Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.02.2016, Blaðsíða 2
3,9 stig var stærð skjálftans sem átti upptök sín sunnan Kleifarvatns. Veður Vaxandi austanátt í dag og bætir í ofankomu, 15-28 m/s síðdegis, hvassast sunnan og vestan til, talsverð snjókoma, en slydda eða rigning við suðurströndina. Hægari vindur og úrkomuminna norðaustan til fram eftir kvöldi. Frost 0 til 5 stig, en hlánar sunnan til. Talsverð eða mikil snjókoma suðaustan og austan til í kvöld, en slydda eða rigning á láglendi í nótt. Sjá Síðu 32 Fyrsta listasafnið sem stendur undir vatnsborði var opnað í gær, nærri Blanca-ströndinni á Lanzarote í Kanaríeyjaklasanum. Safnið er 2.500 fer- metrar. Listaverkin eru 12 metra ofan í vatninu. Hér fyrir ofan sjást nokkur verk eftir listamanninn Jason deCaires. Fréttablaðið/EPa  Fyrsta listasafnið í vatni Fáfnir rekur dýrasta skip Íslandssög- unnar. aðsEnd mynd viðSkipti Sjóðirnir Akur og Horn II, sem saman eiga meirihluta í Fáfni Offshore, höfnuðu í vikunni, tilboði í hluti sína í Fáfni. Heimildir Frétta- blaðsins herma að Steingrímur Erlings- son, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Fáfnis Offshore, hafi boðið í hlutina. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hlut- hafar í bæði Akri, sem rekinn er af dótturfélagi Íslandsbanka og á 30 pró- senta hlut í Fáfni, og Horni II, sem er rekið af dótturfélagi Landsbankans og á 23 prósenta hlut. Steingrími var sagt upp sem forstjóra í desember en hann á 21 prósents hlut í félaginu. Jóhannes Hauksson, stjórnarfor- maður Fáfnis og framkvæmdastjóri Akurs, vildi ekki tjá sig um málið og bar fyrir sig trúnaði. Fáfnir rekur dýrasta skip Íslands- sögunnar, Polarsyssel, sem hefur verið í útleigu hjá sýslumanninum á Sval- barða hluta ársins, en það er eina verk- efni Fáfnis. Fyrirtækið er með annað enn stærra og dýrara skip í smíðum, Fáfni Víking. Afhendingu skipsins hefur verið frestað nokkrum sinnum, nú síðast fram til ársins 2017. Djúp kreppa ríkir í þjónustu við olíuiðnað en olíuverð hefur fallið um meira en 70 prósent frá sumrinu 2014. Búið er að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi, um 15 prósentum flotans. – ih Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni velferðarmál Skera á niður um áttatíu milljónir til stuðnings og sér- kennslu í leikskólum á árinu. Er þetta liður í hagræðingaraðgerðum Reykja- víkurborgar. Leikskólastjórar hafa gagnrýnt niðurskurðinn enda skjóti skökku við að spara í sérkennslu þegar sífellt fleiri börn þurfi aðstoð. Einnig segja þeir að búið sé að skera inn að beini í leikskólum borgarinnar. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir gríðarlegan vöxt útgjalda til sérkennslu eina ástæðu þess að endurskoða þurfi fyrirkomu- lagið. Frá árinu 2009 hafi kostnaður við sérkennslu aukist um 800 milljónir króna, farið úr 300 milljónum í ellefu hundruð milljónir. Sparað verður í sérkennslu barna með vægari raskanir, svo sem mál- þroska- og hegðunarraskanir. Skipu- lag þjónustunnar breytist og áherslan verður á virka ráðgjöf og handleiðslu sérfræðinga við starfsfólk leikskóla, eins og gert hefur verið með hegðunar- ráðgjöf. Skúli tekur börn með erlendan bakgrunn sem dæmi en greiningar á málþroskaröskunum hafa tvöfaldast á síðustu árum. Árið 2012 greindust 124 börn með röskunina en árið 2014 voru þau tvö hundruð. „Annað hvert barn sem er sent í greiningu vegna málþroskaröskunar er af erlendum uppruna. Við getum minnkað áherslu á greiningar sem eru dýrar og tímafrekar og einbeitt okkur að því að auka málörvun og þjálfun á leikskólanum – án sérstakrar greining- ar. Við þurfum ekki flóknar greiningar til þess að vita að barn af erlendum uppruna þurfi stuðning í íslensku.“ Greiningum leikskólabarna hefur almennt fjölgað mjög og þar af leið- andi hefur sérkennsla og stuðningur á leikskólum aukist. Nær helmingi fleiri börn voru með greiningu á leikskólum Reykjavíkur árið 2014 en árið 2009. „Við viljum skoða þessa fjölgun á greiningum. Hvort það séu alltaf eðli- legar ástæður að baki eða hvort þær séu hugsanlega afleiðing af því hvernig kerfið okkar er byggt upp. Því ef barn er komið með greiningu fylgir því fjár- magn. Þannig myndast hvati í kerfinu til að senda börn í dýrar greiningar. Við viljum draga úr þessari greininga- miðun en tryggja betur að úrræðin séu markviss og skili sér í stöðugum fram- förum barnanna,“ segir Skúli. erlabjorg@frettabladid.is Kostnaður vegna sérkennslu margfaldast Áttatíu milljóna niðurskurður verður á stuðningi og sérkennslu leikskólabarna í Reykjavík. Leikskólastjórar uggandi. Sífellt fleiri börn með greiningu og stuðn- ing. Formaður skóla- og frístundasviðs vill færri greiningar og fleiri úrræði. spara þarf á leikskólum borgarinnar, fyrst og fremst í sérkennslu og stuðningi. Fréttablaðið/stEFán ✿ fjöldi barna sem fá stuðning í leikskólum reykjavíkur 2009 2010 2011 2012 2013 2014 5,1% 6,2% 6,9% 7,1% 7,6% 8,7% 340 544499473 417 632 6.625* 7.284*7.130*7.020*6.865*6.742* *Fjöldi barna í leikskólum borgarinnar Náttúra Íbúar í Hafnarfirði fundu fyrir jarðskjálfta á áttunda tímanum í gærkvöldi. Greindu nokkrir frá því að rafmagnstruflanir hefðu gert vart við sig. Frumniðurstöður Veðurstofu Íslands leiddu í ljós að um var að ræða tvo skjálfta sem áttu sér upp- tök um fimm kílómetra frá Krísuvík. Stærsti skjálftinn var upp á 3,9 stig og átti sér upptök sunnan Kleifar- vatns. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið en ólíklegt er að þeir hafi fundist í byggð. – bo Jarðskjálfti við Kleifarvatn 4 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f i m m t u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 C -1 0 0 0 1 8 5 C -0 E C 4 1 8 5 C -0 D 8 8 1 8 5 C -0 C 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.