Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 16

Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 16
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR16 Margir taka ákvörð- un um að snúa fjár- málum heimilisins úr mínus í plús. Þau finna sig knúin til að bæta aðstæðurnar til að losna undan álagi og stressi sem getur fylgt fjárhagsáhyggjum. Upp- lýsingar um hvernig við bætum fjár- mál er líka auðvelt að nálgast. Til er mikið magn af greinum og efni í bókum, tímaritum og á veraldar- vefnum sem gefur okkur góðar og einfaldar hugmyndir til að setja okkur raunhæf markmið og gera yfirlit. Það er auðvelt að leggja af stað þegar við höfum tekið slíka ákvörðun. Vilj- inn er mikill og öflugur og verkið virðist auðvelt. En fyrir marga er viljinn ekki endalaus. Við þurfum að reka heimili og takast á við dagleg störf. Hversdagsleg þreyta og álag dregur úr okkur kjark og vilja til að laga fjármálin. Þegar við erum þreytt, önug og viljalítil eru meiri líkur á að við hættum öllum sparnaðarleiðum og allar ákvarðanir um fjárhagsá- ætlanir fjúka út í veður og vind. Við gefumst upp á átakinu. Ein af mörgum góðum aðferðum til þess að gefast ekki upp á miðri leið er að gera ráð fyrir þreytunni. Við viðurkennum fyrir sjálfum okkur að það kemur staður og stund þar sem við verðum önug, þreytt og stressuð og langar að gefast upp eða hætta. Þegar við finnum fyrir þessari þreytu og vonleysi er nauðsynlegt að slaka á, safna kröftum og ná áttum. Hér eru fimm hagnýt atriði sem nota má til að forðast uppgjöf. Við einföldum óyfirstíganleg verk- efni með því að hluta þau niður í stutt tímabil. Við framkvæmum svo eitt lítið verkefni í einu. Til að höggva niður skóg þá tökum við eitt tré í einu. Við gefum okkur verðlaun fyrir hvert lokið verk. Erfið markmið verða auð- veldari ef við höfum eitthvað til að hlakka til. Góð slökun, góður matur eða sjónvarpsþáttur eftir erfiðan dag gæti breytt öllu fyrir okkur. Við segjum öðrum frá því hvað við erum að gera. Við erum ekki að kvarta heldur útiloka að við verðum þau einu sem vita um þreytu og álag dagsins. Ræðum við vini okkar sem eru góðir hlustendur. Líkur eru á að þeir hvetji okkur áfram og hrósi fyrir hvert lokið verk. Leitið leiðsagnar. Vanþekking og óvissa er ein af algengustu ástæðum þess að við stoppum eða hættum. Oft þarf ekki annað en smá spjall til að verða viss og halda áfram. Við umgöngumst duglega fólkið. Drífandi fólk hefur jákvæð áhrif á líðan okkar. Við gerum okkar besta til að halda áfram. Þrátt fyrir að það sé erfitt að ná erfiðum markmiðum þá er ennþá erfiðara að byrja aftur ef við hættum eða tökum of langa hvíld. Við getum tekið stuttar pásur eða minnkað markmiðin til að fá kraft til að halda áfram. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar Þökkum ykkur fyrir frábærar mótttökur Glæsilegar nátturulegar vörur fyrir húð og hár Nýtt Eucerin® VOLUME-FILLER – fyrir unglegra útlit. Byltingarkennd formúla með Magnolol, Oligo peptíd og Hyaluronsýru endurheimta stinnleika húðarinnar og endurmóta útlínur. Innblásið af meðferðum húðsjúAkdómalækna. www.eucerin.com/volume-filler Meiri fylling – fyrir unglegra útlit Eins árs afmælistilboð 20% afsláttur 20% afsláttur OptiBac inniheldur aðeins vel rannsakaða góðgerla með sannaðri virkni Þú finnur réttu OptiBac vöruna fyrir þig hjá okkur! • Við lofti í maga og þembu. • Til að stöðva niðurgang. • Áhrifarík og fljótvirk leið gegn hægðatregðu. • Til að ná niður Kandíta sveppi á áhrifaríkan hátt. • Til að styrkja ónæmiskerfið og daglega þarmaheilsu. • Fyrir þá sem taka sýklalyf. Nýtt í Apóteki Suðurnesja 20% afsláttur Dr Organic – Rose Otto náttúrulegar húðvörur • Rose Otto frá Dr Organic eru marg verðlaunaðar náttúrulegar húðvörur • Mjúkar og nærandi • Án allra skaðlegra aukaefna Útsölustaðir: Heilsuver, Suðurlandsbraut 22, Árbæjarapótek, Hraunbæ 115, Lifandi Markaður, Borgartúni og Hæðarsmára. • Rose Otto frá Dr Organic eru margverðlaunaðar náttúrulegar húðvörur. • Mjúkar og nærandi. • Án allra skaðlegra aukaefna. til 6. desember í Apóteki Suðurnesja Aðeins fáanlegar í