Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 20

Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 20
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 Marika Adrianna Gabriela Kiwat- kowska er 17 ára stúlka frá Póllandi sem flutti til Keflavíkur árið 2007. Marika er á málabraut í FS en hana langar til þess að búa í útlöndum í framtíðinni og stunda þar háskólanám. Hún telur að strákarnir í Hnísunni geti öðlast heimsfrægð og ef hún væri skólameistari myndi hún hafa ókeypis hnífapör fyrir alla. Af hverju valdir þú FS? Væri ekki til að vakna kl.6 á hverjum degi til þess að keyra í bæinn, oh hell no. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mætti vera aðeins meira en annars fínt bara Áhugamál? Dans og tíska. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Stefni að því að útskrifast úr FS og svo flytja eitthvert til útlanda og stunda nám í háskólanum þar og verða flugfreyja. Ertu að vinna með skóla? Já, einhver þarf að gera þessar samlokur á Subway. Hvað er skemmtilegast við skólann? Allt er æði nema stærðfræði. Stærð- fræði hatar mig og ég hata stærðfræði. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Niðri í matsal eða fer heim. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Já, dans í Danskompaní. Hvað borðar þú í morgunmat? Cocoa Puffs eða rúnstykki með osti og smjöri. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Ég held nú að það séu bara strákarnir í Hnísunni. Hvað fær þig til að hlæja? Allt. Hvað er heitasta parið í skólanum? Annaðhvort þau Bjarki og Lovísa eða Njáll og Unnur María! Can´t choose between. Hver er best klæddur í FS? Það er Einar Ari Árnasson. Hvernig myndir þú gera FS að betri skóla ef þú værir skólameistari? Klárlega hafa ókeypis hnífapör og plast glös. Ég er nú annars ekkert eitthvað sérstaklega að pæla í því að breyta þessum skóla, It is like it is. Eftirlætis: Sjónvarpsþættir Pretty Little Liars, Grey's Anatomy, Gos- sip Girl, Jersey Shore og South Park. Vefsíður Facebook. Flík Bláa H&M peysan mín og græna, og brúna líka, elska öll fötin mín. Skyndibiti Langbest og Villi. Kennari Hate them all. Fag saga. Tónlistin Frank Ocean, Coldplay, Ásgeir Trausti og fleiri. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Jón Arnór Sverrisson er í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Hann fer alltaf í jólaboð hjá ömmu og afa og segir að jólatónlist og snjórinn kemur honum í jólaskap. Fyrstu jólaminningarnar? Þegar það kom jóla- sveinn heim til mín þegar ég var 4 ára. Jólahefðir hjá þér? Engar sérstakar hefðir, bara borða góðan jólamat og vera með fjölskyldunni. Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Nei, það er ég ekki. Jólabíómyndin? Home Alone 1 og 2 eru bestar. Jólatónlistin? Mörg góð jólalög, get ekki valið eitthvað eitt. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Mamma gerir það fyrir mig. Gefurðu mikið af jóla- gjöfum? Gef mömmu og pabba. Ertu mikið jólabarn? Jáá myndi segja það! Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Já, fer alltaf í jólaboð til ömmu og afa. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólatónlistin og snjórinn kemur mér í jólaskap! Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Playstation 3 er besta gjöfin. Hvað er í matinn á aðfanga- dag? Hamborgarhryggur er í matinn. Eftirminnilegasta gjöfin? Sími og borðtennisborð eru eftirminnilegustu gjafirnar. Hvað langar þig í jólagjöf? Ferð á Anfield væri geggjað. Ferð á Anfield væri geggjað n JÓN ARNÓR SVERRISSON // UNG UmSJón: PÁll oRRI PÁlSSon • PoP@VF.IS Stærðfræði hatar mig MENNING OG MANNLÍF alíSa rún tendraði jólaljóSin Sara Lind Teitsdóttir er í 10. bekk í Njarðvíkur- skóla. Henni finnst Home Alone 1 myndin best og opnar alltaf einn pakka fyrir mat á aðfangadagskvöld. Fyrstu jólaminningarnar? Dettur ekkert í hug... Jólahefðir hjá þér? Vakna alltaf og horfi á jólaskrípó og fer svo að keyra út pakkana með pabba og systkinum mínum á að- fangadegi, svo auðvitað þetta hefðbundna um kvöldið. Ertu dugleg/ur í eldhúsinu yfir hátíðirnar? Nei, ég sé bara um að borða. Jólabíómyndin? Home Alone 1 langbest! Jólatónlistin? Allt amerískt er æði. Hvar verslarðu jólagjafirnar? Panta flest frá Ameríku. Gefurðu mikið af jóla- gjöfum? Ég gef mömmu og pabba, systkinum mínum og kærastanum í ár. Ertu vanafastur/föst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf? Opna einn pakka fyrir matinn. Besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Hef alltaf fengið mjög góðar gjafir, 66°Norður úlpan er með þeim betri alla vega! Ertu mikið jólabarn? Já, ég er mjög mikið jóla- barn, elska þennan tíma. Hvað er í matinn á aðfanga- dag? Hamborgarhryggur, mmm Hvað kemur þér í jólaskap? Hlusta á jólalög, horfa á jóla- myndir og snjórinn auðvitað! Eftirminnilegasta gjöfin? Man alltaf eftir því þegar ég og systir mín fengum saman sjónvarp frá ömmu og afa, vorum svo ánægðar. Hvað langar þig í jólagjöf? Föt og skó, manni vantar alltaf þannig. Vakna og horfi á jólaskrípó á aðfangadag n SARA LIND TEITSDÓTTIR // UNG UmSJón: PÁll oRRI PÁlSSon • PoP@VF.IS Jólaljósin á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi voru tendruð sl. laugardag. Stutt dagskrá var í tilefni með tónlist og söng frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og kór 4. bekkjar í Holtaskóla. Sendiherra Noregs á Íslandi afhenti Reykjanesbæ jólatréð sem Alísa Rún Andrésdóttir nemandi í 6. bekk Akurskóla tendraði svo ljósin á. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sló upp léttu jólaballi og jólasveinar sungu og trölluðu með börnunum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.