Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 45
V ið sömdum lagið í sum- ar þegar ég var í heim- sókn hjá Rósu í New York en það gerðist eiginlega fyrir tilviljun, segir Vé- dís Vantída Guðmundsdóttir tón- listarkona. Hún segir þær systur hafa verið að bíða eftir að Curi- osity-jeppinn lenti á Mars og hafi ákveðið að drepa tímann með því að semja lag. Þær hafi sest niður og eftir rúma klukkustund varð svo til lagið What I Never Had. „Við urð- um hálf hissa á okkur að hafa ekki gert þetta fyrr. Við munum alla vega klárlega vinna meira saman í framtíðinni.“ Frumfluttu lagið í Vestmannaeyjum Um jólin héldu þær svo tónleika í heimabæ sínum Vestmannaeyj- um og frumfluttu lagið ásamt öðr- um lögum Védísar. „Rósa býr úti og við hittumst svo sjaldan. Við ákváðum að halda tónleika stuttu eftir að hún kom. Við æfðum fyrir þá í nokkra daga og frumfluttum þar lagið,“ segir Védís sem segir að það hafi heppnast vel. Aðspurð hvort þær muni gefa lagið út segir hún þær vera mjög opnar fyrir því. „Það er búið að bjóða okkur að taka upp lagið hér heima og það getur vel verið að gerum það. Það yrði ekki flók- in vinna. Við syngjum og röddum sjálfar, hún spilar á píanó og ég flautuna. Við myndum gera þetta að okkar.“ Hún er viss um að þær yrðu ánægðar með útkomuna og jafnvel setja lagið í spilun. Sömdu lög sem börn Systurnar eru aldar upp við tón- list og spila báðar á hljóðfæri. „Pabbi forritaði okkur frá fæðingu. Hann spilaði tónstigann fyrir okk- ur um leið og við komum heim af fæðingardeildinni.“ Aðalhljóð- færi Védísar er þverflauta en hún er þverflautu-, saxófón- og píanó- kennari. Rósa býr sem fyrr segir í New York og starfar þar, bæði bæði við leik- og tónlist. Þær hafa spilað saman síðan þær voru ungar og léku sér meðal annars sem börn við að semja lög. „Við hættum því svo en sjáum nú að þetta getur orðið gott samstarf,“ segir Védís. Hún bendir á að Rósa hafi samið töluvert af tónlist en sjálf hafi hún byrjað fyrir einungis tæpum tveimur árum. Galaxy-dúettinn hættur Védís var í dúettinum Galaxy ásamt Magdalenu Dubik en segir að þær hafi slitið því samstarfi. „Við ákváðum að slíta samstarfinu en það var í góðu. Það var gaman að prófa þetta en þetta stefndi bara ekki í þá átt sem við Magdalena höfðum hugsað okkur. Við viljum stefna að því að byggja upp fal- legar melódíur. Það er mikilvægara fyrir okkur en við erum báðar með klassískan bakgrunn og við vilj- um ekki missa það. Það er grund- völlurinn fyrir því sem við gerum sem hljóðfæraleikarar.“ n gunnhildur@dv.is Fólk 45Helgarblað 4.–6. janúar 2013 É g ætla svo sem ekki að gera neitt sérstakt í tilefni dagins,“ segir Halldór Magni Sverris- son, vélfræðingur hjá Lands- virkjun í Kröflu, sem verður fimm- tugur laugardaginn 5. janúar. „Það er þó aldrei að vita nema mað- ur skelli sér á vélsleða á afmælis- daginn, ef veður verður gott. Svo verður smá veisla um kvöldið fyrir vinina. Þá höldum við hina árlegu sviðakjamma- og sviðalappa- veislu,“ segir hann og bætir við að vinirnir séu alsáttir við valið á veislumatnum. „Þetta er hefð hjá okkur á þessum tíma. Það eru allir svo önnum kafnir yfir jólin svo við hittumst vanalega um þetta leytið. Þetta verður ekkert stór veisla, bara nokkrir vinir.