Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 2
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ÞÝSKALAND Ingeborg Syllm-Rapo- port, hundrað og tveggja ára kona frá Þýskalandi, fékk doktors gráðu sína á þriðjudaginn, 77 árum eftir að hún kláraði doktors ritgerð sína um barnaveiki. Ingeborg fékk á sínum tíma ekki að verja doktorsritgerð sína. Móðir hennar var gyðingur og vildu nasistar af þeim ástæð- um ekki leyfa henni að verja rit- gerðina. „Háskólinn vildi leiðrétta ranglætið sem mér var sýnt og hefur hann sýnt mikla þolin- mæði sem ég er ævinlega þakk- lát fyrir,“ sagði Ingeborg við afhendingu gráðunnar. - þea 102 ára kona verður doktor: Nasistar neit- uðu um gráðu Land Fjöldi Bandaríkin 151 Filippseyjar 75 Taíland 67 Kína 49 Kanada 48 Víetnam 45 Rússland 28 Heimild: Útlendingastofnun Helstu upprunaríki STJÓRNSÝSLA Á fyrsta fjórðungi þessa árs gaf Útlendingastofnun út 861 dvalarleyfi til fólks af 84 þjóðernum, samkvæmt bráða- birgðatölum stofnunarinnar. „Fjölmennastir þeirra sem fengu dvalarleyfi voru Banda- ríkjamenn eða 17,5 prósent allra útgefinna leyfa,“ segir í umfjöll- un Útlendingastofnunar. Að auki eru fimm önnur þjóð- erni sögð hafa verið áberandi á tímabilinu; Filippseyingar, Taí- lendingar, Kínverjar, Kanada- menn og Víetnamar. „Á bilinu 45 til 75 einstaklingar af þessum uppruna fengu útgefin dvalar- leyfi.“ Fram kemur að dvalarleyfi til aðstandenda Íslendinga annars vegar og námsmanna og aðstand- enda þeirra hins vegar hafi verið algengustu tegundir útgefinna leyfa á tímabilinu, eða 63 pró- sent umsókna. Þriðji algeng- asti flokkur dvalarleyfa eru svo búsetuleyfi, sem fela í sér varan- legt dvalarleyfi hér á landi. Þá kemur fram að synjað hafi verið um útgáfu dvalarleyfis í 30 málum. „Var því fallist á umsókn um veitingu dvalarleyfis í tæp- lega 97 prósentum tilfella og er það svipað því sem verið hefur undan farin ár.“ Þá var fallist á 229 af 253 umsóknum um íslenskan ríkis- borgararétt og sex fengu lausn undan íslenskum ríkisborgara- rétti samkvæmt beiðni þar um. - óká Útlendingastofnun gaf út 861 dvalarleyfi til fólks af samtals 84 þjóðernum á fyrsta ársfjórðungi 2015: Bandaríkjamenn eru fjölmennasti hópurinn TÚNIS Sjóher Túnis bjargaði 356 flóttamönnum sem voru skipreika á leið frá Líbíu til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Á meðal flóttamanna var tveggja mánaða gömul stúlka. Án sjóhersins hefðu þeir líklegast allir drukknað í Miðjarðarhafinu. Flóttamennirnir fóru frá Líbíu í þeim tilgangi að flýja borgara- styrjöldina sem geisar í landinu. Meginþorri flóttamanna var líbískur en einnig var fólk frá Sýrlandi, Marokkó, Egyptalandi og löndum sunnan Sahara í bátnum. - þea Sjóher Túnis í stórri björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi í gær: Á fjórða hundrað var bjargað BJÖRGUN Þúsundum skipreika flóttamanna sem sækjast eftir betra lífi í Evrópu hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi undanfarin ár. NORDICPHOTOS/AFP VEÐUR SJÁ SÍÐU 30 Í dag er búist við norðaustan 3-8 m/s og skúrum eða rigningu víðast hvar, en ætti að haldast þurrt á Vesturlandi og þar gæti jafnvel sést til sólar. Hann hvessir heldur vestanlands og birtir til í kvöld. Það kólnar fyrir norðan og austan, en suðvestanlands verður 10 til 12 stiga hiti þegar best lætur. Kringlan | 588 2300 LANDBÚNAÐUR Íslenskir neytendur hefðu sparað átta milljarða króna á ári frá 2011 til 2013 ef boðið hefði verið upp á innflutning á mjólkur- afurðum. Þetta kemur fram í skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands sem kom út á þriðjudag. Árin 2011 til 2013 kostaði mjólk á innlendum markaði neytendur og ríkið um 15 milljarða króna árlega. Stofnunin áætlar að innflutningur á mjólk myndi skapa sparnað upp á átta milljarða. Íslensk mjólk er dýrari í framleiðslu en innflutt mjólk frá öðrum ríkjum. Hagfræðistofnun leggur til að innflutningstollar