Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 20
Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf. Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukku- tímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hress- andi. Ég versla eins lítið við kaup- manninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöru- verslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matar- innkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættan- legu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöru- verslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf. Við verðum að versla Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar. Alþjóða- samtökin gegn krabbameini (UICC) skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM – ÉG GET. Mikilvægt er að samfélög og ein- staklingar leggi sitt af mörkum til að draga úr tíðni krabbameins og áhrifum sjúkdómsins. Fagdeild krabbameinshjúkr- unarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og fer nú af stað, í samvinnu við Krabbameinsfé- lag Íslands, með röð greina undir heitinu VIÐ GETUM – ÉG GET. Í þessari fyrstu grein er áhersla lögð á forvarnir. VIÐ GETUM – haft áhrif á tíðni krabbameins Á Íslandi greinast árlega að meðal- tali um 1.450 einstaklingar með krabbamein og um fjórðungur allra dánarmeina er af völdum krabba- meins. Krabbamein er bæði flókinn og kostnaðarsamur sjúkdómur fyrir einstaklinginn og samfélagið. Áætlað er að koma megi í veg fyrir 30-40% krabbameina með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir þættir sem skipta mestu máli eru reykingar, offita, ofneysla áfengis, mataræði og hreyfing. Við getum sem samfélag og sem einstaklingar minnkað líkurnar á krabbameini með því að tileinka okkur heilsu- samlega lífshætti og með því að beita aðgerðum sem auðvelda slíkt. Við sem samfélag og einstaklingar getum fundið leiðir og beitt okkur fyrir eftirtöldum þremur meginráð- leggingum: Reykjum ekki né notum tóbak. Reykingar hafa verið og eru enn langstærsti áhættuþátturinn og eru orsök 20-30% allra krabba- meinstilfella. Mikilvægt er að vinna stöðugt að tóbaksvörnum. Með því að reykja ekki né nota tóbak má koma í veg fyrir og draga úr líkum á mörgum tegundum krabbameina t.d. í lungum, munnholi, vélinda, brisi, nýrum, þvagblöðru og leg- hálsi. Drekkum áfengi í hófi ef þess er neytt á annað borð. Ofneysla áfeng- is er áhætta fyrir mörg krabbamein, t.d. brjóstakrabbamein, krabba- mein í munni, barka, vélinda, ristli og lifur. Forðumst ofþyngd og offitu. Með því að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega og vera í kjörþyngd má koma í veg fyrir um 25-30% krabba- meinstilvika vegna t.d. krabbameins í ristli, brjóstum, legi, eggjastokkum, brisi, vélinda, nýrum og gallblöðru. ÉG GET – verið meðvitaður um einkennin og brugðist við þeim Það er ekki alltaf auðvelt að greina krabbamein, sum þeirra gera engin eða óljós boð á undan sér fyrr en að sjúkdómurinn er langt genginn. Ýmsar leiðir hafa verið prófaðar til þess að greina krabbamein á forstigi eða á frumstigi hjá einkennalausum einstaklingum, en þær þurfa að vera áreiðanlegar og hættulitlar til þess að þeim sé beitt. Flestum aðferðunum er beitt á einstaklings- grundvelli, en mælt er með þremur þeirra fyrir hópleit (skimun), við leit að brjóstakrabbameini, legháls- krabbameini og ristilkrabbameini. Mörg krabbamein geta gefið frá sér einkenni eða merki sem er mikil vægt að þekkja og bregðast við. Líkur á lækningu er meiri því fyrr sem krabbamein er greint. Þetta á til dæmis við um krabba- mein í lungum, þvagblöðru, ristli, brjóstum, leghálsi, kvið, eggja- stokkum, eistum og sortuæxli. Nokkur einkenni sem mikilvægt er að þekkja: l Þrálátur hósti og erfiðleikar við kyngingu l Erfiðleikar við þvaglát eða blóð í þvagi l Blæðing frá endaþarmi eða blóð í hægðum l Breytingar á brjóstum (til dæmis hnútur eða inndráttur, útferð) l Blæðingar eftir tíðahvörf l Viðvarandi kviðverkir l Óútskýrt þyngdartap eða þyngdaraukning l Viðvarandi þreyta sem minnkar ekki við hvíld l Eitlastækkanir l Hnútar, til dæmis í eistum l Breytingar á húð og slímhúð (til dæmis sár í munni sem gróa ekki, sár á kynfærum eða breytingar á fæðingarblettum) Einkenni hér að ofan geta vakið grun um krabbamein en geta einnig verið til marks um aðra sjúkdóma. Það skiptir miklu máli að hver og einn bregðist við þeim. VIÐ GETUM sem samfélag og ÉG GET sem einstaklingur dregið úr tíðni krabbameins og bætt lífs- gæði með því að leggja áherslu á að ástunda heilsusamlega lífshætti og bregðast við mögulegum ein- kennum. Heimildir: Krabbameinsfélagið http://www.krabb.is Krabbameinsskráin http://www.krabbameinsskra.is/ World Cancer Day http://www.worldcancerday.org/ Við getum – ég get Sigrún Lillie Magnúsdóttir hjúkrunar- fræðingur og forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfé- lagsins Nanna Friðriksdóttir sérfræðingur í hjúkrun