Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 22

Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 22
11. júní 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Brýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niður- brjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta sam- vinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldis- mála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barna- verndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðis- kerfis og lögreglu og ákæruvalds undir for- ystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagn- vart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar hátt- semi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns. Samráð við lögreglu og ákæruvald Að undanförnu hef ég átt góða samráðs- fundi með ríkissaksóknara, ríkislög- reglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislög- reglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði sam- ráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglu- stjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig. Beauty tips Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hóps- ins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeld- is, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnar lömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með sam- stilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Unnið gegn ofbeldi SAMFÉLAG Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra Þ au tíðindi bárust úr könnun sem Capacent vann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda að þeim sem aldrei lesa bækur hefur fjölgað um 90 prósent á fjórum árum. Enn er umtalsvert lesið, 86,7 prósent 18 ára eða eldri lásu að minnsta kosti eina bók á síðasta ári, en þeim sem enga lásu fjölgaði úr 7 prósentum árið 2011 í 13,3 prósent í fyrra. Í miðri kynningu á aðgerðaáætlun um afnám hafta fer þessi frétt kannski fram hjá mörgum, en hún er engu að síður grafalvarleg. Bókin býður okkur öll velkomin, veitir okkur skjól, geymir alla hugsanlega og óhugsanlega heima, virkjar ímyndunaraflið, eykur sjálf- stæði, býr til minningar, svo fáir af kostum hennar séu tíundaðir. „Við höldum fast í heiðurinn af því að vera bókmenntaþjóð heimsins og fremst í flokki þegar kemur að því að lesa bækur. Það virðist vera að fjara undan okkur hvað það varðar og við verðum að bregðast við því,“ sagði Bryndís Loftsdóttir, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, í Fréttablaðinu í gær. Kristín Helga Gunnars- dóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var ekki síður harðorð. „Það hringja allar viðvörunarbjöllur þegar maður sér svona upplýsingar og þær krefjast viðbragða frá fleirum en höfundum og bókaútgefendum. Þetta eru mikilvæg skilaboð og verkfæri fyrir stjórnvöld og samfélagið til að nýta sér, í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi.“ Og það er rétt, þetta eru mikilvæg skilaboð sem okkur ber að taka alvarlega. Okkur getur þótt hvað sem er um íslenskuna og áherslu á að viðhalda henni; ef við gerum það ekki sjálf þá gerir það enginn. Svo einfalt er það. Auðvitað er það ekki þannig að íslenskan hverfi á nóinu þó að einhverjir hætti að lesa bækur. Nei, en þetta er vísbending um þróun sem ber að taka alvarlega. Þegar til þess er horft að við lok grunnskóla geti 30 prósent drengja ekki lesið sér til gagns, eins og birtist í rannsókn sem gerð var í desember 2013, verður málið enn alvarlegra. Eitt- hvað er rotið í Danaveldi, gætum við lesið á bók og gera von- andi flestir. Þó að eðlilegt sé að beina sjónum að ungviðinu, þá er ekki síður alvarlegt að æ færri fullorðnir lesa bækur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og ef við lesum ekki bækur, hví ættu þau þá að gera það? Formaður Rithöfundasambandsins benti á að nýverið hefði virðisaukaskattur á bækur verið hækkaður. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, benti á að það hefði gerst um áramótin og væri ekki hægt að skýra hnignunina með því. Það er alveg rétt hjá ráðherra, en engu að síður eru skilaboðin það alvarleg að það er rétt að grípa til allra ráðstafana. Auka veg bókarinnar með öllum tiltækum ráðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á þingi í gær að með aðgerðaáætlun um haftalosun yrði efna- hagur okkar í frábærri stöðu. „Í betri efnahagslegri stöðu heldur en landið hefur nokkurn tíma upplifað, eða þjóðin.“ Er ekki ráð að nýta þessa góðu efnahagslegu stöðu sem ráða- menn guma af og afnema með öllu virðisaukaskatt á bækur? Ef allt er í blóma, til hvers þarf þá bókaskatt: Bókinni allt Viltu vita hvað eignin þín hefur hækkað í verði ? 510 7900 Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi. 696 1122 kristjan@fastlind.is www.fastlind.is Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ / Frítt verðmat og framúrskarandi þjónusta í þína þágu. Buchheit í kjarasamningana Stærstu fréttamál undanfarinna daga eru vafalítið kjaradeilur og haftamálið. Bandalag háskólamanna hefur verið í verkfalli svo dögum skiptir og hingað til hefur ekki sést til lands. Kaflaskil urðu aftur á móti við afnám hafta. Þakka margir erlendu sérfræðingunum Glenn Kim, Anne Krueger og Lee Buchheit fyrir þá niðurstöðu. Þetta er í annað sinn sem Buchheit tekur að sér störf fyrir Íslendinga og hefur hann í bæði skiptin þótt skila ágætri niðurstöðu. Er þá nokkuð að furða þótt hags- munaaðilar óski sér að lögmaður- inn geðþekki leggi sín lóð á vogar- skálarnar til lausn vinnudeilnanna? Þing fyrir þrasgjarna Þeir sem fylgdust með umræðum á Alþingi í gær hafa væntanlega sopið hveljur. Beðið var þess að mælt yrði fyrir ein- hverjum stærstu frumvörpum þessa kjörtímabils, frumvörpunum um hafta- málin. Miðað við móttökurnar sem málin hafa fengið hjá stjórnarandstöð- unni hefði mátt búast við því að þing- störf gengju friðlega fyrir sig. Allt kom þó fyrir ekki því fjármálaráðherra varð að bíða með framlagningu frumvarpa sinna vegna þrætna um virkjanamál. Já, ætli megi ekki segja að þingið sé kjör- lendi fyrir þrasgjarna menn. Nægjusamur Sigmundur Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra upplýsti þing og þjóð í gær um að 36 millj- ónum hefði verið varið af ríkisfé til kaupa á nýjum bílum það sem af er þessu kjörtímabili. Það voru Bjarni sjálfur, Gunnar Bragi utanríkisráðherra og Sigurður Ingi, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, sem fengu nýja bíla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra er öllu nægjusamari. Við- skiptablaðið sagði frá því fyrir tveimur árum að ráðherrann hefði látið skila Benz-bifreið sem Jóhanna Sigurðar- dóttir, forveri hans, hafði pantað til reynslu í ráðuneytið. Í stað þess ók hann um á gömlum BMW 730 sem var fenginn í ráðuneytið í ráðherra- tíð Halldórs Ásgrímssonar. Nú ku sá bíll vera ónothæfur, en í stað þess að fá nýjan bíl á kostnað ríkisins sótti Sigmundur sér notaðan Land Cruiser í innanríkis- ráðuneytið. jonhakon@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 8 -5 D C C 1 7 5 8 -5 C 9 0 1 7 5 8 -5 B 5 4 1 7 5 8 -5 A 1 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.