Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 11
hatur, kúgun og ofbeldi á netinu
Fréttir 11Helgarblað 4.–6. janúar 2013
n „Ógeðslega vont og sárt og ömurlegt“ n Ofstækið gegn jafnréttisbaráttunni n Hótunin um kynferðisofbeldi er beittasta vopnið n Tilraun til þöggunar
H
ildur Lilliendahl Viggósdóttir
hefur síðastliðið ár þurft að
þola svívirðingar netverja,
ofsóknir þeirra og hótanir.
Hún segir að enginn eigi
það skilið sem hún hafi þurft að þola.
„Enginn á það skilið að honum sé
óskað dauða eða sagt að drepa sig.
Svona á maður ekki að tala við fólk.
Að því sögðu, ef ég hefði farið um
internetið í mörg ár og kallað fólk
ógeð og tussur og hótað því ofbeldi
þá held ég að mér væri ekki eins mis-
boðið þegar aðrir segja þetta við mig.
En ég vona að ég verði aldrei svona
manneskja. Ef ég hefði verið það ætti
ég það samt ekki skilið, ekki frekar en
fólkið sem talar svona við mig. Það
á það enginn skilið að verða fyrir of-
beldi undir nokkrum kringumstæð-
um og þetta er ekkert annað en of-
beldi.“
Femínisma hefur vaxið ásmegin
Hildur hefur verið virk á netinu frá
árinu 2003 en varð ekki vör við svona
framkomu að neinu marki fyrr en
hún birti umdeilt albúm, þar sem
hún tekur saman og endurbirtir
meiðandi ummæli karla, undir for-
merkjunum Karlar sem hata konur.
„Reyndar var ég á Barnalandi árið
2005 og þegar einhver auglýsti eftir
stelpu til þess að passa barnið sitt
spurði ég hvort strákar væru síður
hæfir til þess að passa börn en stelp-
ur og fékk ég yfir mig holskeflu af
leiðindaathugasemdum um að ég
væri alltaf með eitthvert helvítis rauð-
sokkukjaftæði. Í dag er veruleikinn
annar á Barnalandi og þar eru flestir
femínistar núna.
Fyrir svona fimm árum var ég að
leita að einhverju á netinu og rakst á
þriggja ára gamla umræðu á málefn-
inu þar sem kona hafði tekið sig til og
talið hausa í Fréttablaðinu yfir morg-
unkaffinu. Viðbrögðin voru ofsalega
neikvæð og hatursfull. Þegar ég las
þetta var ég meðvituð um að á þess-
um tveimur árum hafði umræðan
þróast töluvert til hins betra.
Femínisma hefur vaxið ásmegin,
raddirnar hafa orðið háværari og
fengið greiðari aðgang að almennri
umræðu. Á sama tíma verða mót-
bárurnar meiri. Þegar samstaða
kvenna verður breiðari og raddir
þeirra sterkari þá rísa upp karlar sem
eru ekki hallir undir jafnrétti í reynd
og verða ofbeldisfyllri en áður. Þeir
eru hræddir um að missa völd sín,
forréttindastöðu þeirra er ógnað.“
Fjandsamleg umræða
Með aukinni umræðu um misrétti
og ummælum valdamanna sem af-
hjúpuðu fordóma og fáfræði á stöðu
kvenna að mati Hildar óx innra með
henni löngun til þess að láta í sér
heyra. „Þeir sögðu svo svívirðilega
hluti að ég upplifði algjört vonleysi til
að byrja með. Öll þessi orðræða var
svo fjandsamleg í garð þolenda kyn-
ferðisofbeldis að það var ekki hægt
að lifa við þetta. Í gegnum það varð
albúmið Karlar sem hata konur til.
Mig langaði til þess að standa upp og
gera eitthvað sem myndi ýta við sam-
félaginu.
Albúmið átti hins vegar aldrei
að verða stórt, ég hugsaði það bara
fyrir Facebook-vini mína sem voru
um 300 talsins og flestir femínískt
þenkjandi. En þremur dögum eftir að
ég birti albúmið sagði vinkona mín
að hún kíkti í það á hverjum degi til
þess að sjá hvort það hefði eitthvað
nýtt bæst við, það væri svo merkilegt
hvað ég væri að gera, henni liði mjög
illa yfir þessu en hún gæti ekki slitið
sig frá því. Þá rann upp fyrir mér að
ég var með tæki sem ég gæti kannski
gert eitthvað með.
