Gerðir kirkjuþings - 1966, Qupperneq 25

Gerðir kirkjuþings - 1966, Qupperneq 25
3. Styrkja söfnuði, er ráða vilja djákna, diakonissur eða aðra starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðsmála, líknarmála eða að öðrum mikilvægum verkefnum. 4. Veita fátækum söfnuðum starfsstyrki, einkum á þeim stöðum, sem prestaköll hafa verið sameinuð og kirkjuleg þjónusta er sérstökum erfiðleikum háð. 5. Veita lán til bifreiðakaupa prestum sem eru að hefja prests- þjónustu í dreifbýli og skuldbinda sig til þriggja ára þjónustu hið minnsta. 6. Kosta búferlaflutning guðfræðinga, sem settir eru til prests- þjónustu samkvæmt 18. gr. þessara laga. 7. Styrkja námsmenn til undirbúnings undir prestsstarf og önnur kirkjuleg störf. 8. Styðja hverskonar starfsemi kirkjunnar til eflingar kristinni trú og siðgæði með þjóðinni, svo sem útgáfu á hjálpargögnum í safnaðar starfi og kristilegu fræðsluefni, ennfremur felög og stofnanir, sem vinna að mikilvægum verkefnum á kirkjunnar vegum. 27. gr. Fastir starfsmenn kirkjunnar, sem ráðnir eru til fullrar vinnu samkvæmt 26. gr. til 3^ t.l. skulu njóta róttinda opinberra starfs- manna. Kandidötum og prestum skal reikna þau skylduár, sem gert er ráð fyrir £ 18.gr. og 26.gr.l.lið sem þjónustuár. 28. gr. Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju hefur á hendi umsjá og stjórn Kristnisjóðs, og ber ábyrgð fyrir Kirkjuþingi á stjórn hans. Kirkjuráð setur reglugerð um einstök atriði, er varða starfsemi sjóðs- ins. Þá skal kirkjuráð semja starfsáætlun fyrir sjóðinn og leggja hana, ásamt endurskoðuðum reikningi hans fyrir hvert reglulegt Kirkju- þing til fullnaðar ákvörðunar og samþykktar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.