Víkurfréttir - 29.11.2012, Page 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA 15
SÍMI: 426 5560 WWW.BRYN.IS NETFANG: BRYN@BRYN.IS
ALLIR VELKOMNIR
JÓLASÝNING NEMENDA
2012
Sunnudaginn 2. desember
kl. 14:00 og kl. 16:30
ANDREWS LEIKHÚS,
FLUGVALLARBRAUT 700, ÁSBRÚ
Miðaverð Kr.1700*
*Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
LISTDANSSKÓLIREYKJANESBÆJARBRYNBALLETTAKADEMÍAN
Vorönnin hefst
mánudaginn 7. jan.
SKRÁNING ER HAFIN
TAKMARKAÐ PLÁSS!
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ NÝJA OG
GAMLA NEMENDUR Á NÝJU ÁRI 2013
Gleðilega hátíð!
og áður segir er bærinn vinsæll
meðal ferðamanna allt árið um
kring og þannig vilja Bath-búar
hafa hlutina. Nú fyrir skömmu var
jólaþorpi skellt upp á miðju torg-
inu fyrir framan stóru og fallegu
kirkjuna og þegar eru rúturnar
farnar að streyma að með verslun-
arglaða Lundúnarbúa innanborðs.
Jólabarnið ég lét mig ekki vanta
þegar þorpið var opnað í beinni
útsendingu í einhverjum vinsælum
sjónvarpsþætti. Því miður mætti
ég of seint og komst hvergi nærri
miðbænum. Það var engu líkara
en páfinn sjálfur væri í heimsókn.
Ég fór þó einhverjum dögum síðar
og drakk í mig jólastemninguna,
reyndar drakk ég stemninguna í
mig í formi drykkjarins Glühwein
sem vinsæll er í þýskumælandi
löndum og víðar í Evrópu, yljandi
drykkur sem Íslendingar ættu
að bjóða upp á í meira mæli.
Fólkið hérna í Bath er ótrúlega
indælt og afar forvitið um Ísland.
Oftar en ekki er það líka þannig
að maður endar á spjalli við
ókunnuga eftir að viðkomandi
hefur giskað á hvaða tungumál
við séum að tala. Aðeins tekur
um eina og hálfa klukkustund
að ferðast hingað frá London
og myndi ég hiklaust mæla með
dagsferð hingað fyrir hvern sem
er. Til viðbótar við það sem að
ofan er talið þá eru hér góðar
verslanir sem henta vel fyrir Ís-
lendinginn og hér eru ógrynni
af veitinga- og kaffihúsum, líka
McDonalds og Starbucks. Því
miður er þó ekki Cheesecake
factory hérna enn sem komið er.“Bath er glæsilegur staður
með góðum verslunum.
Dúfurnar eru
vinalegar
líkt og íbú-
arnir.
Eitt af þessum fallegu húsum í hlíðum borgarinnar. Ljósmyndir: Eyþór Sæmundsson