á mjólkur- afurðir verði lækkaðir í 20 prósent til að lækka verð til neytenda. Þá skapist vettvangur til að bjóða upp á erlenda mjólkurvöru hér á landi en að íslensk framleiðsla haldist áfram samkeppnishæf. Í skýrslunni er bent á að afnám tolla á innflutning á grænmeti hafi skilað sér vel og því mætti ætla að svipað myndi skila sér með mjólkur afurðir. Þar kemur einnig fram að skil- virkni í mjólkurframleiðslu hafi skilað sér í lægra verði til neyt- enda en mjólkurverð hefur hækk- að minna en verð á öðrum neyslu- vörum frá árinu 2003. Auk þess kemur þar fram að opinber fram- lög til búvöruframleiðslu námu 5 prósentum af landsframleiðslu fyrir 30 árum en einu prósenti í dag. Í dag rennur stór hluti landbún- aðarstyrkja til fjármálastofnana og þeirra sem ekki stunda búskap lengur. Því er ljóst að bændur njóta ekki styrkjanna sem skyldi og lagðar eru til breytingar á stuðningskerfinu. Hagfræðistofnun leggur til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði aflagt og á móti verði tekið upp styrktar- kerfi á borð við byggðastyrki í formi skattaafsláttar, greiðslur fyrir að eiga tiltekinn fjölda naut- gripa og greiðslur fyrir magn af heyi sem aflað er. Þá er einnig lagt til að undan- þágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felld- ar niður. Bændasamtök Íslands og Landssamtök kúabænda gagn- rýna ýmsar forsendur og tillögur skýrslunnar en í umsögn þeirra benda samtökin meðal annars á að eftirgjöf á opinberum álögum hafi ekki alltaf skilað sér til neyt- enda líkt og verðkannanir ASÍ hafa gefið til kynna. Í umsögninni er bent á að hag- ræðing í kerfinu og lækkun heild- sölu- og smásöluverðs hafi skilað sér til neytenda. stefanrafn@frettabladid.is Kerfið hefur kostað neytendur milljarða Í skýrslu um mjólkurvöruframleiðslu er lögð til lækkun á innflutningstollum til að skila ábata til neytenda. Bændasamtökin eru efins um að tollalækkun skili sér. MJÓLKURKÝR Lagt er til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði lagt af. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er mjög athyglisverð skýrsla sem sýnir að það er löngu orðið tímabært að snúa við þessari miðstýringu og auka samkeppni í greininni. Það þarf að tryggja að stuðningur ríkisins við búgreinar nýtist betur. Svo þarf að endurskoða það fyrirkomulag á Íslandi að hið opinbera haldi uppi verði á nauðsynjavörum fyrir venjulegt launafólk. Það hlýtur að vera hægt að finna kerfi sem gagnast framleiðendum á annan hátt.“ Tímabært að snúa við miðstýringu „Það er auðvitað verið að setja peninga í gjald- þrota kerfi sem er mikil sóun á al- mannafé. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að þarna er um peninga úr ríkissjóði að ræða og það þarf að fara skynsamlega með þá. Það þarf að vinda ofan af þessu kerfi sem kallar á átta milljarða úr ríkis- sjóði og bjóða upp á heilbrigða samkeppni. Ég er handviss um að mjólkurbændur dafni vel í því umhverfi líkt og dæmi um grænmetisbændur sýna.“ Bjóða þarf upp á samkeppni ÁRNI PÁLL ÁRNASON GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON SAMFÉLAGSMÁL Innanríkisráðu- neytið mun á næstunni kanna við- horf almennings til löggjafar um mannanöfn í samstarfi við Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands. Þann 10. mars síðastliðinn óskaði ráðuneytið eftir viðhorfum fólks til löggjafar um mannanöfn og bárust alls þrjátíu umsagnir. Umsagnaraðilar gátu tekið afstöðu til þriggja valkosta. Valið stóð um óbreytta löggjöf, endur- skoðun löggjafarinnar eða að fella takmarkanir á nafngiftum alfarið úr gildi. Langflestir, eða tuttugu umsagnaraðilar, voru þeirrar skoð- unar að fella þyrfti takmarkanirn- ar úr gildi. - srs Hugsanlegar breytingar: Kanna viðhorf til mannanafna 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -F F F C 1 7 5 7 -F E C 0 1 7 5 7 -F D 8 4 1 7 5 7 -F C 4 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.