Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 32
32 Lífsstíll 4.–6. janúar 2013 Helgarblað
Engin þörf á að
hamast í ræktinni
E
r hægt að losna við sex kíló
á sex vikum? Það halda þau
Ulrika Davidsson og Ola
Lauritzon.
Þau segjast sjálf vita
hvernig það er að vera of þung og
hétu sjálfum sér því að verða það
aldrei aftur.
Veröld hefur gefið út metsölu-
bók þeirra hjóna, Sex kíló á sex vik-
um, þar sem er að finna áætlun fyrir
42 daga, uppskriftir að heilsusamleg-
um réttum, ábendingar og reynslu-
sögur þeirra sem hafa fylgt áætlun-
um þeirra.
Andlegi þátturinn mikilvægur
„Leyndarmálið felst í því að auka
fitubrennslu líkamans og draga úr
getu fitufrumna til að safna fitu.
Uppskriftirnar miða að jöfnun blóð-
sykurs og minni framleiðslu insúl-
íns og henta öllum sem vilja nota
örugga og vísindalega sannaða að-
ferð til að léttast hratt og njóta jafn-
framt sérlega ljúffengs matar,“ segja
þau Ulrika og Ole í formála bókar-
innar en taka þó fram að árangur-
inn komi ekki af sjálfum sér. Sex
vikur eru stuttur tími og þau taka
það fram að andlegi undirbúningur-
inn skipti miklu máli en ávinningur-
inn sé mikill, hann dragi úr hættunni
á mörgum hættulegum sjúkdómum
svo sem áunninni sykursýki, slitgigt
og hjarta- og æðasjúkdómum.
Óþarfi að hamast í ræktinni
Uppskriftir bókarinnar miða að því
að hafa áhrif á brennslukerfi líkam-
ans svo að fitubrennslan verði sem
mest. „Yfirleitt notum við sykur og
mjölva sem orkugjafa handa vöðvum
og líffærum en það er einmitt á þess-
um fyrstu vikum sem við víkjum frá
því og brjótum fyrst og fremst niður
uppsafnaða fitu og notum hana sem
orku,“ segja þau í upphafi kafla sem
útskýrir hvernig sex vikna áætlunin
virkar og bæta því við að á fyrstu fjór-
um vikunum megi búast við því að
léttast mest.
Ulrika og Ole taka það einnig fram
að til að árangurinn verði sem bestur
þurfi að hreyfa sig. Þau segja ekki
þörf á að hamast í ræktinni og leggja
það til að fólk hafi það fyrir verkefni
að „gera eitthvað“ á hverjum degi.
Tiltekt, leikir með börnunum, rösk-
legir göngutúrar, garðvinna og sam-
kvæmisdansar eru á hugmyndalista
þeirra hjóna. „Það sem skiptir máli
er að þú hreyfir þig daglega og helst
ekki skemur en klukkutíma á dag.“
Stig 1 :
• 4 vikur
• Fitubrennsla líkamans sett í gang
• Aðalefni í uppskriftunum:
prótínauðugur matur og grænmeti
• Ekkert áfengi
• 3 aðalmáltíðir og 1–2 aukabitar á
dag
• Hreyfing við lítið álag
• Þyngdartap að meðaltali 1–2 kg á
viku
Stig 2:
• 2 vikur
• Holl kolvetni með lágum sykur-
stuðli, svo sem baunir, linsubaunir,
rótarávextir, ávextir, spelt, kínóa,
n Ulrike og Ole boða sex kílóa þyngdartap á sex vikum n Andlegi þátturinn mikilvægur
Hádegi:
Salat með fetaosti,
epli og timjan
n 1 skammtur
n 2 dl blandað salat
n ¼ rauðlaukur
n ½ epli
n ½ krukka fetaostsbitar í olíu
n ½ sítróna
n Nokkrir sprotar af fersku timjan
n Salt og pipar
Skerið salatið í bita og leggið á stóran
disk. Flysjið og sneiðið niður rauðlaukinn.
Skerið eplið í þunnar sneiðar. Dreifið lauk,
eplasneiðum og fetaosti yfir salatið.
Skerið sítrónuna í sneiðar. Skreytið með
sítrónusneiðum og timjan. Kryddið með
salti og pipar.
Kvöld:
Ofnbakaður kjúklingur
í grænni sósu
n 4 skammtar
n 1 msk. ólífuolía
n 1 msk. balsamedik
n 1 tsk. basilíka
n Salt og svartur pipar
n 4 kjúklingalundir
n 50 gr blandað salat
n 150 gr geitaostur
n ½ granatepli
n ½ sítróna
n 1 sproti dill
Græn sósa
n ½ búnt af ferskri basilíku
n 3 sprotar steinselja
n 3 sprotar dill
n 1 dl kasjúhnetur
n ½ sítróna
n 2 msk. ólífuolía
n Salt og svartur pipar
Hitið ofninn í 175°C. Blandið saman
ólífuolíu, balsamediki, salti og pipar í skál.
