Gerðir kirkjuþings - 1966, Síða 3

Gerðir kirkjuþings - 1966, Síða 3
Fyrir III. kjördæmi kom 1. varam., Páll Pálsson, bóndi, Þúfum, fyrir VI. kjördæmi 2. varam., sr. Skarphéðinn Petursson, prófastur, Bjarnanesi (1. varam., sr. Sigmar Torfason, prófastur, Skeggjastöðum var forfallaður), fyrir VII. kjördæmi 1. varam., frú Pálína Páls- dóttir, Eyrarbakka. Fyrri varam. V. kjördæmis, Jón Kr. Kristjáns- son, skólastjóri, var forfallaður, en 2. varam. er látinn. Var því enginn leikmannafulltrúi fyrir V. kjördæmi á þessu þingi. Annar fundur Kirkjuþings var mánud. 3. okt. kl. 14. Fyrir honum lá álit kjörbréfanefndar og voru kjörbréf nýrra fulltrúa tekin gild. Þá voru skv. þingsköpum kosnir starfsmenn þingsins og fastanefndir. Fyrsti varaforseti var kosinn sr. Gunnar Árnason, annar varaforseti Þórarinn Þórarinsson. Skrifarar voru kosnir þeir Steingrímur Benediktsson og sr. Sigurður Guðmundsson. Kosnar voru 2 fastanefndir. í löggjafarnefnd: sr. Þorsteinn B. Gíslason, Þórður Möller, sr. Björn Magnússon, sr. Gunnar Árnason, Jósefína Helgadóttir, Páll Pálsson, sr. Þorbergur Kristjánsson. í allsherjarnefnd: sr. Sigurður Pálsson, sr. Sigurður Guðmundsson, Pálína Pálsdóttir, sr. Skarphéðinn Pétursson, Steingrímur Benediktsson, Þórarinn Þórarinsson, sr. Þorgrímur Sigurðsson. Síðar (á 7. fundi) var kosin þingfararkaupsnefnd: Steingrímur Benediktsson, Páll Pálsson, sr. Sigurður Guðmundsson. Á 2. fundi, að loknu nefndakjöri, flutti biskup skýrslu um störf kirkjuráðs. Fundir hófust jafnan með því að sunginn var sálmur, þá las biskup ritningarkafla og þingmenn báðu saman Faðir vor. Þingfundir voru 12 alls. Löggjafarnefnd hélt 8 fundi með sér. Form. hennar var sr. Þorsteinn B. Gíslason, varaform. Þórður Möller, ritari sr. Gunnar Árnason.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.