snyrtivöruverslunum, snyrtistofum & apótekum Vöruúrvalið má sjá á www.artdeco.com & á facebook.com/artdeco/island Afmælis vikuna verður ARTDECO með Góða kaupauka & Flott tilboð HRINGBRAUT 99 - REYKJANESBÆR Það var rífandi stemmning og mikil traffík í verslunum í Reykjanesbæ á „kósýkvöldi“ en tugur verslana bauð tilboð og af- slætti sl. fimmutdagskvöld og var opið til kl. 22. Að sögn Kristínar Kristjánsdóttur í versluninni Kóda hitti þetta fram- tak verslana í mark því margir við- skiptavinir mættu og gerðu góð kaup. Kvenfólk, sem alla jafna stýrir jólainnkaupum heimilanna, ætlaði greinilega að nýta þetta tækifæri og mátti sjá nokkra vinkvennahópa saman á röltinu í góða veðrinu á Hafnargötunni. Þann 30. nóvember nk. verður elsku mamma okkar Soffía G. Ólafsdóttir 70 ára og af því tilefni verður hún með opið hús í Sam- komuhúsinu Garði frá kl. 19.00. Þeir sem vilja fagna með þessari lífsglöðu konu eru hjartanlega velkomnir. Gjafir eru afþakkaðar, en söfn- unarkassi verður á staðnum fyrir þá sem vilja láta eitthvað af hendi rakna og mun afraksturinn renna til Hjartadeildar Landspítalans til að bæta aðbúnað og öryggi sjúklinga á hjartadeildinni. Ólafur, Klemenz, Hlíðar og Ína. -póstkassinn pósturu vf@vf.is n Haukur Hilmarsson, ráðgjafi skrifar: Fjármál heimilanna - Gerum ráð fyrir þreytunni Soffía 70 ára Brjálað að gera á „kósý- kvöldi“ Betri bæjar -fréttir Eitt fyrsta fjölbýlishúsið fyrir almennan markað sem hefur verið klárað eftir hrun er við Krossmóa 5 í Reykjanesbæ.„Það hljóta að vera góðar fréttir fyrir byggðalagið,“ segir Áslaugur Einarsson, framkvæmdastjóri ÁÁ verktaka. Hann segir að kapp- kostað hafi verið að fá í verkið heimafólk og það hafi gengið vel og mælst vel fyrir. Húsanes ehf hafði byggt húsið og ÁÁ verk- takar síðan keyptu það uppsteypt af Íbúðalánasjóði í fyrra. „Þá var almennt rólegt hjá fyrirtækjum í þessum bransa svo að við vildum skapa okkur vinnu. Blokkin er á besta stað. Hér leikskóli við hlið- ina, stutt á Nesvelli, verslunar- kjarni nálægt og þetta er mjög miðsvæðis,“ segir Áslaugur. „Menn voru stórhuga“ Áslaugur segir að menn hafi verið stórhuga og með stefnu á uppbygg- ingu á erfiðum tímum á Suður- nesjum. Tveir verktakar hafi einnig komið að verkinu, R.H. innrétt- ingar og S.I. verktakar. Svo bættust við eftirtalin fyrirtæki sem saman áttu veg og vanda að því að klára verkið: Kollgáta ehf, Studioola ehf, Ellert Skúlason ehf., Benni pípari eh., H. Helgason ehf og Hjalti og synir ehf. „Þetta er búið að ganga eins vel og óskað var í upphafi. Efnisval og innviðir eru mjög vönduð og vinnbrögð líka,“ segir Áslaugur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum í tveimur stiga- göngum með samtals 25 íbúðum. 11 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja, eru í vesturhluta og 14 íbúðir í austurhluta. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með fallegum innrétt- ingum, vönduðu parketi og flísum á gólfum. Auk þess er lyfta í húsinu. 11 íbúðir verða tilbúnar í desember og hinn áfanginn í maí. Geta keypt húsbúnaðinn Fasteignasalan Stuðlaberg hefur íbúðirnar til sölu, en hún er í eigu Guðlaugs H. Guðlaugssonar. Hall- dór Magnússon, fasteignasali hjá Stuðlabergi, segir tvær íbúðir hafa verið innréttaðar á sem heimilis- legastan hátt, með húsgögnum og heimilistækjum og einhverjum myndum á veggjum þegar þær voru sýndar síðastliðinn laugar- dag. Væntanlegir kaupendur hafi val um hvort þeir vilji kaupa á góðu verði þann húsbúnað og tæki sem þar voru. Fjöldi manns hafi komið að skoða og mikill áhugi var á íbúðunum. Það hafi verið breiður hópur fólks á öllum aldri. n Uppbygging á erfiðum tímum: „Blokk á besta stað“ Áslaugur Einarsson, framkvæmdastjóri ÁÁ verktaka og Halldór Magnússons, fasteignasali hjá Stuðlabergi. tvær íbúðir hafa verið innréttaðar á sem heimilislegastan hátt, með húsgögnum og heimilistækjum og einhverjum myndum á veggjum þegar þær voru sýndar síðastliðinn laugardag. Væntanlegir kaupendur hafi val um hvort þeir vilji kaupa á góðu verði þann húsbúnað og tæki sem þar voru.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.