Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2012, Side 2

Víkurfréttir - 29.11.2012, Side 2
AÐVENTA • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 FRÉTTIR n Hjúkrunarheimili byggt í Reykjanesbæ: LJÓSIN TENDRUÐ Ljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi laugardaginn 1. desember kl. 17:00. Dagskrá: Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kór 4. bekkjar Holtaskóla Sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter afhendir jólatréð. Tendrun: Alísa Rún Andrésdóttir nemandi úr Akurskóla. Ávarp: Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs. Jólahljómsveit TR flytur jólalög og stjórnar dansi í kringum jólatréð. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum. Heitt kakó og piparkökur. BÓKAKONFEKT 2012 Árlegt Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar verður í listasal Duushúsa sunnudaginn 2. desember kl. 14:00. Þeir höfundar sem lesa úr nýútkomnum bókum eru: Auður Ava Ólafsdóttir, Gerður Kristný, Marta Eiríks- dóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Jólaseríurnar sjá um tónlistarflutning; söng og flautuleik og boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi. Bókakonfekt er styrkt af menningarráði Suðurnesja og unnið í samstarfi við menningarfulltrúa Reykjanes- bæjar og Eymundsson, sem selur verk höfundanna á staðnum. Nesvellir Ökklasokkarnir sitja sérlega vel á fætinum. Neto ð efni ofan á ristinni til að auka loftun. Hællinn er formaður eftir fætinum og er sérbólstraður. Þægilegur stuðningur undir ilina svo sokkurinn sitji enn betur. Saumlaus bólstrun í kringum tærnar og undir tábergið. Dr. Comfort heilsusokkar Sérhannaðir fyrir þá sem hafa sykursýki, gigt, bjúg, taugakvilla og/eða skert blóð æði í fótum, en henta líka öllum þeim sem vilja þægilega og vandaða sokka. Tátiljur Venjulegir Ökkla Einstaklega þægilegir Geta minnkað bjúg Saumlausir og hlífa fótunum mjög vel Innihalda bambus-koltre ar Geta minnkað vandamál tengd blóðrás Geta minnkað þreytu og verki í fótum Stuðla að þægilegu hita- og rakastigi Hamla vexti örvera og minnka lykt Endingargóðir og halda sér vel Eru til í X-vídd fyrir þá sem hafa breiða fætur X-vídd Nýtt! Hnésokkar Reykjanesbæ Komdu á kynningu á sokkunum frá Dr. Comfort 3. des frá kl. 15-18 Vinna við uppste ypu og annan áfanga framkvæmda við hjúkrunarheimilið á Nes- völlum í Reykjanesbæ gengur vel. Hafin er vinna við að steypa veggi fyrstu hæðar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Verktaki síðasta áfanga, Hjalti Guðmunds- son ehf, hefur nú lokið fram- kvæmdum við fyrsta áfanga og er honum þakkað gott framlag. Nýr verktaki, ÍAV hf hefur nú tekið við verkframkvæmdum næsta áfanga, sem felst í að steypa upp þrjár hæðir og ganga frá húsinu að utan, með gluggum, klæðn- ingu og þakfrágangi. Gert er ráð fyrir að vinnu við þennan áfanga verkefnisins verði lokið haustið 2013. Ef aðstæður í veðurfari yfir vetrarmánuði hamla ekki fram- kvæmdum, er gert ráð fyrir að steypuvinnu verði að mestu lokið á vormánuðum, en þá taki við klæðning hússins að utan. Næsta útboðsverk er við frágang hússins að innan, en í því felst fullnaðarfrágangur á gólfum, veggjum, loftum, lögnum, kerfum og innréttingum. Stefnt er að því að útboð þessa áfanga fari fram í febrúar næstkomandi. Í hjúkrunarheimilinu verða sex litlar einingar með 10 hjúkrunar- rýmum, hver eining með sinni setustofu, eldhúsi, þvottahúsi og borðstofu. Samtals verður því að- staða fyrir 60 einstaklinga, en gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka það um 20 rými til viðbótar með því að bæta fjórðu hæðinni ofan á núverandi hús. UppsTeypa gengUR vel Mikil aukning hefur orðið á fjölda samskipta hjá geð- og sál-félagslega teymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og eftirspurn heldur áfram að aukast. Nú bíða um 150 manns eftir viðtölum við geðhjúkrunarfræðinga og/eða sálfræðinga hjá stofnuninni. Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS, segir þó ánægjulegt að inn- lögnum íbúa af Suðurnesjum á geðdeild LSH hefur fækkað umtalsvert sem er væntanlega hægt að þakka öflugri geð- og sálfélagslegri starfsemi í heimabyggð. InnlögnUm á geðdeIld FRá sUðURnesjUm FækkaR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.