Leggið kjúklingalundirnar í kryddlöginn
og hrærið. Marinerið í að minnsta kosti
30 mínútur. Setjið kjúklingalundirnar í
eldfast mót og hellið kryddleginum yfir.
Bakið í miðjum ofni í um 20 mínútur. Setj-
ið basilíku, steinselju, dill og kasjúhnetur
í matvinnsluvél. Skerið sítrónuna í tvennt
og kreistið safann úr öðrum helmingnum
yfir. Skerið hinn helminginn í sneiðar.
Bætið ólífuolíu út í og maukið í jafna sósu.
Kryddið með salti og pipar og geymið á
köldum stað. Dreifið salatinu á fjóra diska
og stráið geitaosti yfir. Takið steinana úr
granateplinu og dreifið þeim yfir. Setjið
eina kjúklingalund á hvern disk ásamt
skvettu af grænni sósu. Skreytið með
sítrónusneiðum og dilli.
Dagur 1 – vika 1
Sex vikna átak
Uppskriftir, reynslu-
sögur og hollráð er
að finna í bók þeirra
hjóna.
Þekkja vandann Ulrike
og Ole þekkja það bæði
af eigin raun að vera í of-
þyngd og hétu sjálfum sér
að verða það aldrei aftur.
heilkornavörur, súrdeigsbrauð,
grautur og múslí
• Erfiðari æfingar
• 3 aðalmáltíðir og 1–2 aukabitar á dag
Við grípum niður í bókina í upp-
hafi vegferðarinnar á fyrsta degi og
fáum uppskrift að hádegisverði og
kvöldverði dagsins. En þess utan er
á fyrsta degi neytt morgunmatar og
eins til tveggja aukabita á dag.
Ugla
Egilsdóttir
Ugluvæl
F
lestir kannast við að hafa ein-
hvern tímann sagt brandara á
annarra kostnað – og það var
ekki alltaf vel meint. Því tor-
tryggir fólk brandara um minni-
hlutahópa og fyllist efasemdum
þegar grínistar lýsa því yfir að
brandarar þeirra um minnihluta-
hópa séu í raun ádeila.
S
umir brandarar eru augljós-
lega ádeila, til dæmis for-
dómafullar staðhæfingar í
kaldhæðni sem einhver ann-
ar gæti sagt í fullri alvöru. Fólk
sem er viðkvæmt fyrir bröndurum
um minnihlutahópa er yfirleitt
ekki viðkvæmt fyrir svona brönd-
urum – vegna þess að tilgangur-
inn er augljós.
E
n þetta er ekki það eina sem
fólki gengur til með slíkum
bröndurum. Ég hef mest
gaman af bröndurum sem
birta óvænt sjónarhorn. Jafnvel
þótt það sé ekki endilega rétta
sjónarhornið þá lyftir það byrð-
um hverdagsins af manni svo
þyngdarafl raunveruleikans togar
ekki jafn fast í mann og áður.
É
g hef oft velt því fyrir mér
hvers vegna það er í lagi
að dramatískir leikstjór-
ar fjalli um háalvarleg mál
eins og sjúkdóma og bága stöðu
smælingja á meðan það þykir
miður þegar grínistar fjalla um
sömu hluti, jafnvel þótt tilgangur-
inn sé ekki að hæða eða útskúfa
– þótt erfitt sé auðvitað að meta
það. En það er alveg eins hægt
að búa til sápuóperu um innflytj-
endur af láglaunastétt sem gerir
ímynd þeirra ekkert – þótt þátta-
röðin sé alveg grínlaus.
Þ
að getur verið erfitt að
ímynda sér að veröldin gæti
verið öðruvísi en hún er, en
forsenda þess að hlutirnir
breytist er að maður geti ímyndað
sér lífið öðruvísi og það getur verið
fjandanum erfiðara þegar manni
finnst lífið yfirþyrmandi – eins og
þegar maður veigrar sér við að tala
um alvarleg mál öðruvísi en hálf-
grátandi.
Brandarar
um minni-
hlutahópa
Að gefa
„boostinu“
upplyftingu
Fátt er betra en að fá sér heilsu-
drykk með ávöxtum á morgnana.
Settu skyr í blandara ásamt klaka
og ávöxtum eftir smekk. Til dæmis
má setja bláber, hindber, jarðar-
ber, melónur, banana eða epli
– svo fáein dæmi séu nefnd – og
ekkert er að því að blanda þessu
saman. Til að kóróna herleg-
heitin skaltu setja smá sítrónusafa
í drykkinn – kannski átta til tíu
dropa fyrir hvern hálfan lítra – það
mun hressa upp á drykkinn og
gefa ferskt bragð.