Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 21
Það vantaði ekkert Þessi meðalvegur er vandfarinn Íslensk hjón sem höfðu ekki efni á jólagjöfum fengu óvæntan stuðning. – DVJói Fel segir steranotkun íslenskra ungmenna sorglega. – DV V egferðin að nýrri stjórnarskrá hefur í þessari lotu staðið í bráðum fjögur ár. Ferill máls­ ins hefur verið lýðræðislegur með afbrigðum og vakið óskipta athygli og aðdáun úti í heimi. Erlendir fræðimenn hafa lokið lofs­ orði á frumvarpið, bæði inntak þess og aðferðina við að koma því saman. Alþingi hóf vegferðina skömmu eftir hrun með því að skipa sjö manna stjórnlaganefnd, þar sem flestir nefndarmenn voru prófessorar og fræðimenn. Stjórn­ laganefndin kvaddi saman þjóð­ fund og bjó málið í hendur þjóð­ kjörins stjórnlagaþings, sem varð að þingskipuðu stjórnlagaráði. Til setu þar völdust fjórir prófessorar og fjórir aðrir háskólakennarar, einn þeirra nú einnig nýorðinn prófessor, auk annars fólks úr flestum stéttum samfélagsins. Rödd fræðasam­ félagsins heyrðist því ekki síður hátt og snjallt en raddir annarra bæði í stjórnlaganefndinni og stjórnlaga­ ráði og í samtali ráðsmanna við fólk­ ið í landinu meðan á verkinu stóð. Stjórnlagaráð ráðfærði sig náið við fjölmarga fræðimenn innan lands og utan. Aðrir fræðimenn gátu líkt og aðrir íbúar landsins komið ábendingum sínum á framfæri og gerðu það sumir. Góð samvinna við Alþingi Þegar stjórnlagaráð hafði samþykkt frumvarp að nýrri stjórnarskrá einum rómi í lok júlí 2011, lagðist Alþingi yfir verkið ásamt fræðimönnum og öðrum sérfræðingum. Að lokinni níu mánaða yfirlegu með tilheyrandi vitnaleiðslum fræðimanna og annarra kvaddi Alþingi saman aukafund stjórnlagaráðs í marz 2012 til að fjalla um ýmis álitamál varðandi orðalag og efni frumvarpsins. Góð samvinna Alþingis og ráðsins skil­ aði sér inn í þá gerð frumvarpsins, sem bíður nú afgreiðslu Alþingis fyrir þing­ lok í byrjun marz 2013, þar á meðal styttra en efnislega óbreytt kosninga­ ákvæði. Nú eru ekki eftir nema tveir mánuð­ ir af þaulskipulögðu fjögurra ára ferli málsins. Nú er því ekki rétti tíminn til að ræða efnisatriði, hann er liðinn, enda fól Alþingi lögfræðinganefnd að loknum aukafundinum í marz að leggja aðeins til orðalagsbreytingar á frumvarpinu, ekki efnisbreytingar. Alþingi hlýtur að sjá til þess við loka­ afgreiðslu málsins, að sú ætlan þings­ ins gangi eftir. Málflutningur forseta Íslands Ábendingar forseta Íslands um frum­ varpið í nýársávarpi eru of seint fram komnar. Forsetanum gafst líkt og öðr­ um færi á að bera fram efnislegar athugasemdir innan þess tímaramma, sem Alþingi hafði ákveðið, enda þótt færa megi rök að því, að ekki fari vel á slíku, þar eð stjórnarskráin fjallar m.a. um forsetann. Þau rök, að ekki fari vel á, að Alþingi semji stjórnar­ skrá, þar eð stjórnarskráin fjallar um Alþingi, má m.