Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 48
Frumsýningar Alvin og íkornArnir, ævintýrið miklA Fjölskyldumynd Aðalhlutverk: Orri Huginn Ágústsson, Björgvin Franz Gíslason og Ólafur Sk. Þorvaldz IMDb 4,1/10 Rotten Tomatoes 55% Frumsýnd: 5. febrúar ConCussions Drama Aðalhlutverk: Will Smith, Alec Baldwin og Albert Brooks IMDb 7,1/10 Rotten Tomatoes 77% Frumsýnd: 5. febrúar 13 Hours: tHe seCret soldiers of BengHAzi Drama og hasar Aðalhlutverk: John Krasinski, Pablo Schreiber og James Badge Dale IMDb 7,6/10 Rotten Tomatoes 87% Frumsýnd: 5. febrúar KviKmyndir HHHHH Leikstjóri: Helgi Felixson Framleiðendur: Helgi Felixson og Titti Johnson Klipping: Titti Johnson Tónlist: Emil Brandqvist Kvikmyndataka: Helgi Felixson Njósnir, lygar og fjölskyldubönd, eða Spies, Lies and Family Ties eins og hún hefur verið svo skemmtilega þýdd á ensku, er nýjasta heimilda- mynd leikstjórans Helga Felixson- ar. Hann segir hér mjög persónu- lega sögu af afa sínum og ömmu sem urðu fyrir því að vera hand- tekin af breska hernum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir að taka þátt í að hylma yfir með þýskum njósnara. Þetta er allt hið furðulegasta mál og er myndin í senn rannsókn á þessu máli hjá Helga og skoðun á sögu fjölskyldu hans, sem fléttast saman við tvær heimsstyrjaldir og dreifist á milli þriggja landa. Hér er sannarlega á ferðinni hrífandi viðfangsefni og Helga tekst nokkuð vel að setja þessa sérstöku atburði úr sögu fjölskyldu sinnar í samhengi. Fyrri hluti myndar- innar kafar ágætlega ofan í ævi afa hans og ömmu, en amma hans var þýsk. Þau kynntust í New York og fluttu síðan til Ísafjarðar þar sem þau settust að. Hér er gefin góð til- finning fyrir bæði stað og stund og Helgi fyllir myndina af skemmti- legu og lifandi myndefni af lífinu á Ísafirði á millistríðsárunum. Þessi mynd er bæði ágætis sögukennsla og áhugaverð fjöl- skyldusaga, en rannsóknarhluti myndarinnar er ekki alveg jafn vel heppnaður. Vissulega er gefin góð mynd af atburðunum sem hentu fólkið og auðvitað er ekki hægt að svara öllum spurningunum en það hefði vel mátt kafa dýpra í suma hluti. Sem dæmi er minna en þriðjungur eftir af myndinni þegar loksins kemur að sjálfri handtökunni og það sem henni fylgdi og hefði vel mátt skoða það betur. T.d. kemur aldrei skýrt fram hversu lengi þau sátu inni og ekki farið mjög ýtarlega út í hvernig sjálf fangelsisdvölin var. Stíll myndarinnar og frásagnar- máti eru tiltölulega hefðbundin en hún er þó mjög vel klippt og samansett og flæðir ágætlega, heldur manni við efnið og verður sjaldan langdregin en þó svolítið endurtekningarsöm á köflum. Þá er tónlistin í myndinni flott og hljóð- vinnslan að mestu góð. Aftur á móti er myndatakan ekki sérlega vönd- uð í nýju viðtölunum sem voru tekin upp fyrir myndina, bæði eru þau illa lýst og greinilega ekki tekin upp í háskerpu eins og gert er með allar myndir í dag. Það er eitthvað skrítið að sjá nýja heimildamynd þar sem gamalt efni í myndinni er oft í betri gæðum en glænýja efnið. Helgi er sjálfur sögumaður í myndinni og greinilega ekki vanur sögumaður, röddin er frekar ein- tóna og takturinn skrítinn, en það er skiljanlegt að hann hafi sjálfur viljað segja þessa persónulegu sögu og á endanum venst röddin hans. Í stuttu máli má segja að hér sé á ferðinni ágætis mynd til að sjá á RÚV á sunnudagskvöldi. Atli Sigurjónsson niðursTaða: Hrífandi saga, sögð á frekar hefðbundinn hátt. Kvik- myndagerðin hefur sína galla en er að mestu ágæt og myndin heldur manni við efnið. Njósnir, lygar og fjölskyldubönd: Hrífandi saga í þokkalegum umbúðum Njósnir, lygar og fjölskyldubönd er bæði ágætis sögukennsla og áhugaverð fjölskyldusaga, en rannsóknarhlutinn er ekki eins vel heppnaður. 4 . F e b r ú a r 2 0 1 6 F i m m T u d a G u r36 m e n n i n G ∙ F r É T T a b L a ð i ð bíó 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 5 C -4 B 4 0 1 8 5 C -4 A 0 4 1 8 5 C -4 8 C 8 1 8 5 C -4 7 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.