Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 30

Víkurfréttir - 28.11.2013, Side 30
fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR30 -íþróttir pósturu eythor@vf.is -molar ÍRB sigursæl á ÍM25 uÍslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug var haldið um síð- astliðna helgi. Lið ÍRB þrefaldaði fjölda verðlauna sinna frá árinu 2012, en sundfólk ÍRB vann sam- tals 41 verðlaun á mótinu í ár. ÍRB vann flest verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki. Liðið átti næstflesta Íslandsmeistara karla og þriðju flestu Íslands- meistara kvenna. Í heildina var liðið með 31% allra verðlauna sem veitt voru á mótinu. Lið ÍRB var skipað 30 sundmönnum og var fjölmennasta liðið á mótinu. ÍRB keppendur á mótinu voru á aldrinum 11-18 ára en liðið er ungt og efnilegt. 10 sundmenn náðu í landsliðs- verkefni. Einnig náðust lágmörk fyrir Norðurlandameistaramót unglinga sem fram fer í Fær- eyjum í næstu viku. Eins náðust lágmörk á Evrópumeistara- mótið. Fjögur Íslandsmet í ald- ursflokkum voru sett á mótinu af sundmönnum ÍRB. Mörg ÍRB-, Keflavíkur- og Njarðvíkurmet voru svo slegin. ÍRB vann brons í öllum átta boðsundunum á mótinu en í fyrra unnust engin verðlaun í boðsundi hjá liðinu. Keflvíkingar sópuðu að sér verðlaunum u 17 keppendur úr íslenska taekwondo landsliðinu kepptu á Scottish Open mótinu um helg- ina og þar af voru 13 frá Kefla- vík. Skemmst er frá því að segja að allir íslensku keppendurnir fengu verðlaun og sumir kepp- endur fengu nokkur verðlaun. Keflvíkingar voru sérstaklega sigursælir en af þeim 36 verð- launum sem íslenska liðið hlaut, þá unnu Keflvíkingar 31. Íslenska landsliðið var með besta árangur allra liða í tækni (það voru bara Keflvíkingar að keppa í tækni), annan besta árangur liða í bardaga og annan besta saman- lagðan árangur. Það er ótrúlega góður árangur, sérstaklega í ljósi þess að mörg önnur lið voru mun stærri en íslenska liðið. Alls tóku um 40 lið þátt í mótinu. Árangur íslenska liðsins Gull – 18 (Keflavík var með 16 af þeim) Silfur – 10 (Keflavík – 8) Brons – 8 (Keflavík – 7) Ásmundur íþrótta- maður Mána 2013 uÁsmundur Ernir Snorrason var valinn íþróttamaður Mána 2013 á aðalfundi félagsins sem haldinn var miðvikudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Ás- mundur náði mjög góðum ár- angri á árinu og þar má helst telja að hann varð tvöfaldur Íslands- meistari á Íslandsmótinu sem haldið var á Akureyri í sumar. Hann varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum. Einnig náði hann silfri í fimmgangi. Tvær efnilegar hestaíþrótt- astúlkur hlutu árangursverð- laun fyrir mjög góðan árangur á árinu: Jóhanna Margrét Snorra- dóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur og einnig Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir. Þess má til gamans geta að Ásmundur Ernir og Jóhanna Margrét eru systkini og Gyða Sveinbjörg er frænka þeirra. Fjölskyldan á Akureyri „Ég fer aðallega á þrjá staði þegar ég er hér fyrir sunnan; Reykjanes- höllina, Íþróttahús Reykjanesbæjar og til Magga dómara [Þórissonar] að borða,“ segir Heiðar og hlær. Hann segir að honum líði mjög vel hér og hafi fengið góðar móttökur. Aðstæður séu góðar, krakkarnir frábærir og tilbúnir að leggja mikið á sig. „Hér ríkir mikil knattspyrnu- menning og það er gaman að koma inn í hana. Foreldrarnir eru mjög áhugasamir og vilja allt gera fyrir börnin sín.“ Sjálfur á Heiðar og eiginkona hans, Inga María Gunnarsdóttir, þrjú börn á aldr- inum 3 - 11 ára. Fjölskyldan hans býr á Akureyri þar til Inga María klárar nám í grafískri hönnun við Myndlistarskólann þar næsta vor. „Við fluttum þangað árið 2011 og leigjum húsið okkar í Hafnarfirði þangað til í mars. Þá flytjum við aftur heim,“ segir Heiðar. Býður upp á alþjóðlegt námskeið Heiðar er metnaðarfullur og ætlar að bjóða upp á námskeið undir merkjum Coerver Coaching í Reykjaneshöll 27. - 29. desember. „Coerver Coaching er æfinga- áætlun í knattspyrnu sem starfar út um allan heim og er undir áhrifum frá kennslu Wiel Coerver. Alfred Galustian og Chelsea goðsögnin, Charlie Cooke, stofnuðu þetta árið 1984.