ö.o. einnig heimfæra á forsetann eins og Gísli Tryggvason lög­ fræðingur hefur bent á. Alþingi féllst á þessi rök og fól því öðrum að vinna verkið. En jafnvel þótt forsetinn hefði komið sjónar miðum sínum á fram­ færi í tæka tíð, hefðu þau engu bætt við eða breytt, þar eð öll atriðin, sem hann nefnir, voru þaulrædd og leidd til lykta á fundum stjórnlagaráðs. Leikreglur lýðræðisins Málflutningur forseta Íslands um nýja stjórnarskrá vitnar hvorki um ríkan skilning á eða virðingu fyrir leikregl­ um lýðræðisins. Vilji þings og þjóð­ ar liggur fyrir. Umfjöllun Alþingis um frumvarpið er nú á lokastigi. Lokafrá­ gangur frumvarpsins snýr ekki að efnisatriðum, heldur einungis að orðalagi frumvarpstexta og greinar­ gerðar í samræmi við ábendingar lög­ fræðinganefndar Alþingis. Tal forseta Íslands um ný efnisatriði nú rétt fyrir leikslok á því ekki vel við og vitnar ekki heldur um næmt tímaskyn. Tal hans um aðfinnslur einstakra fræðimanna eftir dúk og disk á ekki heldur vel við í ljósi þess, hversu ríkan skerf fjöl­ margir fræðimenn hafa lagt til málsins. Fræðimönnum ber þó að sjálfsögðu ekki öllum saman, ekki frekar en öðru fólki. Ef hlaupa ætti eftir sérskoðunum einstakra fræðimanna, sem hirtu ekki um að láta heyra í sér í tæka tíð, fengi Ísland aldrei nýja stjórnarskrá. Lestin er komin á teinana. Þjóðin sagði skoðun sína með skýrum og af­ dráttarlausum hætti í þjóðaratkvæða­ greiðslunni 20. október. Alþingis bíð­ ur nú það eitt að ganga frá málinu í samræmi við vilja þjóðarinnar. Alþingi getur ef það vill innsiglað lýðræðislega kjölfestu ferlisins með því að leggja endanlega gerð frumvarpsins í dóm þjóðarinnar að nýju samhliða alþingis­ kosningunum 27. apríl nk. Þar hefur forseti Íslands eitt atkvæði eins og við öll hin. Bráðum fjögur ár Spurningin „Nei, ég gerði það ekki.“ Dögg Káradóttir 58 ára félagsmálastjóri „Nei. Ég gerði það einu sinni, en ekki lengur.“ Veronique Jacques 26 ára tónlistarkona „Já, ég ætla ekki að borða neitt nammi í ár – og ekki að drekka gos!“ Helga Guðrún Guðmundsdóttir 17 ára nemi „Já, ég ætla að vera duglegri að læra stærðfræði.“ Steinunn Ásta Ásgrímsdóttir 15 ára nemi „Nei, það gerði ég ekki.“ Laufey Emilsdóttir 50 ára hjúkrunarfræðingur Strengdir þú nýársheit? 1 Heimilislaus erfingi lést án þess að fá krónu Var erfingi járnbrautamógúlsins Huguette Clarke en hafði staðið í deilum um arfinn 2 „Aumkunarvert frá konu sem starfar fyrir Jón Ásgeir“ Egill Helgason og Bubbi Morthens takast á um grein Kristínar Þorsteinsdóttur 3 Sagði karla vera hrædda um að tapa forréttindunum Hildur Lilliendahl í Kastljósi um hatramma umræðu um femínisma á Íslandi 4 Skildi barnið eftir í áfengis-búð Bað um pössun meðan hann fór á nektardansstað 5 Myndin sem almenningur elskar en gagnrýnendur ekki The Hobbit fær góðar móttökur frá almenningi en slæma útreið hjá gagnrýnendum 6 Náði innbrotsþjófunum á myndband Birti myndbandið á vefnum reddit.com og vakti það mikla athygli notenda 7 Fúskið er að endurtaka sig Fyrrverandi kynningarstjóri Baugs gerir lítið úr tilraunum til að sakfella bankamenn Mest lesið á DV.is Kaffibolli og spjall Það getur verið notalegt að vippa sér inn úr vetrarkuldanum og amstri dagsins og ræða málin yfir góðum kaffibolla. Mynd Eyþór árnAsonMyndin Umræða 21Helgarblað 4.–6. janúar 2013 Hann var góður maður Anna Ingólfsdóttir missti manninn sinn 35 ára gömul. – DV Kjallari Þorvaldur Gylfason „ Ef hlaupa ætti eftir sérskoðunum einstakra fræðimanna, sem hirtu ekki um að láta heyra í sér í tæka tíð, fengi Ísland aldrei nýja stjórnar- skrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.