Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 28
28 4.–6. janúar 2013 Helgarblað
börn voru myrt af föður sínum, Ungverjanum Ferenc Kohanyi, í júlí 1981. Börnum sínum, á
aldrinum þriggja til átta ára, hrinti Ferenc ofan af þaki tíu hæða byggingar í Miskolc í norður-
hluta Ungverjalands. Ferenc ku hafa verið drukkinn þegar hann framdi ódæðið. Hann talaði fyrir
daufum eyrum þegar hann bað um mildi sér til handa og var tekinn af lífi í júlí 1982. 3
L
íkt og margt ungt fólk átti
belgíska stúlkan Charlotte Ant-
oniewicz sér drauma um stór-
kostlega framtíð. Charlotte
var 18 ára og státaði þá þegar,
í ágúst 2011, af ágætis menntun og
stefndi að námi í heilbrigðisgeiranum.
En áður en hún skellti sér í það
hugði hún að fríi í Portúgal ásamt vin-
konu sinni. Í raun voru framtíðarhorf-
ur Charlotte ágætar, en hún átti þó
margt ólært um mannlegt eðli eftir að
hafa alist upp í litlu þorpi, Houdeng-
Goegnies. Eitt sem hún hafði til dæmis
ekki kynnst var mannvonska og illska,
en brátt yrði þar breyting á.
Laugardagskvöld eitt í ágúst
leiddist Charlotte með eindæmum
mikið. Tilveran í litla belgíska þorp-
inu virtist litlaus og grá; það var var
bara hvergi hægt að lyfta sér upp. En
öll él styttir upp um síðir og vinkona
Charlotte, Brigitte, hringdi: „Ég og Wil-
helm, kærastinn minn, ætlum að fara
á næturklúbb í Brussel. Af hverju kem-
ur þú ekki líka? Þú hefðir gott af því.“
Brussel var í tæpra 50 kílómetra
fjarlægð og Charlotte varð upprifin við
tilhugsunina um að fara þangað.
Skemmtun og meiri skemmtun
„Það væri frábært að fara á dans-
stað,“ sagði Charlotte og Brigitte og
Wilhelm voru bæði hæstánægð. Í
huga Charlotte var ferðin til Brussel
meiriháttar upplifun – næturlíf þekkt-
ist ekki í Houdeng-Goegnies og
Charlotte hafði aldrei fyrr farið á næt-
urklúbb. Tilhugsunin um björtu borg-
arljósin fyllti hana eftirvæntingu.
Í Brussel skemmtu þremenn-
ingarnir sér konunglega til klukkan
tvö um nóttina. Þau voru við að leggja
af stað heimleiðis þegar hringt var í
Charlotte. Var um að ræða einn vina
hennar, Pieter, og var hann greinilega í
miklu stuði: „Ég er með vinum á Zanz-
ibar. Kíktu á okkur.“
Zanzibar var einn vinsælasti náms-
mannastaðurinn í Brussel og þekkt-
ur fyrir framandi kokteila sem bornir
voru fram í litskrúðugum glösum.
Leiðir skilja
Wilhelm ók sem leið lá að Zanzibar en
þar kom í ljós að vegna strangra regla
staðarins yrði Wilhelm ekki hleypt inn.
Í sannleika sagt voru Brigitte og Wil-
helm nánast sátt við það og ákváðu
að fara heim til Houdeng-Goegnies.
Charlotte yrði eftir með vinum sínum í
Brussel og fengi gistingu hjá þeim.
Innan skamms iðraðist Charlotte
þess að hafa ekki farið heim með vin-
um sínum. Pieter var sá eini sem hún
þekkti og var með vinum sínum úr
borginni. Aðrir inni á staðnum voru
annaðhvort orðnir miðaldra eða jafn-
vel eldri.
Klukkan hálf fjögur yfirgaf Piet-
er staðinn til að skutla vinum sínum
heim og gerði Charlotte ráð fyrir því að
hann kæmi aftur.
„Halló, ég er Nikos“
Klukkan varð fjögur og ekkert bólaði
á Pieter. Hvað er til ráða? hugsaði
Charlotte. Í nánast sömu andrá vatt
sér að henni ungur karlmaður, hávax-
inn, laglegur og vel klæddur: „Halló, ég
er Nikos.“
Hann tyllti sér hjá Charlotte og þau
tóku tal saman. Charlotte sagði hon-
um að hún ætti von á vini sínum, en
hefði þó áhyggjur. „Ef hann kemur
ekki aftur þá veit ég ekki hvar ég get
sofið í nótt,“ sagði hún.
Það yrði nú ekki vandamál sagði
Nikos: „Þú getur gist hjá mér í Ander-
lecht.“ Anderlecht er nánast úthverfi
Brussel. Nikos sagði Charlotte að hann
væri öryggisvörður hjá veðbanka, sem
var ekki alveg sannleikanum sam-
kvæmt því hann hafði verið rekinn
vegna drykkjuvandamála.
Samhljóða skilaboð
Klukkan fimm yfirgáfu Charlotte og
Nikos Zanzibar og náðu sér í leigubíl.
Síðar mundi leigubílstjórinn eftir því
að hafa ekið þeim að íbúðablokk við
Rue Itterbeck í Anderlecht. Eftir það sá
enginn Charlotte á lífi.
Næsta morgun leist móður og
bróður Charlotte ekki á blikuna þegar
þau komust að því að hún hafði ekki
komið heim um nóttina. Þau hr-
ingdu í alla vini hennar í þorpinu en
enginn hafði séð hana, en tveir höfðu
þó fengið smáskilaboð, en ekki séð
þau fyrr en liðið var á morguninn.
Skilaboðin voru samhljóða: „ Getur
þú komið og náð í mig? Ég er heima
hjá einhverjum sem ég hef aldrei séð
áður.“ En skilaboðunum fylgdu engar
nánari upplýsingar.
Fjölskylda Charlotte taldi víst að
hún gæti verið í mikilli hættu og hafði
samband við lögregluna.
Gaf sig fram
Leitað var að Charlotte allan sunnu-
daginn og fram á mánudagsmorgun
en síðla á manúdeginum dró til tíð-
inda. Þá gekk hávaxinn, laglegur karl-
maður inn á lögreglustöð í Anderlecht
í fylgd lögfræðings. „Ég heiti Nikos.
Ég er hingað kominn til að játa á mig
glæp.“
Sagði Nikos að hann hefði far-
ið heim til sín með stúlku á sunnu-
dagsmorgni. Hann hefði hitt stúlkuna
á skemmtistað og hefði vonast til að
njóta kynlífs með henni.
Þegar þau komu í íbúð hans var
stúlkan engan veginn tilkippileg og
varðist kröftuglega, svo hann drap
hana.
Nikos sagðist hafa komið líki
Charlotte fyrir í ferðatösku, fengið
lánaðan bíl hjá vini sínum, ekið um í
nokkrar klukkustundir og síðan losað
sig við ferðatöskuna með líkinu í.
Hann vísaði lögreglunni á ferða-
töskuna og í ljós kom að Charlotte
hafði verið barin og kyrkt.
Nikos bíður dóms. n
SAKLEYSIÐ OG ILLSKAN
n Charlotte dreymdi um bjarta framtíð n Framtíðin varð styttri en hana grunaði
Charlotte Antoniewicz Hitti ókunnugan karlmann í fyrsta og síðasta skipti sem hún fór
á næturklúbb.