Víkurfréttir - 28.11.2013, Page 31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 31
ATVINNA
HÁR FAKTORÝ
Sími 421-3969
Hárfaktorý auglýsir til leigu frábæra aðstöðu fyrir
skemmtilegan og hressan hársnyrtisvein eða meistara.
Þarf að hafa góða reynslu í faginu
og mikinn áhuga á starfinu.
Sanngjörn leiga á besta stað í bænum.
Endilega komið við eða sendið tölvupóst á
harfaktory@gmail.com
Kveðja,
Lilja og Gauja
Bíll til sölu
Eðalvagn á góðu verði
Nissan Note 2007 ek. 120 þús. 5 dyra, sjálfskiptur, nýlega skoðaður.
Flottur fjöldskyldubíll sem eyðir litlu. Listaverð kr. 1.290.000,- en ásett
verð kr. 1.050.000,- Tilboðum verður svarað.
Áhvílandi hagstætt bílalán 400 Þús. Upplýsingar í síma 8230701.
„Ég sá námskeið auglýst á heima-
síðu KKÍ í mars sl. og spurði
strákinn hvort hann vildi fara á
dómaranámskeið. Hann var til
að fara ef ég færi með honum. Ég
sló til og féll algjörlega fyrir dóm-
gæslunni,“ segir Sveinn en hann
og Kristinn Rafn sonur hans hófu
nýverið feril sem dómarar í körfu-
bolta. Kristinn æfir körfu hjá
Keflavík með 11. flokki en sjálfur
var Sveinn aldrei mikið í körfu-
bolta á sínum yngri árum. Sveinn
starfar í barna- og unglingaráði
körfuknattleiksdeildar Kefla-
víkur og fjölskyldan fylgist vel
með körfuboltanum. „Við hjónin
höfum bara fylgt okkar börnum í
kringum allar þær íþróttir sem þau
velja. Kristinn valdi körfuboltann,
hin tvö eru í fimleikum og sjálf
erum við hjónin í blaki. Þannig að
það er nóg að gera á þessu heimili,“
segir Sveinn hress í bragði.
Feðgarnir hafa dæmt töluvert
saman en Sveinn segir að dóm-
gæslan sé ennþá bara áhugamál hjá
sér. „Ég dæmi kannski 6-7 leiki í
mánuði, síðan höfum við verið að
taka leiki fyrir okkar félag þegar
fjölliðamót eru um helgar.“ Krist-
inn er aðeins 16 ára en mælst er til
þess að menn séu a.m.k. 17-18 ára
í dómgæslunni. Hann kann þó sitt
hvað fyrir sér og er óhræddur við
að kenna pabba sínum reglurnar.
„Við getum sagt að eggið hafi
stundum verið að kenna hæn-
unni. Meðan á námskeiðinu
stóð ræddum við alla mögu-
lega hluti sem gætu komið
upp, svo tókum við oft
sýnikennslu f yr ir
hvorn annan,“ segir
Sveinn en hann
viðurkennir að
hafa verið mjög
góður svokall-
aður „stúkudóm-
ari“ áður en hann
sótt i námskeiðið.
Hann átti alls ekki
von á því að enda
nokkur tímann i
dómgæslu í körfuboltanum, hvað
þá með syni sínum.
„Við tökum bara eitt skref í einu, en
stefna er klárlega tekin lengra. Ég
tel líklegt að Kristinn komi til með
að dæma mikið í framtíðinni og
leyfi kallinum kannski að taka einn
og einn leik með sér.“
Eggið kennir hænunni
V I Ð K Y N N U M Þ A Ð N Ý J A S T A F R Á S A G E , S I M M S , S C O T T O G F L E I R I F R A M L E I Ð E N D U M .
E N G I L B E R T J E N S E N V E R Ð U R V I Ð V Æ S I N N O G K A F F I Á K Ö N N U N N I .
J Ú L L I G E F U R G Ó Ð R Á Ð V I Ð V A L Á J Ó L A P A K K A V E I Ð I M A N N S I N S .
K Í K T U V I Ð – A L L I R V E L K O M N I R !
O P N U N A R T Í M A R F R A M A Ð J Ó L U M :
1 3 . 0 0 – 2 2 . 0 0 A L L A V I R K A D A G A & 1 2 . 0 0 – 1 6 . 0 0 U M H E L G A R
L AU G A R D A G I N N 3 0. N Ó V E M B E R K L . 14 .0 0
O P N A R F LU G U KO F I N N N ÝJ A O G G L Æ S I LE G A
V E I Ð I V Ö R U V E R S LU N Á H A F N A R G ÖT U 2 1
S Í M I 7 7 5 - 3 4 0 0 / / F L U G U K O F I N N . I S
F LU G U KO F I N N
Þ A R S E M V E I Ð I S Ö G U R N A R V E R Ð A T I L
Feðgarnir Sveinn Björnsson og Kristinn Rafn Sveinsson dæma saman í körfubolta:
FEÐGAFLAUTSveinn hætti sem „stúkudóm-ari“ og blæs nú með stráknum.