Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 06.12.2012, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 FRÉTTIR AÐVENTA NESVELLIR Föstudagur 7. des kl 14:00 Börn með dans og tónlistaratriði Mánudagur 10. des, kl 14:00 Eldeyjarkórinn undir stjórn Arnórs Vilbergssonar Fimmtudagurinn 13. des. kl 14:00 Bókakynning / Bókasafn Reykjanesbæjar Komið og njótið. Allir velkomnir, ungir sem aldnir BÆJAR- SKRIFSTOFUR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ! Þjónustuver verður lokað frá kl. 12:00 föstudaginn 7. desember. LJÓSAHÚS REYKJANESBÆJAR Taktu þátt í vali á best skreyttu húsum bæjarins Val á Ljósahúsi Reykjanesbæjar fer fram með vefkosningu á vef Víkurfrétta vf.is 13. – 16. desember Sjá nánar á vf.is sími 421-5566 - www.bilahotel.is ALÞRIF: VERÐ FRÁ 8.500,- VIÐ SÆKJUM OG SKILUM Þorvaldur Árnason lyfsali er snúinn aftur til Reykjanes- bæjar eftir tíu ára fjarveru og hefur opnað Apótek Suðurnesja að Hringbraut 99. Segja má að Þorvaldur sé að snúa aftur í heimahaga en hann rak apótek á sama stað um nokkurra ára skeið fram til ársins 2002 er Lyfja keypti reksturinn. Þetta er fjórða apótekið sem hann rekur, en fyrir rekur hann Lyfjaval í Mjódd og Lyfjaval í Álftamýri auk þess að reka Bílaapótekið í Kópavogi. Í viðtali við Víkurfréttir þá kveðst Þorvaldur var mjög ánægður að hefja aftur rekstur í Reykjanesbæ. „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma aftur á Suðurnesin og þjónusta Suðurnesjamenn,“ segir Þorvaldur. „Þetta húsnæði, sem er í minni eigu, var laust og er hannað fyrir apótek. Ég ákvað að nýta þetta tækifæri til að koma aftur til Reykjanesbæjar. Suðurnesjamenn hafa verðið duglegir að sækja til mín til Reykjavíkur og því þótti mér tilvalið að opna aftur apótek á svæðinu. Það starfa hjá mér fjórir starfsmenn sem voru að keyra frá Reykjanesbæ til höfuðborgarinnar í vinnu þannig að það var einnig hvati til að opna hér á ný. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa rekið lyfjaverslanir í Reykjavík í tíu ár og það er gott að geta þjónustað Suðurnesjamenn á ný.“ Hræðist ekki samkeppnina Þorvaldur er fæddur Sandgerðingur en býr nú í Garðabæ. Hann er eng- inn nýgræðingur á lyfjamarkað- inum í Reykjanesbæ. Hann var í 15 ár hjá Apóteki Keflavíkur en opnaði svo sjálfur einkarekið apó- tek árið 1996 á Hringbrautinni, en það var fyrsta apótekið sem opnaði á Íslandi eftir að ný lyfjalög tóku gildi, þar sem frjálsræði í stofnun apóteka var aukið. Árið 2002 keypti Lyfja reksturinn af Þorvaldi og þá söðlaði hann um og opnaði apótek í Mjóddinni vorið 2003. „Apóteksrekstur var góður þegar ég fór héðan fyrir tíu árum en ég veit ekki alveg hvernig hann er í dag. Hér er samkeppni en það er af hinu góða fyrir almenning og stuðlar að lægra lyfjaverði. Ég óttast ekki sam- keppnina,“ segir Þorvaldur en hver er helsta sérstaða Lyfjavals? „Ég sem eigandi er nær rekstrinum og fólkinu sem kemur og verslar. Það er einn af kostum einstaklings- rekinna apóteka og eigendurnir eru tilbúnir að gera meira fyrir við- skiptavini sína. Þjónustan er betri.“ Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Apó- tek Suðurnesja muni ná að festa sig í sessi í Reykjanesbæ á næstu árum. Þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti fyrir Þorvald og starfsfólk hans þá voru nokkrir viðskiptavinir sem óskuðu Þorvaldi til hamingju með að vera kominn aftur á svæðið. Ljóst er að margir viðskiptavinir muna ennþá eftir Þorvaldi frá fyrri tíð. „Hér í Reykjanesbæ finnum við fyrir ánægju hjá viðskiptavinum apóteksins og staðsetningin frábær. .Þetta apótek er komið til að vera,“ sagði Þorvaldur að lokum. Þorvaldur snýr heim - Apótek Suðurnesja opnar á Hringbraut Þorvaldur Árnason lyfsali er snúinn aftur til Reykjanes- bæjar eftir tíu ára fjarveru og hefur opnað Apótek Suðurnesja að Hringbraut 99. Þorvaldur Árnason ásamt starfsfólki sínu í Apóteki Suðurnesja. VF-myndir: Jón Júlíus Karlsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.