Sú hugsun hafði verið að gerjast í
huga mínum þegar albúmið rataði á
fimmta degi inn á DV.is og það varð
þessi svakalega sprenging. Daginn
eftir var ég komin í sjónvarpsviðtal.
Nú eru liðnir tíu mánuðir og það sér
ekki fyrir endann á þessu.“
Ofbeldisfull orðræða hvetjandi
Fyrstu dagana var hún staðráðin í því
að standa af sér þetta hatur, allt það
ljóta sem fólk var að segja um hana á
internetinu, og gaf þessu svona fjóra
daga. „Svo leið tíminn og ég gaf þessu
viku,“ segir Hildur sem er trufluð í
miðri setningu þegar leikkonan Unn-
ur Ösp Stefánsdóttir þakkar henni
fyrir baráttuna. Hildur snýr sér aftur
að blaðamanni og heldur áfram: „Á
sama tíma hugsaði ég með mér að
ég tæki slaginn þar til áhuginn dytti
niður af því að málstaðurinn var mik-
ilvægur. Smám saman hefur þetta
orðið persónulegt, eftir því sem ég
verð meiri tákngervingur fyrir þessa
hugmyndafræði í hugum fólks þá
berst það gegn mér af meira afli. Það
er ógeðslega vont og sárt og ömurlegt.
En að sama skapi er það hvetjandi.
Vegna þess að þetta var það sem ég
ætlaði mér alltaf að koma á framfæri.
Það var þessi orðræða sem ýtti mér
út í þetta og mér virðist öðrum frem-
ur takast að draga hana fram. Ég hef
nægilegan stuðning og breitt bak til
þess að þola þetta. Þótt þetta sé bug-
andi og skelfilegt þá tel ég mig vita að
þetta hafi ekki tærandi áhrif á mig og
þess vegna finnst mér ég vera skyldug
til þess að halda áfram.“
Bönnuð á Facebook
Eitt af því sem hún hefur glímt við
er endurtekin bönn frá Facebook.
„Fyrstu fjögur skiptin sem mér var
hent út var ég bönnuð fyrir skjá-
myndir sem ég hafði tekið og endur-
birt á Facebook. Það er bannað sam-
kvæmt skilmálum Facebook nema
þú fáir til þess skriflegt leyfi. Þetta er
rosalega klikkuð regla og ég er þannig
þenkjandi að ef mér þykja reglur
heimskulegar þá læt ég á þær reyna.
En svo kom á daginn að ég kemst ekki
hjá því að verða blokkeruð því það er
allt morandi í strákum sem tilkynna
allt sem ég geri.
Ekki alls fyrir löngu sagði ég frá
því á blogginu að ég væri komin aftur
í bann og þá kommentaði einhver
strákur sem sagði að þar með væri
hálfur sigur unninn og spurði hvort
það væri ekki hægt að loka þessari
síðu líka, hvort það væri ekki hægt að
koma einhvern veginn í veg fyrir að
Hildur Lilliendahl gæti tjáð sig opin-
berlega.
Það að fólk reyni að halda mér frá
Facebook er til vitnis um samfélags-
legt vandamál og það að Facebook
skuli leyfa því að gerast er aftur á móti
áminning um að við eigum ekki Face-
book, við erum varan en ekki skjól-
stæðingar eða notendur, það er ver-
ið að selja okkur og við höfum ekkert
um það að segja.“
Í fimmta skiptið var hún bönnuð
fyrir komment á fréttamiðli þar sem
hún birti hlekk á mynd sem var
skömmu síðar eytt út af Facebook.
Nokkrum vikum seinna var hún sett í
bann fyrir hlekkinn sem var þá löngu
dauður og leiddi ekki að neinu nema
hvítri síðu. „Ég náði tali af Fred Wo-
lens, starfsmanni Facebook, á milli
jóla og nýárs og benti á að þetta væru
augljóslega mistök og fékk viður-
kenningu á því en ég er enn í banni
því ég hef í fortíðinni brotið reglur.
