Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 1
vf.is
| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.ALLT AÐ
KG45
Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin
virka daga kl. 09-17
Auglýsingasíminn
er 421 0001
FIMMTUdagUrInn 29. nóveMber 2012 • 47. TölUblað • 33. árgangUr
WWW.N1.IS
ÞÚ FÆRÐ VETRARDEKKIN
HJÁ N1!
Opið: virka daga 11-18 Heilsuform Reykjanesbæ, Krossmóum
VINSÆLASTI ORKUDRYKKUR Á ÍSLANDI Í DAG!
R E Y K J A N E S BÆ
Hin sívinsæla Jólalukka Víkurfrétta er hafin með fleiri vinningum en
nokkru sinni fyrr í tólf ára sögu þessa vin-
sæla skafmiðaleiks sem vart þarf að kynna
fyrir Suðurnesjamönnum. Sextán versl-
anir og fyrirtæki í Reykjanesbæ bjóða upp
á Jólalukku í ár.
Vinningar eru 5200 talsins og heildarverð-
mæti þeirra er vel yfir 5 milljónir króna. Þar
af eru 12 Evrópuferðir með Icelandair, 16
gjafabréf í Nettó eða Kaskó að upphæð 15
þúsund krónur hvert. Stærsta gjafabréfið er
upp á 100 þúsund krónur í Nettó Njarðvík.
Auk þess er fjöldi annarra vinninga, smærri
og stærri. Þessi skemmtilegi og viðamikli
jólaleikur hefur verið samstarfsverkefni
Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum og er
markmið hans að auka jólastemmninguna
í desember. Þeir sem gera jólainnkaup í
þeim verslunum sem bjóða Jólalukkuna
geta átt von á glæsilegum vinningum. Nettó
og Kaskó, verslanir Samkaupa hafa verið
stærstu samstarfsaðilar Víkurfrétta í Jóla-
lukkunni og koma myndarlega að henni
eins og undanfarin ár með samstarfsaðilum
sínum eins og Ölgerðinni og Vífilfelli sem
hafa verið með frá upphafi.
Fyrirkomulagið í Jólalukkunni er einfalt.
Þegar verslað er fyrir 5000 krónur í þeim
verslunum sem taka þátt í Jólalukkunni fá
viðskiptavinir afhentan Jólalukkumiða og
sjá um leið hvort vinningur er á miðanum.
Fólk getur þá nálgast vinninginn strax hjá
viðkomandi verslun eða þjónustuaðila. Ef
það leynist hins vegar ekki vinningur á mið-
anum er ekki öll von úti því hægt er að
setja nafn sitt á bakhlið miðans og skila
honum í lukkupotta sem staðsettir eru í
Kaskó og í Nettó. Úr lukkupottunum verða
dregnir veglegir vinningar þrisvar sinnum
fram að jólum. Vinningar í úrdrættinum
eru m.a. 100 þúsund króna matarúttekt, þrír
Evrópufarmiðar með Icelandair og fleiri
góðir vinningar. Heildarverðmæti vinninga
í Jólalukkunni er yfir 5 milljónir króna. Auk
þeirra verslana sem taka beinan þátt í Jóla-
lukkunni eru fjölmörg fyrirtæki á svæðinu
sem leggja til vinninga. Leikurinn stendur
yfir fram að jólum eða á meðan upplag miða
endist.
Jólalukkan fæst á eftirtöldum stöðum:
Nettó, Kaskó, Kóda, K-sport, Gallerí Kefla-
vík, Georg V Hannah, Skóbúðinni, Lyfju,
Efnalauginni Vík, Eymundsson, Lyfjum og
heilsu, Krummaskuði, Omnis, SI Verslun,
Heilsuform og Bílahóteli.
Nánari upplýsingar um Jólalukkuna er að
finna í auglýsingu í Víkurfréttum og á skrif-
stofu VF.
Yfir 5 þúsund vinningar í Jólalukku VF
2012Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
Skafðu og þú VeiSt Strax
hVort þú hefur unnið!
gleðilega hátíð!
Jólalukka Víkurfrétta 2012
Umhverfisvænn og öflugur háhitabor borar á Reykjanesi
Öflugasti háhitabor á Íslandi og jafnframt sá umhverfisvæn-asti var formlega tekinn í notkun á Reykjanesi á þriðju-
dag. Við sama tækifæri afhjúpaði Ólafur Ragnar Grímsson
nafn borsins, en hann hlaut nafnið Þór. Jarðboranir hf. eru
eigandi borsins og fyrstu þrjú verkefni hans hér á landi verða
á Reykjanesi fyrir HS Orku. Borinn mun bora tvær holur og
verður notaður við að laga þá þriðju.
Þór er fyrsti háhitaborinn á Íslandi sem knúinn er af raforku en
til þessa hafa borar fyrirtækisins eingöngu notað díselolíu. Borinn
hefur getu til að bora lengri stefnuboraðar holur en fyrri borar og
er með því móti umhverfisvænn með margvíslegum hætti. Við
hverja holu sem borinn borar sparast um 50-60 milljónir króna í
kaupum á díselolíu og þar með sparast gjaldeyrir.
Verkefnin á Reykjanesi eru til að tryggja rekstraröryggi Reykjanes-
virkjunar og þeirra tveggja 50 MW hverfla sem þar eru nú í notkun
og einnig til að útvega næga gufu fyrir þriðja 50 MW hverfilinn
sem staðið hefur ónotaður í virkjuninni sl. tvö og hálft ár.