Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 29.11.2012, Blaðsíða 35
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 29. nóvember 2012 • AÐVENTA 35 Mikið úrval af gjafavörum sem gleðja um jólin Viltu gleðja elskuna þína með fallegri jólagjöf? Lyf og heilsa eru með mikið úrval gjafavara fyrir dömur og herramenn. www.lyfogheilsa.is Keflavík PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 23 31 9 eða hvað ? Starfsmenn óskast til starfa í nýstofnaða fersk skvinnslu sem staðsett er í nágrenni Helguvíkurhafnar. Störn eru m. a. við slægingu, vélökun, snyrtingu og pökkun. Reynsla af skvinnslu eða lyftararéttindi er kostur, en ekki skilyrði. Umsækjendur sendi umsókn á info@halldorseafood.com, með upplýsingum um reynslu og fyrri störf eða ha samband í síma 695-3863. STARFSMENN ÓSKAST „Eftir langa bið“ er fyrsta sóló- plata Hreims. Þetta er einlæg og melódísk plata og allt eru þetta lög eftir Hreim sjálfan. Einn textinn á plötunni er eftir afa Hreims, Vil- hjálm S.V. Sigurjóns, og svo eru textar eftir Hannes Hafstein, Stefán Hilmars, Rúnar Eff og Braga Berg- mann. Þessi plata er búin að vera lengi í smíðum eða síðan í sept. 2004 og því fékk hún þennan titil. Lögin „Agndofa“ og „Þegar þú ert hér“ hafa þegar hljómað á öldum ljósvakans og vöktu mikla athygli fyrir einlægar útsetningar og skemmtilega laga- og textasmíð. Lagið „Góða nótt“ semur Hreimur eftir texta afa síns en sá texti er lík- legast saminn um 1970 en þetta er einlægt og fallegt ljóð um æskuástir, lagið er samið árið 2000. Það sama ár var Hreimur að glugga í gamalli bók er hann rakst á gamalt ljóð eftir Hannes Hafstein „Gamlárskveðja“ en lagið varð fljótt til á þetta epíska ljóð. Hreimur fékk einmitt Jogvan Hansen til liðs við sig í þessu lagi og syngur Jogvan með honum ásamt því að leika á fiðlu. Flest allir bestu vinir Hreims úr tónlistarbransanum verða honum til halds og trausts á þessum tón- leikum og það er nokkuð ljóst að hann mun eflaust leika eitthvað af sínum bestu lögum í bland við nýju plötuna sína. Tónleikarnir verða föstudaginn 30. nóvember og hefj- ast kl. 21:00. Miðaverð kr. 2.000 og er miðasala við innganginn. Hreimur með tónleika í Kvikunni Sýning á Hlévangi Stefán Árni Sigurðsson íbúi sýnir handverk sitt á Hlévangi sem hann hefur unnið á síðast- liðnum árum. Stefán greindist með MND sjúkdóm fyrir 20 árum. Stefán er ótrúlega duglegur og iðinn við handverk, þrátt fyrir sjúkdóm sinn. Sýningin er frá 29. nóvember til 6. desember kl. 13:00- 17:00 á Hlév- angi, Faxabraut 13 í Reykjanesbæ. - auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur ÞARFTU AÐ AUglýsA? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.