Þannig að Facebook er meðvitað að
refsa mér án þess að það sé stoð fyrir
því í skilmálunum og viðurkennir
það.“
Hatursfull ummæli
Barátta hennar fer fyrst og fremst
fram á internetinu, þar er hún á
heimavelli. „Ég verð fyrir áreiti af því
að ég er á internetinu en það er ekki
vegna nafnleysis. Fólk segir nafn-
laust að það langi til að kyrkja mig
með gaddavír en það segir undir
nafni að það langi til að berja mig
með sleggju í andlitið. Það er ekkert
rosalega mikill munur á því.
Þó er það þannig að í þau tvö
skipti sem mig hefur langað að
hafa samband við lögregluna, verið
brugðið og liðið verulega illa, þá
var það vegna nafnlausra ummæla.
Fyrst var það bréf sem ég fékk og
svo var það athugasemd á blogginu
mínu í nóvember þar sem einhver
sagðist vilja „facefucka“ mér þar til
ég ældi og brundur hans storknaði
í hálsinum á mér og löðrunga mig
á meðan. Þetta var mjög grafískt og
viðbjóðslegt og kom mér úr jafn-
vægi.“
Munurinn á þessari athugasemd
og öðrum felst í hugarástandinu út-
skýrir hún. „Sá sem segir djöfull væri
ég til í að kyrkja þig með gaddvír
eða það væri ágætt ef þú lentir und-
ir bíl helvítis hóran þín, skrifar eina
athugasemd í nokkrum orðum og
gengur svo burt sannfærður um að
hann sé voða töff. En sá sem skrifar
svona athugasemdir er búinn að út-
hugsa þetta. Hvar ertu staddur ef þér
tekst að búa til svona myndir í hug-
anum á þér, hvað ertu fær um að
gera?“
Auðvitað verður Hildur stundum
hrædd, meira að segja oft. „Ég er oft
hrædd,“ segir hún. „Ég er alltaf feim-
in ef ég er ein. Mér finnst óþægilegt
að vera einhvers staðar ein, að ganga
niður Laugaveginn ef ég er ein á ferð,
ef ég er ein um nótt þá get ég orðið
ofboðslega hrædd, allt í einu fund-
ist eins og alla í kringum mig langi
til að ráðast á mig. Það fylgir því að
verða fyrir svona ofboðslegu hatri á
internetinu, þú veist aldrei hver er að
ganga niður götuna á móti þér, hver
er að aka veginn þegar þú gengur yfir
hann. Jafnvel þótt fólk skrifi undir
nafni og mynd þá þekki ég það ekki
þegar ég stend með því í röð í Bónus
eða á barnum.
Ég get ekki vitað hvern langar
ofboðslega mikið að berja mig eða
drepa mig og hverja ekki. Ég veit það
að eitt að þeir sem gefa sig á tal við
mig gera það yfirleitt til þess að vera
huggulegir og sýna stuðning. En ég
veit ekki hvað aðrir eru að hugsa.“
Bleikir og bláir hjálmar
Þegar Hildur lítur til baka segir hún að
einna mestu lætin hafi verið í kring-
um frétt sem var skrifuð um bleika
og bláa hjálma. Þá var hún var beðin
um að lýsa skoðun sinni á þessu. Hún
vissi ekkert um málið en blaðamaður
kynnti það fyrir henni og hún sendi
skriflegt svar eftir stutta umhugsun.
„Í fréttinni var svohljóðandi tilvitnun
í mig: „Það græðir enginn á öðru
en að við komum fram við börn af
virðingu, hættum að draga þau í dilka
eftir æxlunarfærum og móta þau eftir
hefðbundnum kynhlutverkum.“
Fyrir vikið varð allt vitlaust
og kommentakerfið logaði,
athugasemdirnar voru mörg
hundruð talsins og um 3.700 manns
deildu þessari frétt.
