Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 30

Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 30
fimmtudagurinn 6. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR30 SPORT Ný heimildarmynd um knatt-spyrnumanninn Guðmund Steinarsson verður forsýnd í Sambíóunum í Keflavík í kvöld. Myndin er eftir Keflvíkinginn Garðar Örn Arnarson og er farið yfir frábæran feril Guðmundar sem er leikja- og markahæsti leik- maður Keflavíkur frá upphafi. Guðmundur hefur skorað 100 mörk í 289 leikjum í meistara- flokki en hann hefur leikið nær allan sinn feril hjá Keflavík. „Ég byrjaði á þessari mynd í mars á þessu ári og upphaflega átti þetta að vera stuttmynd. Þetta verkefni stækk- aði aðeins frá upphaflegri hugmynd. Ég tel að Gummi Steinars hafi ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið í íslenska knattspyrnuheiminum og fannst hann tilvalið viðfangsefni í heimildarmynd,” segir Garðar Örn. „Ég hóf tökur á myndinni á síðasta ári og boltinn fór svo að rúlla þegar ég hóf samstarf við Stöð2 Sport. Þeir útveguðu mér mikið myndefni og í staðinn munu þeir sýna myndina eftir áramót.“ Garðar Örn útskrifaðist úr Kvik- myndaskóla Íslands í mars síðast- liðnum. Hann segir að það hafi verið lítið mál að fá Guðmund til að samþykkja að láta gera heim- ildarmynd um sig. „Það var ekkert mál. Konan hans segir að hann kunni ekki að segja nei,“ segir Garðar léttur í bragði. „Í myndinni er farið yfir allan feril Gumma, bæði hæðir og lægðir. Hann er mjög einlægur í viðtölum en ég ræddi einnig við vini, samherja og mótherja. Farið er vel yfir tímabilið 2008 sem er mörgum Keflvíkingum erfitt.“ Garðar Örn vann að mestu mynd- ina einn en fékk aðstoð frá félaga sínum, Davíð Erni Óskarssyni, við lokavinnslu myndarinnar. Myndin kemur út á DVD eftir helgi en þar verður talsvert af aukaefni sem ekki kemur fram í myndinni sjálfri. „Þar má m.a. sjá öll mörk hans með Keflavík á ferlinum. Gummi er búinn að sjá myndina og er mjög sáttur,“ bætti Garðar Örn við. Það er mikið að gera hjá Garðari Erni um þessar mundir og er hann einnig að vinna heimildar- mynd um annan íþróttamann af Suðurnesjum, Örlyg Sturluson úr Njarðvík, sem lést langt fyrir aldur fram. Stefnt er að því að myndin komi út 21. maí næstkomandi sem var afmælisdagur Örlygs. „Ég hef unnið þessa mynd í miklu sam- starfi við fjölskyldu Örlygs enda viðfangsefnið viðkvæmt. Þú gerir svona mynd bara einu sinni,“ sagði Garðar að lokum. Knattspyrnudeild Grinda-víkur gengur í gegnum mikla endurskipulagninu um þessar mundir. Karlaliðið féll úr efstu deild síðastliðið sumar og við það hafa rekstrarforsendur breyst til muna. Þrátt fyrir það býst Jónas Þórhallsson, formaður knatt- spyrnudeildarinnar, við að halda nær öllum leikmönnum karlaliðs- ins á næstu leiktíð. Stefnan er sett á að fara beint upp í efstu deild á nýjan leik. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur og við höfum þurft að endurskipuleggja rekstur okkar frá grunni,“ segir Jónas. „Sú leið sem við höfum ákveðið að fara er að lækka launakostnaðinn um 25% og borga leikmönnum laun í níu mánuði á ári, frá janúar og út sept- ember. Ef vel gengur þá munum við verðlauna okkar leikmenn. Þeir leikmenn sem við höfum viljað halda munu vera áfram hjá Grindavík. Leikmenn okkar hafa sýnt mikla tryggð við klúbbinn og það er okkur ómetanlegt. Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir hversu stór rekstur knatt- spyrnudeildarinnar er. Við erum með veltu upp á annað hundruð milljónir og 20 stöðugildi. Þetta er eitt af 15 stærstu fyrirtækjunum í Grindavík. Það er einnig athyglis- vert að barna- og unglingastyrkir frá sveitarfélagi og UEFA duga ekki fyrir launatengdum gjöldum. Við höfum þurft að treysta á stuðning fyrirtækja og velunnara.“ Helgi tekur við kvennaliðinu Það verða ekki bara breytingar hjá karlaliðinu því nýr þjálfari er kominn í brúnna hjá kvennaliðinu. Grindvíkingurinn Helgi Bogason, sem meðal annars þjálfaði kar- lalið Njarðvíkur um nokkurra ára skeið, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur sem leikur í 1. deildinni. Í kjölfar ráðningar Leikmenn hafa sýnt mikla tryggð hans hafa nokkrir sterkir leikmenn ákveðið að snúa aftur heim. Í síð- ustu viku skrifuðu þær Bentína Frí- mannsdóttir, Þórkatla Sif Alberts- dóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Ágústa Jóna Heiðdal undir tveggja ára samning við félagið. „Það eru lykilleikmenn að koma heim eftir að hafa verið að spila hjá öðrum liðum í efstu deild. Þetta eru allt heimastúlkur og við eigum von á fleirum,“ segir Jónas. „Það er oft þannig að þegar grindvískir leikmenn fara til annarra liða þá sjá þeir hversu gott þeir hafa það heima. Hjá Grindavík er mjög vel hlúð að öllum leikmönnum. Við erum mjög ánægðir með að fá Helga til starfa. Hann er frábær þjálfari og þekkir starfið hjá fé- laginu mjög vel. Við erum mjög bjartsýnir fyrir hönd kvennaknatt- spyrnunnar í Grindavík.“ Breyttar áherslur eru hjá Grind- víkingum um þessar mundir. Vel hefur verið hlúð að barna- og unglingastarfi klúbbsins undan- farin ár en nú á að bæta um betur og stórefla starfið. Ægir Viktors- son hefur verið ráðinn í fullt starf sem yfirþjálfari yngri flokka hjá fé- laginu. Hann mun einnig sjá um öll fræðslumál, dómarastjórn og sam- skipti við KSÍ. „Við viljum búa til leikmenn sem spila fyrir Grindavík í efstu deild. Við viljum auka gæðin og höfum bætt við þjáfurum. Scott Ramsey er meðal annars kominn í þjálfarateymið hjá okkur og í þess- ari endurskipulagningu höfum við sýnt mikinn styrk,“ segir Jónas að lokum. Höfum þurft að endurskipuleggja reksturinn frá grunni, segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildarinnar Efri röð: Bentína Frímannsdóttir, Þórkatla Sif Albertsdóttir, Elínborg Ingvars- dóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Ágústa Jóna Heiðdal skrifuðu undir tveggja ára samning. Í neðri röðinni eru Jónas Þórhallsson, for- maður, Helgi Boga- son, Guðmundur Pálsson og Petra Rós Ólafsdóttir. Heimildarmynd um Guðmund Steinarsson GS#9 Eftir Garðar Örn Arn arson KYNNIR Í SAMSTARFI VIÐ STYRKTARAÐILAR: forsýnd í kvöld í Sambíóunum Guðmundur Steinarsson hefur verið í eldlínunni að undanförnu og verður á risaskjánum í Sam- bíóunum í kvöld. Að ofan er hann í liðsstjórateymi körfuboltaliðs Keflavíkur B sem lék gegn Njarð- vík í vikunni. Þar klæddu þeir félagar sig upp í tilefni dagsins, Guðmundur, Jón Halldór Eðvalds- son og Pétur Pétursson.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.