Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 06.12.2012, Qupperneq 12
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 n Ásmundur Friðriksson skriFar: Við höfum verk að vinna fyrir Suðurkjördæmi Til að endurheimta glataðan kaupmátt og minnka skuldir þarf að framleiða útflutnings- vöru fyrir þjóð sem er enn í vörn. Lækka skatta á fjölskyldur og fyrirtæki, en stækka skattstofnana með aukinni verðmætasköpun, hærri launum og meiri veltu í samfélaginu sem innistæða er fyrir. Svikin loforð um afnám verðtryggingar húsnæðis- lána og lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðis- lána er skammarlegt. Endurskipulagning skulda heimilanna er forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Ef ekki verður snúið við af leið stöðnunar og lífi blásið í atvinnulífið er til lítils fyrir tilvonandi þingmann að eiga sér draum um bættan hag heimila og atvinnulífs. Ég ber þó þá von í brjósti að ég og kjósendur í Suður- kjördæmi eigum samleið til að tryggja bjarta framtíð í kjördæminu og landinu öllu. Að því vil ég vinna og stend við það sem ég lofa. Mismunun í byggðarmálum; Á undanförnum mörgum árum hefur átt sér stað mikil mismunun á framlögum ríkisins til samtaka sveitarfélaga. Stefna stjórnvalda í byggðar- málum hefur komið illa niður á Suðurlandi og Suðurnesjum í mörgum málaflokkum eins og sjá má í tölulegum samanburði frá árinu 2010. Framlögin eru miðuð við krónur á íbúa og með öllu óskiljanlegt hvernig ríkið hefur látið kjördæmið dragast aftur úr öðrum kjördæmum í öllum málaflokkum. Hér eru dæmin; Framlag ríkisins á árinu 2010 skiptist með eftirfarandi hætti. Málaflokkur Framlag í mkr. Framlag pr. íbúa Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum; 19,9 932 kr. Fræðslumiðstöð Suðurlands; 17,2 782 kr. Farskóli Norðurlands vestra, 28,3 3.773 kr. Þekkingarsetur Austurlands; 39,4 3.802 kr. Atvinnuþróun á Suðurnesjum; 5,7 268 kr. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands; 22,6 870 kr. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða; 41,1 5,651 kr. Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; 21,1 2,817 kr. Framlag v/menningarsamninga á Suðurnesjum; 19,0 890 kr. Eyþing/Norðurland Eystra; 25,0 865 kr. Suðurland; 31,0 1,194 kr. Vestfirðir; 25,0 3,440 kr. Norðurland vestra; 25,0 3,333 kr. Framlög til heilbrigðismála, Heilbrigðisst. Suðurnesja; 79,862 kr. Heilbrigðisstofnun Suðurlands; 92,361 kr. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, 181,007 kr. Framlag til framhaldsskóla á Suðurnesjum, kostnaður pr. nemanda; 786,364 kr. Suðursvæði; 937,380 kr. Austursvæði; 1,064,259 kr. Vestursvæð; 1,015,982 kr. Samkvæmt sömu heimildum eru íbúar á Suðurnesjum 67 ára og eldri 1.623 einstaklingar en hjúkrunarrými 84. Vesturland er með 1.664 íbúa á þessum aldri en þar eru 221 hjúkrunarrými. Sú mismunun sem fram kemur í þessum tölum er óþolandi fyrir íbúa í Suðurkjördæmi. Það hefur vakið undrun mína hvað lítið hefur verið fjallað um þessi mál. Ég ætla að berjast fyrir brýnum leiðréttingum á þessum grundvallarmálum. Ég mun ekki linna látum fyrr en leiðréttingar fást! Ég sækist eftir þingsæti í Suðurkjördæmi. Takist mér ekki ætlunar- verkið verður seta mín skammvinn á þingi! Því lofa ég! En til þess þarf ég stuðning þinn í komandi prófkjöri sjálfstæðismanna þann 26. janúar nk. Við vinnum þetta á mannlegum nótum! Ásmundur Friðriksson fv. bæjarstjóri Sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar nk. FRÉTTIR vf@vf.isPÓSTKASSINN Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í Húsasmiðjunni og Blómavali. Salan fer fram í Húsasmiðjunni á Fitjum. Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar- skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Opið virka daga kl. 16–21 og um helgar kl. 14–21 hefst 8. desember kl. 14:00 NJARÐVÍKURKIRKJA (INNRI-NJARÐVÍK) Barn borið til skírnar. Kaffi, djús og kökur á eftir í safnaðarheimilinu. Aðventusamkoma 9. desember kl.17:00. Börn frá Leikskólanum Holti annast helgileik með aðstoð fóstranna. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar koma fram. Vox Felix kór Fjöl- brautaskóla Suðurnesja syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson tenór syngja nokkur lög. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Sóknarnefnd býður kirkjugestum að þiggja veitingar í safn- aðarheimilinu að samkomunni lokinni. Sjá nánar á njardvikurkirkja.is SUNNUDAGASKÓLI 9. DESEMBER KL.11:00 Stu tta r Stóra jólablaðið í næstu viku! TIlRaun geRð TIl að lokka 9 áRa Telpu upp í bIFReIð Lögreglunni á Suðurnesjum barst á mánudag tilkynning um að reynt hefði verið að lokka 9 ára gamla telpu upp í bifreið í Garði á Suðurnesjum. Telpan var á leið heim úr skólanum um klukkan 14 í gær þegar svartri bifreið var ekið fram hjá henni. Dökkhærður karlmaður á miðjum aldri mun þá hafa teygt sig út úr bifreiðinni í átt að telpunni og fannst henni sem maðurinn ætlaði að grípa í sig. Telpan varð hrædd, forðaði sér heim og lét móður sína vita um atvikið. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla þá sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um málið að hafa samband við lögregluna í síma 420 1700. Fjölskylduhjálp vantar sjálfboðaliða Fjölskylduhjálp Íslands vantar sjálfboðaliða til að starfa á jólamarkaði sam- takanna við Hafnargötu 90 í Keflavík. Markaðurinn er op- inn alla daga vikunnar frá kl. 13-18. Anna Valdís Jónsdóttir, verk- efnastjóri hjá Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum, sagði mikið annríki á jólamarkaðnum og því þyrfti aðstoð frá fleiri ein- staklingum. Þeir sem vilja leggja lið geta haft samband við Önnu Valdísi í síma 421 1200 eða komið á jólamarkaðinn að Hafnargötu 90. Tvítugar með kókaín innvortis Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál er varðar tilraun til smygls á kókaíni til landsins. Það var 20. nóvem- ber síðastliðinn sem tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tvær íslenskar stúlkur um tvítugt sem voru að koma frá London. Þær reyndust hafa kókaín innvortis, samtals tæp- lega 300 grömm. Stúlkurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. desember, en hafa verið látnar lausar. Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi og ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins. Stóra jólablaðið í næstu viku. Verið tímanlega með auglýsingar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.