Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 2
3,9
stig var stærð skjálftans
sem átti upptök sín sunnan
Kleifarvatns.
Veður
Vaxandi austanátt í dag og bætir í
ofankomu, 15-28 m/s síðdegis, hvassast
sunnan og vestan til, talsverð snjókoma,
en slydda eða rigning við suðurströndina.
Hægari vindur og úrkomuminna
norðaustan til fram eftir kvöldi. Frost 0 til 5
stig, en hlánar sunnan til. Talsverð eða mikil
snjókoma suðaustan og austan til í kvöld,
en slydda eða rigning á láglendi í nótt.
Sjá Síðu 32
Fyrsta listasafnið sem stendur undir vatnsborði var opnað í gær, nærri Blanca-ströndinni á Lanzarote í Kanaríeyjaklasanum. Safnið er 2.500 fer-
metrar. Listaverkin eru 12 metra ofan í vatninu. Hér fyrir ofan sjást nokkur verk eftir listamanninn Jason deCaires. Fréttablaðið/EPa
Fyrsta listasafnið í vatni
Fáfnir rekur dýrasta skip Íslandssög-
unnar. aðsEnd mynd
viðSkipti Sjóðirnir Akur og Horn II,
sem saman eiga meirihluta í Fáfni
Offshore, höfnuðu í vikunni, tilboði
í hluti sína í Fáfni. Heimildir Frétta-
blaðsins herma að Steingrímur Erlings-
son, fyrrverandi forstjóri og stofnandi
Fáfnis Offshore, hafi boðið í hlutina.
Íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hlut-
hafar í bæði Akri, sem rekinn er af
dótturfélagi Íslandsbanka og á 30 pró-
senta hlut í Fáfni, og Horni II, sem er
rekið af dótturfélagi Landsbankans og
á 23 prósenta hlut. Steingrími var sagt
upp sem forstjóra í desember en hann
á 21 prósents hlut í félaginu.
Jóhannes Hauksson, stjórnarfor-
maður Fáfnis og framkvæmdastjóri
Akurs, vildi ekki tjá sig um málið og
bar fyrir sig trúnaði.
Fáfnir rekur dýrasta skip Íslands-
sögunnar, Polarsyssel, sem hefur verið
í útleigu hjá sýslumanninum á Sval-
barða hluta ársins, en það er eina verk-
efni Fáfnis. Fyrirtækið er með annað
enn stærra og dýrara skip í smíðum,
Fáfni Víking. Afhendingu skipsins
hefur verið frestað nokkrum sinnum,
nú síðast fram til ársins 2017. Djúp
kreppa ríkir í þjónustu við olíuiðnað
en olíuverð hefur fallið um meira en
70 prósent frá sumrinu 2014. Búið er
að leggja um 100 olíuþjónustuskipum
í Noregi, um 15 prósentum flotans. – ih
Höfnuðu
tilboði í
hluti í Fáfni
velferðarmál Skera á niður um
áttatíu milljónir til stuðnings og sér-
kennslu í leikskólum á árinu. Er þetta
liður í hagræðingaraðgerðum Reykja-
víkurborgar. Leikskólastjórar hafa
gagnrýnt niðurskurðinn enda skjóti
skökku við að spara í sérkennslu þegar
sífellt fleiri börn þurfi aðstoð. Einnig
segja þeir að búið sé að skera inn að
beini í leikskólum borgarinnar.
Skúli Helgason, formaður skóla- og
frístundaráðs, segir gríðarlegan vöxt
útgjalda til sérkennslu eina ástæðu
þess að endurskoða þurfi fyrirkomu-
lagið. Frá árinu 2009 hafi kostnaður
við sérkennslu aukist um 800 milljónir
króna, farið úr 300 milljónum í ellefu
hundruð milljónir.
Sparað verður í sérkennslu barna
með vægari raskanir, svo sem mál-
þroska- og hegðunarraskanir. Skipu-
lag þjónustunnar breytist og áherslan
verður á virka ráðgjöf og handleiðslu
sérfræðinga við starfsfólk leikskóla,
eins og gert hefur verið með hegðunar-
ráðgjöf. Skúli tekur börn með erlendan
bakgrunn sem dæmi en greiningar á
málþroskaröskunum hafa tvöfaldast á
síðustu árum. Árið 2012 greindust 124
börn með röskunina en árið 2014 voru
þau tvö hundruð.
„Annað hvert barn sem er sent í
greiningu vegna málþroskaröskunar
er af erlendum uppruna. Við getum
minnkað áherslu á greiningar sem eru
dýrar og tímafrekar og einbeitt okkur
að því að auka málörvun og þjálfun á
leikskólanum – án sérstakrar greining-
ar. Við þurfum ekki flóknar greiningar
til þess að vita að barn af erlendum
uppruna þurfi stuðning í íslensku.“
Greiningum leikskólabarna hefur
almennt fjölgað mjög og þar af leið-
andi hefur sérkennsla og stuðningur á
leikskólum aukist. Nær helmingi fleiri
börn voru með greiningu á leikskólum
Reykjavíkur árið 2014 en árið 2009.
„Við viljum skoða þessa fjölgun á
greiningum. Hvort það séu alltaf eðli-
legar ástæður að baki eða hvort þær
séu hugsanlega afleiðing af því hvernig
kerfið okkar er byggt upp. Því ef barn
er komið með greiningu fylgir því fjár-
magn. Þannig myndast hvati í kerfinu
til að senda börn í dýrar greiningar.
Við viljum draga úr þessari greininga-
miðun en tryggja betur að úrræðin séu
markviss og skili sér í stöðugum fram-
förum barnanna,“ segir Skúli.
erlabjorg@frettabladid.is
Kostnaður vegna
sérkennslu margfaldast
Áttatíu milljóna niðurskurður verður á stuðningi og sérkennslu leikskólabarna
í Reykjavík. Leikskólastjórar uggandi. Sífellt fleiri börn með greiningu og stuðn-
ing. Formaður skóla- og frístundasviðs vill færri greiningar og fleiri úrræði.
spara þarf á leikskólum borgarinnar, fyrst og fremst í sérkennslu og stuðningi.
Fréttablaðið/stEFán
✿ fjöldi barna sem fá stuðning
í leikskólum reykjavíkur
2009 2010 2011 2012 2013 2014
5,1%
6,2% 6,9%
7,1% 7,6%
8,7%
340
544499473
417
632
6.625* 7.284*7.130*7.020*6.865*6.742*
*Fjöldi barna í leikskólum borgarinnar
Náttúra Íbúar í Hafnarfirði fundu
fyrir jarðskjálfta á áttunda tímanum
í gærkvöldi. Greindu nokkrir frá því
að rafmagnstruflanir hefðu gert vart
við sig.
Frumniðurstöður Veðurstofu
Íslands leiddu í ljós að um var að
ræða tvo skjálfta sem áttu sér upp-
tök um fimm kílómetra frá Krísuvík.
Stærsti skjálftinn var upp á 3,9 stig
og átti sér upptök sunnan Kleifar-
vatns.
Nokkrir eftirskjálftar mældust í
kjölfarið en ólíklegt er að þeir hafi
fundist í byggð. – bo
Jarðskjálfti við
Kleifarvatn
4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f i m m t u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
3
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
5
C
-1
0
0
0
1
8
5
C
-0
E
C
4
1
8
5
C
-0
D
8
8
1
8
5
C
-0
C
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K