarhlíð. Var því ekki hægt
að koma olíubíl til Bolungarvíkur og
enginn slíkur var í bæjarfélaginu.
„Olíubíllinn var fastur á Ísafirði og fór
svo að lokum að mokað var í gegnum
hlíðina til að hleypa bílnum í gegn
áður en það var mokað fyrir almenna
umferð,“ segir Halldór.
„Ég er mjög ánægður hvernig
dreifikerfið stóð sig. Það var lítið tjón
á dreifikerfi Orkubúsins. Allir starfs
menn sem stóðu vaktina stóðu sig al
veg gríðarlega vel,“ bætir Halldór við
að lokum.
Því má ætla að hyggilegast væri að
hafa olíubíla tilbúna í hverju bæjar
félagi ef útlit er fyrir að vegir lokist
sökum ófærðar og snjóflóðahættu
svo að viðlíka ástand skapist ekki
aftur.
Í skýrslu Landsnets frá mars árið
2009 kemur fram að áreiðanleiki af
hendingar raforku sé minnstur á
Vestfjörðum. Í skýrslunni kemur fram
að meðaltal samfélagslegs kostnaðar
vegna straumleysis á Vestfjörðum á
árunum 2002 til 2008, með teknu til
liti til raforkuframleiðslu á varaflsvél
um sem ganga fyrir dísilolíu, sé um
84 milljónir króna á ári. Meðalkostn
aður Landsnets vegna tapaðs flutn
ings og keyrslu varaafls sé hins vegar
ekki nema 10,4 milljónir króna á ári
miðað við sama tímabil.
Þá eru varaflsvélarnar á Vestfjörð
um komnar til ára sinna og biluðu
fjórar þeirra á milli jóla og nýárs, ein
í Súðavík, ein í Bolungarvík og tvær á
Ísafirði. Myndi raforkuöryggi á Vest
fjörðum stóraukast ef Landsnet legð
ist í framkvæmdir á varaaflsstöðvum
í Bolungarvík líkt og fyrirhugað er.
Aðeins sjóleiðin fær þegar
lygndi
Þá er umhugsunarvert ástand sem
myndast þegar ófærðin er slík að ekki
er hægt að flytja fólk á sjúkrahús. Til
að mynda var vegurinn á milli Súða
víkur og Ísafjarðar lokaður svo dög
um skipti og því spurning hvað hægt
hefði verið að gera ef alvarlegt slys
hefði borið að og koma hefði þurft
fólki í flýti undir læknishendur. Frá
Súðavík voru farnar bátsferðir á milli
jóla og nýárs til að ferja strandaglópa
yfir á Ísafjörð og sækja vistir. Vegur
inn var lokaður lengi vel vegna snjó
flóða og snjóflóðahættu en snjóflóð
in sem féllu á vegina til Súðavíkur,
um Kirkjubólshlíð og Eyrarhlíð og á
vegina í Súgandafirði og Önundar
firði skipta tugum að sögn Vega
gerðarinnar á Ísafirði. n
„Það versta sem
við höfum kynnst“
n Það mátti litlu muna að illa færi í rafmagnsleysinu á Vestfjörðum
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
„Þetta var ekki
ásættanlegt og í
raun gat skapast hættu-
stand.
Allt úr skorðum
Ófærð, samgöngu-
erfiðleikar og
fjarskiptaleysi settu
svip sinn á samfé-
lagið á Vestfjörðum
í kjölfar óveðursins
fyrir áramót.
6 Fréttir 4.–6. janúar 2013 Helgarblað
1.840 milljóna afskriftir
n Votaberg ehf. var leigusali Kvikmyndaskóla Íslands
K
röfuhafar fyrrverandi leigu
sala Kvikmyndaskóla Íslands,
eignarhaldsfélagið Votaberg
ehf., þurftu að afskrifa nærri
1.840 milljóna króna kröfur sínar á
hendur félaginu. Þetta kemur fram í
tilkynningu um skiptalok Votabergs
ehf. í Lögbirtingablaðinu. Engar
eignir fundust í búinu.
Kvikmyndaskólinn leigði húsnæði
af Votabergi í Víkurhvarfi í Kópavogi
þar til skólinn flutti í húsnæði í Ofan
leiti í byrjun árs 2011. Skólinn hafði
þá ekki greitt Votabergi leigu af hús
næðinu frá því í apríl árið 2009. DV
greindi frá því í janúar 2011 að skuld
ir Kvikmyndaskólans við Votaberg
næmu á annað hundrað milljónum
króna og að í gangi væru samninga
viðræður um uppgjör á skuldinni.
Þessar samningaviðræður runnu þó
út í sandinn og Kvikmyndaskólinn
flutti sig um set.
Viðskiptabanki Votabergs, Lands
bankinn, leysti fasteignina í Víkur
hvarfi til sín. Fasteignin, sem er um
7.000 fermetrar, var eina eign Vota
bergs á þessum tíma. Félagið var svo
tekið til gjaldþrotaskipta í október
2011 og er skiptum á félaginu nú
lokið. n
Biðjist
afsökunar
Jón Bjarnason, þingmaður VG,
skýtur föstum skotum að forystu
flokksins og segir þá aðila sem
tekið hafa þátt í ESBbrölti Sam
fylkingarinnar eiga umsvifalaust
að hætta því og biðja stuðnings
menn flokksins opinberlega afsök
unar. „Hér dugar enginn „heim
iliskattaþvottur“, svo gengið sé í
smiðju forsætisráðherra Samfylk
ingarinnar.“
Tilefni skrifa Jóns er slæm
niðurstaða VG í nýjustu skoðana
könnun Gallup en þar mælist
flokkurinn aðeins með 9,1 pró
sents fylgi sem er helmingi minni
stuðningur en hann fékk við síð
ustu kosningar. Enginn vafi leik
ur á ástæðu þess að mati Jóns;
stuðningur við aðildarumsókn
Samfylkingarinnar að Evrópusam
bandinu. Hann segir að stuðn
ingsfólki sem treysti á VG hafi
verið fórnað á „altari ESB – eins
málsstefnu Samfylkingarinnar.“
Undrast söfnun
þjóðkirkjunnar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for
maður velferðarnefndar Alþing
is, spyr hvort eðlilegt sé að stofn
un eins og þjóðkirkjan, sem telji
sig þurfa á viðbótarfjárveitingu að
halda, fari í söfnun fyrir Landspít
alann. „Hún er að þiggja fé frá
ríkinu sem annars hefði getað far
ið í tækjakaup eða niðurgreiðslu
skulda.“ Þetta segir hún við RÚV.
Tugum milljóna hafi verið bætt
við fjárveitingar til þjóðkirkjunnar
vegna fjárskorts og þrýstings um
auknar fjárheimildir.
„Ég skil vel að þjóðkirkjan
vilji láta gott af sér leiða og bæta
ímynd sína í leiðinni en spurn
ingin er hvort þetta samræmist
hlutverki hennar. Mér finnst það
mjög einkennilegt að hún líti á
þetta sem hlutverk sitt og er sjálf
rekin fyrir ríkisfjármuni og hef
ur sótt mjög fast á auknar fjár
veitingar.“
Slæm staða Málefni kvikmyndaskólans komust í hámæli árið 2011, meðal annars slæm
staða leigusala skólans sem ekki hafði fengið greidda leigu frá árinu 2009. Myndin er tekin á
fundi stjórnenda og nemenda skólans árið 2011.