“ Halldór Magni óttast ekki hækk- andi aldur. „Sextugsaldurinn leggst bara ágætlega í mig. Það er ekkert að því að verða fimmtugur. Enda er maður alltaf bara 24 ára í anda.“ indiana@dv.is É g verð með smá fögnuð á laugardagskvöldið sem er í undirbúningi,“ segir Róbert Karel Guðnason á Selfossi sem verður fertugur á sunnu- daginn. Róbert Karel segist ekki vera mikið afmælisbarn en að hann ætli að gera undantekningu í þetta skiptið. „Ég geri mér afar sjaldan dagamun þegar ég á afmæli en ég ætla að gera það núna. Þetta verð- ur veisla,“ segir hann brosandi og bætir við að hann finni engan mun á sér þrátt fyrir að vera að nálgast fimmtugsaldurinn. „Það breytir engu hvað maður er gamall svo lengi sem mað- ur er heill heilsu. Mér líður bara alveg eins og þegar ég varð tvítug- ur og þrítugur. Mamma mín náði ekki þessum árangri en hún féll frá aðeins 38 ára gömul. Sem betur fer eru allir á heimilinu við góða heilsu og ég ætla ekki að kvarta. Þetta er bara flott. Eða eins og frú- in segir; þá ber að fagna hverju ári.“ indiana@dv.is „Bara 24 ára í anda“ „Þetta er bara flott“ Heldur upp á fimmtugsafmælið með sviðaveislu Róbert Karel verður fertugur á sunnudaginn Halldór Magni Ætlar að bjóða vinunum upp á sviðalappir og sviðakjamma í tilefni dagsins. Alsáttur Róbert Karel segir aldurinn ekki skipta máli svo lengi sem heilsan sé í lagi. SyStur Sömdu lag n Stefna á frekara samstarf í tónlist Þ að leggst bara rosalega vel í mig að ná fimmtugsaldr- inum,“ segir Anna Dröfn Clausen sem verður fertug á sunnudaginn en hún var stödd á Tenerife þegar blaðamaður náði tali á henni. Anna Dröfn naut lífsins í sólinni yfir hátíðarnar ásamt fjölskyldunni en kom heim á fimmtudagskvöldið. Fjölskyld- an hefur einu sinni áður dvalið ytra yfir jólin og aðspurð segist Anna ekki hafa saknað íslensku jólastemmingarinnar. „Þetta er búið að vera alveg æðislegt. Það skiptir auðvitað ekki máli hvar maður er um jólin svo lengi sem maður er með alla sína með sér,“ segir Anna sem á fjóra drengi á aldrinum tíu mánaða til tólf ára sem hún segir hafa skemmt sér konunglega á ströndinni. Fjölskyldan var með kalkún í matinn á aðfangadag. „Við héld- um íslensk jól þrátt fyrir að vera á sólarströnd. Svo þegar við komum heim í kvöld bíða okkar nokkrir pakkar sem verða opnað- ir um leið og við komum heim,“ segir hún brosandi. Anna Dröfn ætlar að taka á móti gestum á sunnudaginn og hlakkar til að takast aftur á við hverdaginn. „Svo er það bara skólinn hjá börnunum. Rútínan er alltaf best og það verður gott að komast heim aftur.“ indiana@dv.is „Rútínan er alltaf best“ Afmælisbarnið Anna Dröfn eyddi hátíðinni á Tenerife Fjölskyldan Anna Dröfn ætlar að taka á móti gestum á sunnudaginn. Tónelskar systur Rósa og Védís Vantída hafa hug á að vinna meira saman í framtíðinni „Það er búið að bjóða okkur að taka upp lagið hér heima og það getur vel verið að gerum það. Það yrði ekki flókin vinna. Við syngjum og röddum sjálfar, hún spilar á pí- anó og ég flautuna. Við myndum gera þetta að okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.