Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2013, Blaðsíða 26
íþróttaliðum. Sumum finnst einn æðislegur en þola ekki annan. Þetta umhverfi er orðið svo óvægið. Ekki bara fyrir okkur fjölmiðlamenn heldur líka pólitíkusa og alla sem koma einhvers staðar opinberlega fram. Það sem mér finnst einna verst er að sumir í fjölmiðlaheim- inum hafa farið út í það að gagn- rýna opinberlega kollega sína. Það finnst mér algjörlega út í hött. Auð- vitað hef ég skoðanir á starfsfélög- um mínum, sama á hvaða miðli þeir eru, en ég rakka þá ekki niður á opinberum vettvangi. Við íþrótta- fréttamenn erum það fámenn stétt að við eigum að standa saman og vera almennilegir hver við annan.“ Adolf viðurkennir þó að hafa bæði heyrt og séð ummæli um sjálf- an sig sem honum hafi ekki staðið á sama um. „En það er nú einu sinni þannig að ef þér finnst gaman að láta hrósa þér þá þarftu líka að þola það að vera gagnrýndur.“ Stóð grátandi eftir leikinn Adolf segir gagnrýnina þó ekki skyggja á allt það sem hann hafi fengið að upplifa á sínum ferli. Það taki það enginn af honum. Adolf var til að mynda eini ís- lenski fréttamaðurinn sem fylgdi íslenska handboltalandsliðinu bæði á Ólympíuleikana í Peking árið 2008 og á Evrópumótið í hand- bolta í Austurríki árið 2010. „Ég vil meina að þetta séu stærstu augna- blikin í íslenskri íþróttasögu. Ég var reyndar líka þegar Vala Flosadóttir vann bronsið í stangarstökki og var sá fyrsti til að ná viðtali við hana.“ Hann segir það ógleyman- legt að hafa fengið að lýsa und- anúrslitaleiknum við Spánverja á Ólympíuleikunum 2008. Það hafi í raun verð stóri leikurinn þar sem þeir tryggðu sér verðlaun. „Það var þá sem ég stóð grátandi eftir leik- inn og danska sjónvarpið gerði inn- slag þar sem þeir sýndu mig, haus- lausan gjörsamlega, að lýsa þessum leik grátandi í lokin.“ „Ég segi það sem mér dettur í hug“ Upplifunin í Austurríki var líka dásamleg, að sögn Adolfs. Þar lét hann einmitt þessi fleygu orð falla um Alexander Petersson í lýs- ingunni á leiknum um bronsið: „Hvaðan kom hann!? Hvert er hann að fara!? Hvað er hann!?“ þegar hann stöðvaði hraðaupphlaup Pól- verja með miklum tilþrifum. „Alexendar hefur grínast með að við höfum gert hvor annan frægan,“ segir Adolf hlæjandi, en hann hefur látið mörg gullkornin falla í lýsing- um sínum gegnum tíðina. „Menn hafa spurt mig hvort ég sé með þetta tilbúið, en auðvitað getur maður það ekki. Þetta atvik var svo fáránlegt að það eina sem mér datt í hug var Súperman. Er þetta fugl? Er þetta flugvél? Nei, þetta er Súperman! Þá kom einhvern veginn upp í hug- ann: „Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann?“ Þetta gerðist algjörlega ósjálfrátt, þú getur ekkert búið þetta til. Þetta er það sem menn segja að sé bæði kostur- inn og gallinn hjá mér, ég bara segi hlutina. Ég bara tala, ég hugsa ekki. Ég segi bara það sem mér dettur í hug án þess að ritskoða það.“ Hann segir það forréttindi að fá að vera með á svona stundum, en að sama skapi sé mjög erfitt að að lýsa leikjum á mótum þegar illa gengur. Saknar þess að lýsa handboltaleikjum Adolf hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska liðið þegar hon- um finnst það ekki standa sig sem skyldi, en það hefur farið fyr- ir brjóstið á mörgum. Hann hrósar þó líka þegar honum þykir það við hæfi. Adolf viðurkennir að á Ólympíuleikum og frjálsíþrótta- mótum þar sem keppt er í mörg- um íþróttagreinum hafi hann ekk- ert alltaf vit á því sem hann er að lýsa. Það sé hins vegar ekkert annað hægt en að gera sitt besta, enda sérfræðingar ekki á hverju strái. „Þetta er bæði það skemmti- lega og það leiðinlega við að vera svona litlir eins og við erum. Mað- ur þarf að vera allt í öllu. Stundum tekur maður bara möppuna, kík- ir á reglurnar og reynir að átta sig á hlutunum.“ Hann segir íþróttafréttamanns- starfið mjög skemmtilegt en það fari þó eftir því hvernig verkefnin raðast. Hann saknar þess til dæmis töluvert að lýsa handboltaleikjum. „Mér finnst svolítil synd að ég hef aðeins lýst einum leik með íslenska landsliðinu í handbolta síðustu þrjú árin. Frá því í Austurríki hef ég bara lýst einum leik í sjónvarpi. Það hafa breyst áherslurnar.“ Erfitt að koma heim af stórmótum Aðspurður hvort hann telji þá gagnrýni sem hann hefur feng- ið hafa haft einhver áhrif, segist hann ekkert geta sagt til um það. Hann geri sér fyllilega grein fyr- ir því að fólk hafi skiptar skoðanir á honum, en sjálfur fái hann oft að heyra að hans sé sárt saknað úr lýs- ingunum. „Þetta er svo stór hluti af manni, en ég hef verið með strák- unum á átta stórmótum. Þetta er svo djöfull gaman, að vera á svæð- inu,“ segir Adolf dreyminn. Hugur- inn hefur greinilega leitað til baka á eitthvert stórmótið. „Eins og þetta er skemmtileg vinna þá er líka rosa- lega erfitt að koma heim af svona mótum, setjast við skrifborðið sitt daginn eftir að maður lendir og kveikja á tölvunni. Maður bugast!“ segir Adolf að lokum. Þó meira í gríni en í alvöru. Enda virðist ekki hann vera maður sem bugast auð- veldlega. Við kveðjumst, og þrátt fyrir að Adolf hafi í viðtalinu oft- ar en einu sinni minnst á kílóin tíu sem hann þurfi að missa til að fá að leika Frank-N-Furter aftur opinber- lega, getur blaðamaður ekki betur séð en að hann skokki léttfættur í átt að bíl sínum. n 26 Viðtal 4.–6. janúar 2013 Helgarblað Saknar handboltans Adolf hefur ekki lýst nema einum leik íslenska landsliðsins í hand- bolta síðan á EM í Austurríki árið 2010. Hann viðurkennir að hann sakni þess. Barnakarl Hér er Adolf með yngri börnunum sínum, Marinó Inga og Þórkötlu Rögnu. Hann segist vera mikill barnakarl og væri alveg til í eitt í viðbót. Konan segir þó nei við því.„Mér finnst svo- lítil synd að ég hef aðeins lýst einum leik með íslenska lands- liðinu í handbolta síð- ustu þrjú árin. „En það er nú einu sinni þannig að ef þér finnst gaman að láta hrósa þér þá þarftu líka að þola það að vera gagnrýndur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.