Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 18

Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 18
24. gr. Hlutverk Kristnisjóös skal vera: 1. Að launa aðstoðarþjónustu presta eða kandidata á þeim stöðum sem þess er sérstök þörf. Biskup gerir ráðstöfun um þessa þjónustu í samráði við hlutaðeigandi sóknarpresta og héraðsprófasta. Kandidötum skulu goldin laun skv. 19. flokki kjaradóms. 2. Að launa sterfsmenn, sem ráðnir eru til sérstakra verk- efna í þágu þjóðkirkjunnar í heild samkvæmt ákvörðun Kirkjuþings. Slíkir starfsmenn skulu ráðnir af biskupi með samþykki kirkjuráðs, enda hafi starfið áður verið auglýst til umsóknar með venjulegum hætti. 3. Styrkja söfnuði, er ráða vilja leika starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðsmála, líknarmála eða að öðrum mikilvægum verkefnum. 4. Veita styrki fátækum söfnuðum, styðja námsmenn og ýmsa starfsemi kirkjunnar, svo sem ótgáfu kristilegra rita og hjálpargagna í safnaðarstarfi og önnur brýn verkefni. 25. gr. Fastir starfsmenn kirkjunnar, sem ráðnir eru til fullrar vinnu skv. 23. gr. 1 og 2, skulu njóta réttinda opinberra starfsmanna. Kandidötum skal reiknað til embættisaldurs sú sem þjónusta,þeir kunna að inna af hendi samkv. 23.gr. tölulið 1 og 2. 26. gr. Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju hefir á hendi umsjá og stjórn Kristnisjóðs og ber ábyrgð fyrir Kirkjuþingi á stjórn hans. Skal kirkjuráð semja starfsáætlun fyrir sjóðinn og leggja hana, ásamt endurskoðuðum reikningi hans, fyrir hvert reglulegt Kirkjuþing til fullnaðarákvörðunar og samþykktar.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.