Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 31

Víkurfréttir - 06.12.2012, Side 31
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. desember 2012 31 SPORT Hér er ansi fallegt mát sem átti sér stað árið 1910 í Vínarborg á milli Réti og Tartakover. Þeir voru báðir meðal sterkustu skák- manna í heimi á sínum tíma. Þetta mát heitir einfaldlega Réti mát og kom upp úr afbrigði sem heitir Caro - cann vörn eða afbrigði fátæka mannsins eins og það er stundum kallað. Það er einungis búið að leika nokkrum byrjunarleikjum út og hvítur mátar svartan nú í þremur leikjum. Og skákin tók því aðeins tólf leiki sem er afar sjaldgæft á milli svo sterkra skákmanna. Lausn: 1.Dd8+ Kxd8 2.Bg5+ Kc7 3.Bd8# Krakkaskák.is Stofnað 1976 Uppskeruhátíð2012 6. desember 21:30 Ráin, Hafnargötu Miðaverð: 1.000.- Fram koma: Bjartmar Guðlaugsson Elíza Newman Gálan Eldar Hrafnar Klassart Húsið opnar kl. 21:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:30 Diskar og fleira á sérlegu tilboðsverði Keflavíkurstúlkur óstöðvandi „Það gerist ekki mikið betra en að vera taplausar þegar skammt er í jólin,“ segir Birna Valgarðsdóttir, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Keflavík hefur leikið frábærlega það sem af er vetri og er taplaust í Dominos- deild kvenna. Keflavík hefur unnið alla sína leiki í vetur og hefur sex stiga forystu á toppnum. „Ég bjóst kannski ekki við svona góðu gengi og átti von á því að við yrðum í toppbaráttunni. Liðsheildin hefur verið frábær hjá okkur og það vita allir sitt hlutverk í liðinu. Okkar helsti styrkleiki í vetur hefur verið vörnin sem hefur verið mjög stöðug. Við eigum ennþá talsvert inni og getum bætt okkur mikið sóknarlega. Það kemur þegar það líður á tímabilið,“ segir Birna. Ke f l av í k ge rð i gó ð a fe rð í Stykkishólm um síðustu helgi þegar liðið lagði Snæfell af velli, 70-74. Þessi tvö lið hafa leikið hvað best í vetur og er Keflavík nú komið í vænlega stöðu á toppnum. „Það var mjög ljúft að fara heim með sigur eftir þessa löngu bílferð,“ segir Birna. „Pressan eykst á okkur með hverjum leik og það bíða allir eftir því að við töpum okkar fyrsta leik. Það hvetur okkur áfram og við vitum að það er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Það er óhætt að segja að ungu stelp- urnar hafi stigið upp hjá Keflavík í ár. Yngri flokka starf félagsins er að skila upp mörgum frábærum leik- mönnum sem nú þegar eru meðal betri leikmanna liðsins. „Ungu stelpurnar eru ótrúlega góðar og það koma upp frábærar stelpur á hverju ári. Þetta á bara eftir að verða betra á næstu árum og þá get ég hætt með góðri samvisku,“ segir Birna og hlær. Næsti leikur liðsins er næstkomandi laugardag þegar liðið tekur á móti Val í Toyotahöll- inni. Einar Orri framlengir við Keflavík Einar Orri Einarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og verður hjá félaginu til ársloka 2015. Samningur Einars gilti til ársins 2014 en hefur nú verið framlengdur. Einar Orri er nýorðinn 23ja ára og hefur leikið með Keflavík allan sinn feril. Hann lék fyrst með meistara- flokki árið 2005 og á að baki 84 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim tvö mörk. GOðSaGniRnaR KjöldREGnaR Það voru fjölmargir áhorfendur sem lögðu leið sína í To- yotahöllina síðastliðið mánudagskvöld til að fylgjast með viðureign Keflavík-B og Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Powe- rade-bikarins. Fjölmargar körfuboltagoðsagnir úr Keflavík léku með B-liðinu í ár sem átti hins vegar lítið erindi í úrvals- deildarlið Njarðvíkur. Lokatölur urðu 64-130 fyrir Njarðvík. Keflavík-B hafði hins vegar talsverða yfirburði í kílóafjölda.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.