Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 16
Upplýsingar
og miðakaup
Strætó-appið er lítið forrit fyrir far-
síma og önnur fartæki þar sem hægt
er að sjá upplýsingar í rauntíma um
leiðakerfi Strætó, finna ferðir og
kaupa farmiða og áskrift.
Apple | Android | Windows
Windows er með skertri virkni, þar
sem vantar möguleikann á að kaupa
farmiða í forritinu.
UmsAgnir Alla jafna jákvæðar, utan
að nýjasta uppfærsla fyrir Android
virðist hafa valdið vandamálum sem
eftir á að komast fyrir. Þá kvartar fólk
sem á Windows-síma yfir því að ekki
sé hægt að kaupa miða. Almennt
finnst fólki hins vegar frábært að
geta einmitt gengið frá miðakaupum
og áskrift í snjalltækjum sínum.
Það eru margar leiðir til að spara
við notkun bílsins að sögn Finns
Thorlacius, bílablaðamanns á
Fréttablaðinu.
Reyna að forðast lán
Best er að byrja á að kaupa bíl sem
maður hefur efni á og helst staðgreiða
hann, þar sem lán geta kostað mikið.
„Sniðugt getur verið að aka göml-
um bílum út, en ódýrasti rekstur bíls
er á þeim sem gamlir eru og þá eru
afskriftirnar svo til engar. Afskriftir
á nýjum bílum skipta fjölmörgum
hundruðum þúsunda á ári,“ segir
Finnur.
Finnur bætir við að mikilvægt sé
að fá reglulega tilboð frá trygginga-
félögunum, þau virðist alltaf lækka
við það.
Nota bílskúrinn
Ef maður á bílskúr er gott að nota
hann á veturna. Því þá er bíllinn
heitur og eyðir mun minna næstu
mínútur eftir ræsingu. Þetta tryggir
líka endingu vélarinnar.
Fjölbreyttar leiðir þegar eitthvað
bilar
Það sama á við um viðgerð og
tryggingar. Það á að leita tilboða
hjá verkstæðum ef eitthvað bilar og
taka ekki endilega fyrsta boði, að
sögn Finns
„Einnig má nýta sér netið til
kaupa á varahlutum, en þar má oft-
ast finna miklu lægra verð en í boði
er hérlendis. Margir eru lunknir við
slík kaup og þeir sem ekki treysta
sér til þess sjálfir gera vel í að fá
aðstoð þeirra,“ segir Finnur.
Spara í eldsneytiskostnaði
Að lokum er góð regla að nýta sér
afsláttardaga olíufélaganna og
helst ekki taka bensín á öðrum
tímum. Einnig er gott að tryggja
sér afsláttarkort olíufélaganna, þau
kosta ekkert. – sg
Neytandinn Finnur Orri Thorlacius, bílablaðamaður á Fréttablaðinu
Mikilvægt að fá regluleg tilboð út af bílnum
Gott er að geyma bílinn inni í bílskúr þar sem það tryggir endingu vélarinnar.
mATArÆÐi Það er hægt að lækka
matarreikninginn með því að nota
fryst grænmeti í staðinn fyrir ferskt.
Fryst grænmeti er í mörgum til-
fellum ódýrara en ferskt og það er
ekki óhollara en ferskt grænmeti
ef marka má fullyrðingu næringar-
fræðings hjá sænsku matvæla-
stofnuninni.
„Nei, það er ekki rétt að ferskt
grænmeti sé hollara en fryst,“ segir
næringarfræðingurinn, Veronica
Öhrvik, í viðtali á fréttavefnum
metro.se. Haft er eftir henni að
grænmeti sé allra hollast þegar
um glænýja uppskeru sé að ræða.
Þegar grænmetið sé komið í búðina
sé enginn munur á næringargildi
fersks og frysts grænmetis.
Í fréttinni á metro.se er bent á að
grænmeti sé hitameðhöndlað áður
en það er fryst. Við það verði ensím
í því mögulega ekki lengur virk.
Næringargildið minnki ekki eftir
að grænmeti hefur verið fryst. Nær-
ingargildi fersks grænmetis minnki
Fryst er ódýrara en ferskt
Sérfræðingar í Noregi og Svíþjóð segja fryst grænmeti ekki óhollara en ferskt. Næringarefni í fersku
grænmeti tapast á meðan það er flutt um langan veg. Neyta á minnst 500 g af grænmeti og ávöxtum á dag.