“ Heiðar segir að frá stofnun hafi 8 sjónvarpsþættir á jafn mörgum tungumálum verið gerðir um þessa aðferð, auk myndbanda, mynddiska og bóka á 12 tungu- málum. Þá hafi 1,5 milljónir barna og þjálfara tekið þátt í námskeiðum Coerver Coaching sem hefur verið samstarfsaðili Adidas í 20 ár. Ávinningurinn barna og foreldra „Þessi hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sér- staklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum. Einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum. Einblínt er á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum. Virtustu knattspyrnusambönd heims, leikmenn, sérfræðingar og félög viðurkenna þetta og mæla með því,“ segir Heiðar og bætir við að ýtt sé undir sjálfstraust og sköp- unargleði hjá leikmönnum með því að gera leikinn skemmtilegan á æfingum. Góður íþróttaandi sé ríkjandi og virðing fyrir öllu í ör- uggu og lærdómsríku umhverfi. „Ávinningurinn er ekki einungis iðkenda heldur einnig foreldra. Börnin auka leikfærni og njóta íþróttarinnar óháð eigin getu. For- eldrarnir fá gæði fyrir fjármuni sína því framfarir verða miklar og skýrar hjá börnunum. Auk þess fæst besta æfing og kennsluáætun í færni knattspyrnumanna sem völ er á í dag,“ segir Heiðar og er sann- færður um góð viðbrögð. Heiðar Birnir Torleifsson hóf formlega störf fyrsta nóvember sem þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur. Ásamt því er hann íþróttafulltrúi deildarinnar. Heiðar hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur m.a. starfað hjá ýmsum félögum og við knattspyrnuskóla. n Nýr þjálfari ánægður með móttökur: Góðar aðstæður og frábærir krakkar Börnin auka leikfærni og njóta íþróttar- innar óháð eigin getu. Framfarir verða miklar og skýrar hjá þeim Heiðar Birnir er sannfærður um góð viðbrögð við námskeiðinu.AUKIN LEIKFÆRNI Bandaríkjamaðurinn Damon Johnson, sem er að margra mati besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur í efstu deild körfuboltans hér á landi, kemur til Keflavíkur á næstu dögum. Hann mun leika með B-liði félagsins gegn ÍG í bikarkeppninni á morgun, föstudag. „Okkur langaði bara að hitta hann því það eru tíu ár frá því hann var hér síðast. Við vitum ekkert hvort hann sé í formi eða ekki enda skiptir það ekki máli. Þetta er bara gert upp á fjörið,“ sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður í Keflavík og leikmaður B-liðs Keflavíkur. Í liðinu eru nokkrir af fyrrum snillingum Keflavíkur í körfunni. Einn þeirra er Gunnar Einarsson og hann virðist vera í toppformi á miðað við frammistöðu hans með liðinu um daginn þegar hann fór mikinn í stigaskori. „Eina sem hann bað um var að fá góða gistingu, fara í Bláa lónið og á Nonnabita,“ sagði Sævar og hló. Hann bætti því við að líklega yrði haldið upp á heimsókn Damons með stuðningsmanna- kvöldi eftir leikinn við ÍG. Damon fékk íslenskan ríkisborgararétt og lék nokkra landsleiki með Íslandi. Hann lék síðast árið 2003 með Keflavík en þá vann liðið Íslands- meistaratitilinn. Hann fór eftir sigurárið 2003 til Spánar þar sem hann lék í tvö ár hjá tveimur liðum. Hann hefur síðustu árin búið á heimaslóðum í Bandaríkjunum. Herta Pálmadóttir Elska þegar pabbi ætlar að senda póst á facebook en skrifar á vegginn hjá aðilanum #noob Guðrún María Í gær gerðist sá merkis atburður að ég fór í annað skiptið á ævinni á Olsen Olsen Guðni F. Oddsson Af hverju get ég ekki keypt mandarínur 365 daga ársins #pirr #mikiðpirr Hlynur Thor Valsson Náði að gera lýta- lausar, bragðgóðar, brúnaðar kartöflur í fyrsta sinn á ævinni. 150 kokka- stig! Sævar Sævarsson Djöfulsins leg- endary leikur verður þetta á föstudag- inn... Hafið þið tryggt ykkur svona bol? #kefna- tion #damon Ómar Jóhannsson Stormur úti eða eins og þeir kalla það í Eyjum "Gameday" Björn Birgisson Það er blóðugur niðurskurður hjá ríkinu. Datt einhverjum í hug að RÚV slyppi við hann? Jónína Magnúsdóttir Mig sárvantar ljóta jólapeysu fyrir föstudaginn - ein- hver sem getur lánað mér? Helga Sigrún Harðardóttir Það er góð skemmtun að standa á höndum með Villi Pétursson í þágufalli… Þorvaldur Helgi Auðunsson Ég hélt að Garðbæ- ingar vissu allt - greinilega veit ég þeim mun minna, glæsilegt hjá Reykjanesbæ VIKAN Á VEFNUM Suðurnejamenn láta ekki sitt eftir liggja á samfélags- miðlunum. Við á Víkur- féttum munum framvegis birta það helsta sem ber á góma á Facebook og Twitter hjá Suðurnesjamönnum. DAMON JOHNSON til Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.