krabba- meinssjúklinga, lektor á lyflækn- ingasviði LSH og aðjunkt við HÍ Nú þegar líður að því að fimm ár séu liðin frá því að borg-arastyrjöld braust út í Sýr- landi heldur alvarlegasti mannlegi harmleikur samtímans áfram, en um 250 þúsund mannslíf hafa tap- ast í Sýrlandsstríðinu fram til þessa. Alþjóðasamfélagið verður að taka sig verulega á til að bregðast við og hjálpa hinum átján milljónum íbúa Sýrlands og grannríkja þess, sem eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Í dag hefst í London alþjóðlega ráðstefnan „Supporting Syria and the region 2016“, sem bresk stjórn- völd standa að ásamt Þýskalandi, Kúveit, Noregi og Sameinuðu þjóð- unum. Ráðstefnunni er ætlað að nálgast vandann með nýjum og metnaðarfullum hætti, sem miðar að því að stuðla að meiri langtíma- stuðningi við flóttamenn. Þessu á að áorka með hnitmiðuðum aðgerðum til að tryggja afkomu fólksins og lífsviðurværi og bættan aðgang að menntun. Með þessu er vonast til að flóttafólkið búi yfir þeirri færni og þekkingu sem best er til þess fallin að tryggja framtíð þess og möguleika á að snúa heim og byggja upp heimaland sitt að nýju að stríði loknu. Það gleður mig að Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja ráðstefnuna og leggur markmiðum hennar lið fyrir Íslands hönd. Á ráðstefnunni í London er líka ætlunin að leita lausna á þeirri miklu neyð sem sýrlenskur almenn- ingur stendur frammi fyrir, og safna verulega auknum fjárframlögum til að mæta þörfum nauðstaddra, bæði til skemmri og lengri tíma. Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir framlögum upp á alls um 7,7 millj- arða Bandaríkjadala. Þá er gert ráð fyrir að framlög upp á 1,2 milljarða dala til viðbótar vanti til að standa straum af kostnaði sem stjórnvöld í nágrannaríkjum Sýrlands bera af móttöku flóttamanna. Bretland leiðandi afl Bretland hefur verið leiðandi afl í viðleitni alþjóðasamfélagsins til að taka á vandanum í Sýrlandi. David Cameron forsætisráðherra hefur fylgt eftir af festu þeirri stefnu að finna allsherjarlausn á vandanum, sem tekur á rótum hans frekar en einvörðungu að bregðast við afleið- ingunum. Í þessari stefnu felst að alþjóða- samfélagið leggist saman á árar til að binda enda á hin grimmilegu stríðsátök sem enn geisa í landinu. Stefnan er þríþætt og nær til póli- tískra og hernaðarlegra þátta auk mannúðaraðstoðar. Hvað hina pólitísku vídd varðar er Bretland einn af burðarásum Alþjóðabanda- lagsins til stuðnings Sýrlandi (ISSG – Inter national Syria Support Group), sem vinnur að pólitískri lausn og að byggja brú yfir í friðsamlega framtíð. Hernaðarlega tekur Bret- land virkan þátt í herferðinni gegn Daesh, hryðjuverkasveitunum sem kenna sig við Íslamskt ríki. Bretland er jafnframt annar stærsti veitandi neyðaraðstoðar við flóttafólk á svæðinu, næst á eftir Bandaríkj- unum. Framlög frá Bretlandi eru nú þegar komin yfir 1,1 milljarð sterl- ingspunda, sem varið er til mann- úðar aðstoðar af öllu tagi, matar- sendinga, tjaldbúða, læknishjálpar og hreins drykkjarvatns fyrir hundr- uð þúsunda nauðstaddra. Grannríki Sýrlands eins og Jórd- anía, Tyrkland og Líbanon hafa án vafa bjargað miklum fjölda manns- lífa með rausnarskap sínum gagn- vart flóttafólki og með því að veita því hæli skammt frá heimahögum sínum, frekar en að það takist á hendur hættulega för í átt til Evr- ópu. En við verðum öll að leggja meira á okkur. Við verðum að taka saman höndum um að gera Sýr- land að öruggari stað, með markið sett á friðsamlega uppbyggingu til framtíðar. Alþjóðasamfélaginu ber skylda til að hjálpa þeim fjórum milljónum manna sem dvelja í flóttamannabúðum í grannríkjum Sýrlands, sem og þeim 13 milljónum sem eru í nauðum staddar innan Sýrlands sjálfs. Sýrlenska þjóðin þarf að vita og finna að alþjóðasam- félagið stendur með henni og muni gera það áfram. Ráðstefnan í London mun ein og sér ekki vera fær um að leysa þau margslungnu vandamál sem við er að etja í Sýrlandi, og finna verður pólitíska lausn á deilunni. En með því að halda áfram að beina kast- ljósinu að óhæfuverkum í garð sak- lauss almennings munum við sjá til þess að áþján sýrlensku þjóðarinnar gleymist ekki. Sameinumst um aðstoð við Sýrlendinga Stuart Mill sendiherra Bret- lands á Íslandi Jón G narr Pistillinn Við getum sem samfélag og sem einstaklingar minnkað líkurnar á krabbameini með því að tileinka okkur heilsu- samlega lífshættiog með því að beita aðgerðum sem auð- velda slíkt. Alþjóðasamfélaginu ber skylda til að hjálpa þeim fjórum milljónum manna sem dvelja í flóttamannabúð- um í grannríkjum Sýrlands, sem og þeim 13 milljónum sem eru í nauðum staddar innan Sýrlands sjálfs. Sýr- lenska þjóðin þarf að vita og finna að alþjóðasamfélagið stendur með henni og muni gera það áfram. 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 C -4 1 6 0 1 8 5 C -4 0 2 4 1 8 5 C -3 E E 8 1 8 5 C -3 D A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.