Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 24

Gerðir kirkjuþings - 1966, Blaðsíða 24
B. Um Kristnisjóð. Þá leggur kirkjuráð til, að frumvarpinu um Kristnisjóð verði skeytt aftan við frumvarp um skipun prestakalla með þessum hætti: 23. gr. Stofna skal sjóð er nefnist Kristnisjóður. 24. gr. Stofnfé sjóðsins er: a. Kirkjujarðasjóður. Skal sá sjóður lagður niður og renna í Kristnisjóð. b. Andvirði kirkjujarða, annarra en prestssetursjarða, sem seldar verða eftir gildistöku laga þessara. 25. gr. Tekjur Kristnisjóðs skulu vera: a. Vextir af stofnfó Kristnisjóðs. b. Árlegt framlag úr ríkissjóði er samsvari opinberum kostnaði af þeim prestaköllum, sem lögð eru niður samkvæmt lögum þessum og við síðari breytingar á prestakallaskipun landsins. Skal miða við full prestslaun, eins og þau eru á hverjum tíma svo og við áætlaðan opinberan kostnað af prestssetri. c. Önnur framlög, sem ákveðin kunna að verða með lögum. d. Frjáls framlög safnaða, einstaklinga og fyrirtækja. 26. gr. Hlutverk Kristnisjóðs skal vera: 1. Að launa aðstoðarþjónustu presta eða kandidata í víðlendum og fjölmennum prestaköllum. Skulu kandidatar í guðfræði vera aðstoð- armenn í slíkum prestaköllum allt að einu ári, áður en þeir hljóta prestsvígslu. Biskup gerir ráðstöfun um þessa þjónustu í samráði við hlutaðeigandi sóknarpresta og hóraðsprófasta. Kandidötum skulu goidin laun samkvæmt 19. flokki kjaradóms. 2. Að ^aunastarfsmenn, sem ráðnir eru til sérstakra verkefna í þágu þjóðkirkjunnar í heild samkvæmt ákvörðun Kirkjuþings. Slíkir starfsmenn skulu ráðnir af biskupi með samþykki kirkjuráðs.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.