Gerðir kirkjuþings - 1966, Page 29
-3-
en svo, að þeir fari um allt biskupsdæmið á þremur til fimm árum.
9. gr.
Biskupar taka laun úr ríkissjóði og eiga rétt til
embættisbústaðar. Þeim skal veitt hæfilegt fé til embættis-
kostnaðar og risnu.
Kostnaður við vísitazíuferðir, vígslur og ferðir vegna
biskuparáðsfunda greiðist úr ríkissjéði eftir reikningi, sem
kirkjumálaráðherra úrskurðar.
10.gr.
Sjóðir, sem eru í eigu kirkna eða gjafasjóðir og aðrir
slíkir sjóðir, sem bundnir eru ákveðnu biskupsdæmi, eins og
þau verða samkvæmt þessum lögum, skulu vera í umsjá þess
biskups, sem hlut á að máli.
Heimilt er að lána úr sjóðum þessum til kirkjulegra
þarfa í öðrum biskupsdæmum, ef reglugerðir mæla því eigi í
gegn og biskuparáð samþykkir.
Biskuparáð fer með yfirstjórn almennra sameiginlegra
sjóða |)jóðkirkjunnar.
ll.gr.
Núverandi vígslubiskupaembætti skulu lögð niður, þegar
skipaðir eru biskupar samkvæmt þessum lögum.
12.gr.
Með lögum þessum er úr gildi numin 3.gr. laga nr. 47
frá 6. nóvember 1907 um laun prófasta, lög nr. 38 frá 30 júlí
1909 um vígslubiskupa, lög nr. 21 frá 27. júní 1921 um biskups-
kosningar, svo og önnur ákvæði, er fara £ bága við lög þessi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Núverandi biskup íslands á rétt á að setjast í hvert
biskupsdæmið, sem hann kýs.