Ég tók saman nokkur umæli, þar
sem mér var sagt að ég væri vangef-
in, að það ætti að henda mér, ég vældi
og grenjaði alveg út í eitt, ég væri van-
þakklát og athyglissjúk og ég ætti
ekki líf, ég væri tuðandi, ég væri öfga-
manneskja, ég hataði karla, ég væri
hægri sinnuð, ég væri kommúnisti,
ég ætti að geyma fingurinn í rassin-
um á mér og ég ætti að halda kjafti,
ég ætti að þegja, ég ætti að slappa af,
ég væri skaðvaldur, ég væri atvinnu-
laus, ég væri kynsvelt, fólk langaði til
að æla á mig og ég væri á leiðinni inn
á fæðingardeild með hreinsunareld.
Þetta gat ég búið til eftir snögga
yfirferð á athugasemdum við þessa
frétt þar sem ég sagði að við ættum
að koma fram við börn af virðingu og
forðast að draga þau í dilka.“
Ósannar ásakanir eru verstar
Það er því kannski ekki nema von að
hún spyrji: „Fólk sem kallar mig öfga-
fulla, fyrir hvað stendur það? Hvaða
skoðanir hefur það?
Stundum finnst mér það jafnvel
meira meiðandi og særandi þegar
fólk gerir lítið úr mér en að það sé
kurteist og málefnalegt. Þegar það
setur sig í stellingar og er yfir það
hafið að smækka mig niður í kyn-
færi mín og kalla mig tussu en segir
að ég hafi uppi karlfyrirlitningu, að ég
sé ofbeldisfull, hati augljóslega karla,
ég vilji ekki jafnrétti heldur yfirráð
kvenna, að ég sé skaðræðiskvikyndi
og svo framvegis.
Síðast í dag var maður sem hélt
því blákalt fram að ég hefði sagt að
konur fjarlægðu af sér skapahárin til
þess að ala á barnagirnd. Það finnst
mér viðbjóðslegt og ég myndi aldrei
segja þetta. Ég á ofboðslega erfitt
með að vera sökuð um eitthvað sem
ég hef ekki sagt eða gert. Það fer verr
í mig en nokkuð annað.“
Sóley sinnar kynslóðar
Hildur segist vera Sóley Tómasdótt-
ir sinnar kynslóðar. Á sínum tíma
þegar Sóley tók þennan slag þá
reifst Hildur stundum við hana.
„Þegar ég stóð í þessum sporum
sjálf þá öðlaðist ég nýja tegund af
virðingu fyrir henni. Ég finn hvað
hún hefur gert mikið til þess að
ryðja brautina fyrir okkur sem á
eftir komum. Þessi slagur var erf-
iðari þegar hún tók hann því þótt
það væri ekki eins opið aðgengi að
ofbeldi á netinu þá var mótstaðan
mikið breiðari.
Ég er í rosalegri forréttindastöðu
stöðu sem kona, ég er ekki fátæk, ég
er gagnkynhneigð, ég er fædd í rétt-
um líkama, ég er menntuð og bý á
Vesturlöndunum, ég er í rosalegum
forréttindahópi meðal kvenna á al-
heimsvísu en ef ég væri í pólitískri
valdastöðu eða valdastöðu í þjóð-
lífinu þá væri ég komin á toppinn
sem kona. Þegar ég ætla að fara að
vorkenna mér yfir ofbeldinu sem
ég sit undir á internetinu þá reyni
ég að rifja þetta upp. Á sama tíma
má það, að ég njóti forréttinda, ekki
verða til þess að varpa skugga á
misréttið sem ég verð fyrir.“
Misréttið er margskonar. Síðast
í desember var birt af henni mynd
þar sem hún var með glóðarauga
og bólgið nef en myndina má sjá
hér á opnunni.
„Það virðist vera ansi stór hópur
fólks á Íslandi sem finnst þetta
fyndið. Það er alltaf verið að reyna
að ógna mér, reyna að gera mig
hrædda, reyna að fá mig til þess að
gefast upp,“ segir Hildur en bætir
því við að lokum að það sé aðeins til
þess fallið að hvetja hana áfram. n
„Er oft hrædd“
n Þarf að þola svívirðingar, ofbeldi og morðhótanir
Hildur Lilliendahl Hildur var valin hetja ársins af lesendum DV vegna baráttu hennar
gegn kvenhatri. mynd Sigtryggur ari