Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 15

Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 15
12. gr. Auglýsa skal til umsóknar allar þær stöður sem um ræoir í 6. - 11. gr. Laun og annar kostnaður við þessi embætti greiðist úr ríkissjóði skv. úrskurði kirkjumálaráðherra. 13. gr. Nú vilja menn breyta skipun sókna eða takmörkum presta- kalla, flytja sókn eða hluta úr sókn úr einu prestakalli í annað, leggja niður kirkju eða færa úr stað, eða taka upp nýja kirkju, þar sem ákvæði 2. og 3. gr. eiga ekki við, og skal það mál koma fyrir safnaðarfund, eða safnaðarfundi, ef fleiri en einn söfnuður eiga í hlut. Ef breytingin viðkemur aðeins einum söfnuði, ræður meiri hluti atkvæða á lögmætum safnaðarfundi. Sóu söfnuðir tveir, ræður meiri hluti atkvæða á báðum fundum. Séu söfnuðir fleiri en tveir, ræður meiri hluti safnaðarfunda. Samþykki síðan héraðsfundur (eða héraðsfundir ef breytingin nær til fleiri en eins prófastsdæmis) tillögurnar, er kirkju- stjórn rétt að staöfesta breytingarnar. 14. gr. NÚ er við breytingar þær, sem um ræðir í 13. gr., aðeins um tilfærslu gjaldfeftda milli sókna að ræða, og kirkjur eru í báðum sóknum, og skal þá sóknarkirkja sú, er nýja gjaldendur fær við sóknarbreytinguna, gjalda kirkju þeirrar sóknar, er gjaldendur missir, sem svarar þriggja ára lögboðnu sóknargjaldi fyrir hvern gjaldanda. Upphæðin greiðist með jöfnum afborgunum á næstu fimm árum, en án vaxta. Nú er sókn skipt og tekin upp ný sókn og kirkjubygging hafin, og skal þá kirkjumálaráðherra, ef honum berst krafa um það, skipa þrjá menn í samráði við biskup til þess að meta skuldlausar eignir sóknarkirkjunnar. Er kirkjunni síðan skylt að greiða vaxtalaust og með jöfnum afborgunum á næstu fimm árum þann hluta eignanna, er hinni nýju sókn ber að tiltölu réttri við tölu gjaldenda í báðum sóknum, þegar skiptin fara fram, að frádregnu þriggja ára sóknargjaldi þeirra gjalöenaa, er kirkjan missir við skiptinguna. - Þegar ný sókn er löglega upp tekin, er presti þess prestakalls- þar sem guösþjónustuhús

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.