Glæný uppskera grænmetis inniheldur mest af næringarefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
298 kr./kg
FrysT erlenT
Til að ná hunds-, kattar- eða öðrum
dýrahárum af gólfteppum er upp-
lagt að bleyta í eldhússvampi og
strjúka honum yfir teppin þegar ekki
tekst að ná öllum hárunum með
ryksugunni. Hárin festast auðveld-
lega í svampinum. Það hefur einnig
borið góðan árangur að setja á sig
einnota gúmmíhanska, bleyta þá og
strjúka hanskaklæddum höndunum
yfir teppið. Þannig er hægt að ná
hárunum upp.
Að fjarlægja
dýrahár af teppum
söFn Fyrir fjölskyldur með mikinn
menningaráhuga er tilvalið að spara
aurinn og skella sér á Safnanótt sem
verður haldin á morgun frá klukkan
sjö til miðnættis.
Þá opna tæplega fjörutíu söfn á
öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar
og bjóða upp á skemmtilega og
fjölbreytta dagskrá. Íbúar og gestir
borgarinnar á öllum aldri geta notið
yfir hundrað viðburða af öllum
stærðum sér að kostnaðarlausu.
Það er hægt að spara mikið á
þessu en að jafnaði kostar milli
1.000-1.500 krónur á söfnin, þó
eru oft afslættir fyrir námsmenn,
öryrkja og eldri borgara. – sg
Endilega
skellið ykkur
á Safnanótt!
Ráð
gæludýr
App
strætó-appið
Í verslun Hagkaups 2. febrúar síðastliðinn
599 kr./kg
FerskT erlenT
✿ spergilkál
hins vegar með hverjum deginum
sem líður frá uppskeru.
Ólafur Reykdal, matvælafræð-
ingur hjá Matís, kveðst ekki sam-
mála fullyrðingu sænska næringar-
fræðingsins um að ferskt grænmeti
sé ekki hollara en fryst þegar ekki er
um nýja uppskeru að ræða. Hann
segir fullyrðinguna of almenna til
að hún gangi upp. „Mörkin fyrir
nýja uppskeru eru heldur ekki
ljós. Svo er það spurning yfir hvað
hollusta nær. Ef við tökum C-víta-
mín sem dæmi þá ættum við að fá
meira úr fersku en frosnu grænmeti.
C-vítamín hefur kannski ekki verið
tekið fyrir í rannsókninni. Frosið
grænmeti getur þó verið ágæt vara.“
Í frétt norska ríkisútvarpsins
fyrir tveimur árum var haft eftir
Eyvin Bjørnstad, næringarfræðingi
við Háskólann í Buskerud og Vest-
fold, að mest allt grænmetið sem er
í verslunum í Noregi að vetrarlagi
sé innflutt. Það hafi verið flutt um
langan veg og legið á lager. Við það
hafi tapast talsvert af næringarefn-
um. Bjørnstad bendir jafnframt á að
grænmeti sem flutt er inn til Noregs
að vetrinum sé oft tekið upp áður en
það hefur náð fullum þroska.
Í ráðleggingum landlæknis um
mataræði segir að borða eigi fimm
skammta af grænmeti og ávöxtum
á dag eða minnst 500 g samtals. Að
minnsta kosti helmingurinn ætti að
vera grænmeti. Einn skammtur, sem
er 100 g, getur t.d. verið stór gulrót,
stór tómatur, tveir dl af salati eða
lítill banani. ibs@frettabladid.is
Dagskrá verður á Listasafni Íslands.
Ef við tökum C-vítamín sem dæmi þá
ættum við að fá meira úr fersku en
frosnu grænmeti. C-vítamín hefur kannski
ekki verið tekið fyrir í rannsókninni. Frosið
grænmeti getur þó verið ágæt vara.
Ólafur Reykdal matvælafræðingur hjá Matís
nEytEnduR
4 . F e b r ú A r 2 0 1 6 F i m m T U D A g U r16 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A Ð i Ð
0
3
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
5
C
-1
9
E
0
1
8
5
C
-1
8
A
4
1
8
5
C
-1
7
6
8
1
8
5
C
-1
6
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K