Fréttablaðið - 11.06.2015, Page 6

Fréttablaðið - 11.06.2015, Page 6
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu mörg prósent Íslendinga lesa aldrei bækur? 2. Hversu miklu ætlar Silicor Materi- als að safna í eigin fé frá íslenskum fjárfestum? 3. Hverjir semja Þjóðhátíðarlagið í ár? SVÖR: VEISTU SVARIÐ? 1. Rúmlega 13 prósent. 2. 100 milljónum króna. 3. Sálin hans Jóns míns. HEILBRIGÐISMÁL Konur leita í aukn- um mæli geðrænnar aðstoðar vegna langvarandi svefnleysis. Orsök svefnleysisins er sambland af horm- ónatruflunum og álagi í daglegu lífi. „Svefnleysi er algengara hjá konum almennt og það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á svefninn, svo sem hormón sem tengjast blæð- ingum, barneignum og tíðahvörf- um,“ segir Erla Björnsdóttir, doktor í sálfræði og sérfræðingur í svefn- leysi. Svefnleysið orsakist líka af meira vinnuálagi á konur í tengslum við heimilishald og barnauppeldi. „Streita er algengari hjá konum. Konur hafa líka tilhneigingu til að velta hlutunum meira fyrir sér. Hugsanir okkar halda fyrir okkur vöku þegar loks er lagst á koddann.“ Hún segir að svefnleysi kvenna hefj- ist oft eftir barneignir þegar konur rjúfa sitt eðlilega svefnmunstur til að sinna brjóstagjöf um nætur. Þegar barnið fer að sofa óslitið sitji móðirin oft eftir andvaka. „Svefnleysið hefur gríðarlega mikil áhrif. Eins og þeir þekkja sem misst hafa svefn í skamma stund þá lætur einbeitingin og orkan fljótt á sjá,“ segir Erla. „Þegar þetta er orðið langvarandi vandamál fer svefnleysið að snerta flesta fleti daglegs lífs. Fólk tekur fleiri veik- indadaga frá vinnu og sýnir mun minni framleiðni. Sjúkdómatíðni eykst því ónæmiskerfið bælist og svo eykst tíðni geðraskana, þung- lyndis og kvíða. Slysatíðni svefn- lauss fólks eykst líka töluvert,“ segir Erla. Þær konur sem þjást af svefnleysi leita sér oft hjálpar þegar þær eru komnar í andlegt og líkamlegt öng- stræti. „Ég fæ oft konur til með- ferðar sem byrjuðu að sofa illa eftir fyrsta barnið fyrir tuttugu árum og svo hefur vandinn ágerst smám saman. Þær leita til mín þegar þær eru komnar á stig sem er ekki lengur viðunandi.“ Erla segir svefnlyf ekki rétta svarið við langvarandi svefnleysi. Þau séu notuð í of miklum mæli hérlendis. „Það er klárt að langvar- andi svefnlyfjanotkun er algjörlega úr öllu hófi á Íslandi. Það er í lagi að nota svefnlyf til að rjúfa ákveð- inn vítahring í tvær til fjórar vikur. Það er hægt að meðhöndla þennan vanda í flestum tilfellum á árang- ursríkan hátt með hugrænni at- ferlis meðferð. Við þurfum að upp- ræta eigið hegðunarmynstur til þess að bæta svefninn.“ Erla segir sál- fræðimeðferð við svefnleysi oftast taka um það bil sex vikur. Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans, tekur undir að um alvarlegt vandamál sé að ræða. „Margar konur upplifa þetta meira þegar árin færast yfir. Þessu fylgir kvíði, innri spenna og óróleiki og svo verður þetta að bolta sem vindur upp á sig.“ Haldóra segir að svefn lausar konur geti jafnframt upplifað athyglisbrest og að eiga erfitt með að halda utan um eigið líf. „Jafnvel getur fólk sem býr við langvarandi svefnleysi og er undir miklu álagi upplifað einhvers konar raunveru- leikabrest. Við sjáum það stöku sinnum,“ segir Halldóra. snaeros@frettabladid.is Konur verða geðveikar og kvíðnar vegna svefnleysis Langvarandi svefnleysi kvenna er algengt en falið vandamál. Doktor í sálfræði segir svefnlyfjanotkun Íslend- inga keyra úr hófi fram. Svefnleysið getur skert getu og framleiðni kvenna á vinnumarkaði og leitt til veikinda. Jafnvel getur fólk sem býr við langvarandi svefnleysi og er undir miklu álagi upplifað einhvers konar raunveruleikabrest. Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Ég fæ oft konur til með- ferðar sem byrjuðu að sofa illa eftir fyrsta barnið fyrir tuttugu árum og svo hefur vandinn ágerst smám saman. Erla Björnsdóttir, doktor í sálfræði. Lyfjaauglýsing 20% afsláttur af 100g og 150g Voltaren Gel í júní BRETLAND David Miliband, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bretlands, segir Verkamanna- flokkinn hafa goldið afhroð í kosningum tvisvar sinnum í röð vegna þess að hann sé fastur í fortíðinni. Eftir Blair-tímann hafi flokkurinn ekki fundið neina leið til framtíðar. Í viðtali á bandarísku sjón- varpsstöðinni CNN á þriðjudags- kvöld segir hann skýringuna á lélegu gengi flokksins augljósa. Undir forystu bróður síns, Eds Miliband, hafi kjósendur aug- ljóslega van- treyst flokknum í efnahagsmál- um. Hann segir Blair-tímann vissulega hafa haft sína galla, en nú þurfi flokkurinn að finna aftur þá „blöndu efna- hagslegrar atorku og félagslegs réttlætis“ sem hafi einkennt Verkamannaflokkinn á árum Tonys Blair. Breska dagblaðið The Times birti einnig viðtal við Miliband í gær, þar sem hann tók að nokkru í sama streng, en segir það jafn- framt sársaukafullt fyrir sig að gagnrýna með þessum hætti stjórnartíð bróður síns, Eds Mili- band, sem sagði af sér eftir úrslit þingkosninganna í vor. - gb David Miliband segir augljóst hvers vegna Verkamannaflokkurinn tapaði: Snúa þurfi aftur til Blair-tímans DAVID MILI- BAND Segist ekki vilja særa bróður sinn en gagnrýnir hann samt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA MENNTAMÁL Aldrei hafa fleiri sótt um nám við Háskólann á Akureyri en fyrir næstu önn, að því er segir á vef skólans. Umsóknir eru 30 prósentum fleiri en í fyrra og þakkar rektor breytinguna „þrotlausri vinnu starfsfólks skólans“. Rúmlega 1.400 umsóknir höfðu borist um skólavist fyrir haustið 2015 þegar frestur rann út 5. júní og er þetta mesti fjöldi umsókna sem borist hefur skólanum frá upphafi. - óká Metaðsókn fyrir haustönn: Aldrei fleiri sótt um nám í HA SVEITARSTJÓRNARMÁL Til stendur að stækka Norðfjarðarhöfn í Nes- kaupstað um 26.350 fermetra með landfyllingu. Bæjarstjórn Fjarða- byggðar hefur auglýst tillögu að breytingu þessa efnis á aðalskipu- lagi. Þá er um leið auglýst breyting á deiliskipulagi Norðfjarðarhafnar og nágrennis þar sem gert er ráð fyrir nýjum lóðum fyrir hafn- sækna starfsemi á landfyllingu. Í greinargerð með breytingunum kemur fram að eftirspurn sé eftir auknu landrými fyrir hafnsækna starfsemi í Norðfjarðarhöfn. Við núverandi aðstæður sé ekki auðvelt að koma fyrir starfsemi með góðu aðgengi að hafnarkanti. - óká Landfylling í Norðfirði: Ætla að stækka hafnarsvæðið GÓÐGERÐARMÁL Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, afhenti í gær styrki til þriggja góðgerðarfélaga. Styrkina hlutu Ljósið – endur- hæfingar- og stuðnings miðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, BUGL, barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, og Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra sem fékk styrk fyrir sumarbúðir félagsins í Reykjadal. Heildarupphæð styrkj- anna var sjö milljónir króna. „Starfsfólk Bónus óskar þess- um aðilum velfarnaðar,“ segir í fréttatilkynningu sem Bónus sendi frá sér í gær. - þea Bónus styrkir góðgerðarmál: Styrkir um sjö milljónir króna GÓÐGERÐARMÁL Bónus styrkti þrjú góðgerðarfélög um samtals sjö milljónir króna. MYND/BÓNUS 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 8 -B B 9 C 1 7 5 8 -B A 6 0 1 7 5 8 -B 9 2 4 1 7 5 8 -B 7 E 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.