Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 06.12.2012, Qupperneq 14
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 TÓNLISTARLÍFIÐ MARTA EIRÍKSDÓTTIR Æskuminningarúr bítlabænum Keflavík Mei míbeibísitt? Geggjuð bók! Lífleg og hnitm iðuð frásögn. - Þorsteinn Eggertsson VÍKURFRÉTTIR EHF. 2012 MARTA EIRÍKSDÓTTIR M ei m í beibísitt? Mei mí beibísitt?er söguleg skáldsaga úr Keflavík sem gerist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Höfundur rifjar upp og segir frá daglegu lífi barnanna í götunni þar sem hún bjó. Þetta eru minningar um horfna veröld, þar sem skapandi kraftur barnanna sá um að skemmta þeim sjálfum daglangt á sumrin. Höfundur bókarinnar, Keflvíkingurinn Marta Eiríksdóttir, er vel þekkt fyrir öflugt námskeiðahald á vegum Púlsins en einnig fyrir jákvæð og skemmtileg viðtöl, sem birst hafa eftir hana í Víkurfréttum undanfarin tuttugu ár. Mei mí beibísitt? er önnur bók höfundar en fyrsta bók Mörtu Becoming Goddess – Embracing Your Power! kom út á ensku, á vegum Balboa Press, deild innan Hay House í Bandaríkjunum sumarið 2012. Marta hlakkar til að hitta Suðurnesjamenn og ætlar að taka á móti þeim með kaffi og smákökum í Nettó. Verið velkomin. Marta áritar í Marta Eiríksdóttir mun árita bók sína Mei mí bí i t? í Nettó laugardaginn 8. desember kl. 15:00 - 17:00. Sértilboð verður á bókinni við það tæ ifæri. JÓLA BÓKI N 2012 Á plötunni annast Júlíus allan söng, en naut aðstoðar Védísar Hervarar Árnadóttur sem söng með í einu lagi. Þá leikur Júlíus á öll hljóðfæri eins og á fyrri plötum Gálunnar en notast var við hrúgu af hljóðfærum. Hann hafi þó mikið reynt að þjösnast á fiðlu og selló en það gekk ekki alveg samkvæmt áætlun þannig að Roland Hartwell var fenginn til að leika á fiðlu í einu lagi en óþarfi að hafa mörg orð um það. Júlíus segir lögin á plötunni vera „sín lög“ en hann hafi reynt að semja lög sem pössuðu textunum eftir föður hans. Aðspurður hversu lengi hann hafi verið að vinna í plötunni, segist hann hafa hafið undirbúning fljótlega eftir andlát föður síns og farið í að finna til texta og semja við þá tónlist. „ Þetta var kannski einhvers konar aðferð til að vinna á sorgarferlinu og eftir talsverða vinnu og langan tíma var komið nægt efni til að telja í plötu“ Platan er tileinkuð móður Júlíusar enda segir Júlíus föður sinn hafa undir það síðasta samið mikið til konu sinnar, Maríu Baldurs- dóttur og einnig hafi hann verið að semja um lífið og dauðann. „Það má lesa það út úr textunum að pabbi hafi vitað í hvað stefndi. Þetta eru engir svartnættistextar en þetta er allt á mjög persónulegum nótum. Ákveðið uppgjör, ástin, lífið, dauðinn og tilveran“ segir Júlíus í samtali við Víkurfréttir. Til eru um hundruðir textahugmynda og brot eftir Rúnar sem Júlíus fór í gegnum og þar leyndust mörg gullkorn. Textinn „Allt of oft“, sem var að öllum líkindum saminn í brúðkaupsferð þeirra á Jamaica, fjallar á einstakan hátt um það hvað litlu hlutirnir í lífinu skipta miklu máli og að maður eigi að lifa fyrir daginn í dag. „Í sumum tilfellum vann ég bara út frá einni línu sem pabbi var byrjaður á en ekki kom- inn lengra, eða tók jafnvel búta úr nokkrum textum og splæsti saman í einn“ segir Júlíus. Diskurinn Gálan kom út í gær, 5. desember, en þann dag fyrir fjórum árum féll Rúnar Júlíusson frá. Gálan mun taka þátt í upp- skeruhátíð Geimsteins sem fram fer á Ránni í kvöld, fimmtudagskvöld. Þar koma einnig fram Bjartmar Guðlaugsson, Elísa Newman, Eldar, Klassart og Hrafnar. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.30. Níu laga diskur við texta Rúnars Júlíussonar n Gálan, Júlíus Guðmundsson, gefur út nýjan disk þar sem hann semur tónlist við texta föður síns: JúLÍuS GuÐmuNdSSoN gefur út nýja sólóplötu nú fyrir jólin. Platan heitir Gálan, en Júlíus hefur áður gefið út tvær plötur undir þessu listamannsnafni. Platan hefur að geyma níu lög sem samin eru eftir textum og hugmyndum föður listamannsins Rúnars heitins Júlíussonar sem lést 5. desember 2008.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.