Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 46
Dans Óður og Flexa halda afmæli HHHHH Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir Leikstjóri: Pétur Ármannsson Ljósahönnuður: Jóhann Friðrik Ágústsson Hljóðmynd: Baldvin Magnússon Sviðsmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Ellen Margrét Bæhrenz, Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir Óður og Flexa halda afmæli er fram­ hald af verkinu Óður og Flexa reyna að fljúga, sem Þyri Huld og Hannes Þór sýndu á sviðslistahátíðinni ASSITEJ árið 2014. Nú fá þau til liðs við sig þrjá dansara Íslenska dans­ flokksins: Cameron Corbett, sem er í hlutverki sögumannsins með látbragðsleik og Ásgeir Helga og Ellen Margréti sem eru í hlutverki „prumpuskrímslanna“. Óður og Flexa eru krakkar með feikilega ríkt hugmyndaflug og ótrú­ lega líkamlega tilburði. Þau virðst vera venjulegir krakkar en breytast svo í ofurhetjur sem geta allt. Hvort það er í eigin hugarheimi eða í raun­ veruleikanum sjálfum skal ósagt látið. Verkið fléttar saman danslist, látbragð og sjónhverfingar. Pétur Ármannsson leikstýrir verkinu og tekst honum einkar vel upp við að halda góðum takti, breytingum og óvæntum snún­ ingum í gegnum allt verkið. Sér­ staklega má þar nefna síðasta atriði verksins þar sem trúðahúmor skín skýrt í gegn. Mikill hlátur var meðal áhorfenda sem spönnuðu mjög breiðan aldurs­ hóp, allt frá eins árs börnum til full­ orðinna sem allir virtust skemmta sér konunglega. Leikmyndin eftir Júlíönnu Láru er mjög snjöll og þótt hlutirnir virðist hversdagslegir búa þeir yfir töfrum sem flytja áhorfendur í ný rými/víddir. Búningarnir eru einn­ ig sérlega skondnir og margþættir. Þeir öðlast svo sitt eigið líf þar sem þeir vakna bókstaflega til lífsins og dansa um sviðið með ævintýra­ legum hætti. Verkið studdist við klassíska tón­ list, m.a. eftir Johann Strauss, Wagn­ er og Tsjajkovskí, sem léði verkinu yfirbragð klassísks gríns eða trúða­ leiks eins og mætti kalla það. Hljóðmyndin eftir Baldvin Magn­ ússon var mjög skondin og þá má sérstaklega nefna þegar prumpu­ skrímslin eru kynnt til sögunnar með viðeigandi hljóðum. Allir dansarar stóðu sig með stakri prýði og héldu uppi orku, húmor og leikrænum tilburðum í gegnum allt verkið. Einnig má hrósa lengd verksins. Hnitmiðaðar 40 mínútur reyndust einstaklega heppileg lengd fyrir barnaverk af þessu tagi. Þessar mínútur voru stútfullar og aldrei mátti finna orkuna falla. Kara Hergils Valdimarsdóttir niðurstaða: Vel unnið barnaverk þar sem hugmyndin, útfærslan og umgjörðin voru til fyrirmyndar. Óður og Flexa eru krakkar með Feikilega ríkt hugmynda- Flug og Ótrúlega líkamlega tilburði. tÓnlist Kammertónleikar HHHHH Caput hópurinn Verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, Hallvarð Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunnarsson, Þráin Hjálmarsson og Gunnar Karel Másson. Norðurljós í Hörpu Föstudaginn 29. janúar Sveinn Lúðvík Björnsson er vaxandi tónskáld. Skemmst er að minnast einstaklega hrífandi klarinettukons­ erts eftir hann sem var frumfluttur á Sinfóníutónleikum í fyrra. Hann kann þá list að segja margt með fáum tónum, einföldum hendingum og markvissum endurtekningum. Verk sem bar nafnið Dropakast og var frumflutt á tónleikum Caput hópsins á Myrkum músíkdögum olli ekki vonbrigðum. Tónsmíðin var í sex köflum. Hún var eins konar konsert þar sem einleikarinn var slagverksleikarinn Steef van Ooster­ hout en hljómsveitin eingöngu fjórir blásarar. Andrúmsloftið var grípandi. Ýmist var tónlistin svo innhverf að hún heyrðist varla, eða þá alsett vélrænum, hvössum, síendurteknum tónum. Þessi mikla breidd í skáldskapnum var mögnuð; útkoman var dásamlega margræð. Samspil einleikarans og blás­ aranna var litríkt. Stundum var blásturinn kröftugur, eða bara and­ varp. En hann rammaði ávallt ein­ leikinn inn á athyglisverðan hátt og lyfti honum upp í hæstu hæðir. Einleikurinn sjálfur var pottþéttur, taktfastur og akkúrat, en líka fínlega mótaður. Infernal Oscillation eftir Hallvarð Ásgeirsson kom ekki eins vel út. Tónlistin sjálf var þó eftirtektarverð, en hún leið fyrir slakan flutning. Þar bar mest á samspili bassaklarinettu og sellós, sem var oft ónákvæmt. Útkoman missti óneitanlega marks. Mun verra var þó Erfiljóð handa Guðmundi eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Tónlistin var afskap­ lega fráhrindandi, hún hljómaði helst eins og almannavarnaflauta. Það var ófagurt. Influence of Buildings on Musical Tone fyrir sex hljóðfæraleikara eftir Þráin Hjálmarsson var hins vegar spennandi. Í tónleikaskránni var sagt að verkið væri „óður til hljóm­ burðar torfhúsa sem voru algeng­ ustu hljóðvistarrými Íslendinga um aldir“. Tónlistin samanstóð sumpart af þruski og óljósum tónum sem var raðað upp á smekklegan máta. Heildarmyndin var þrungin stemn­ ingu og fallegum blæbrigðum sem voru heillandi. Einleikskonsert fyrir túbu og sin­ fóníettu (stóra kammersveit) eftir Gunnar Karel Másson var líka dálít­ ið spúkí. Túban er ákaflega gróft hljóðfæri og tónlistin var groddaleg, bæði einleikurinn og hljómsveitar­ spilið. Framvindan var einbeitt og tónmálið blátt áfram. Einleikarinn Nimrod Ron lék af festu og öryggi, og hljómsveitin var með allt sitt á hreinu. Jónas Sen niðurstaða: Megnið var gott, sumt frábært, annað ekki. Segir margt með fáum tónum Ævintýralegur dans Óður og Flexa halda afmæli er langþráð og skemmtileg danssýning fyir börn á öllum aldri. Sveinn Lúðvík Björnsson FréttaBLaðið/GVa HALDA AFMÆLI Miðaverð 2.500 kr. Tryggðu þér miða á www.id.is eða í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000 Bráðfyndið barnaverk sýnt alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:00 í febrúar í Borgarleikhúsinu 4 . F e b r ú a r 2 0 1 6 F i M M t u D a G u r34 M e n n i n G ∙ F r É t t a b l a ð i ð menning 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 5 C -3 7 8 0 1 8 5 C -3 6 4 4 1 8 5 C -3 5 0 8 1 8 5 C -3 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.