Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 24
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Traust fólks á valdastofn-
unum stendur í réttu hlut-
falli við getu almennings
til að hafa áhrif á þær. Í
eldgamla daga mátti pöp-
ullinn þakka fyrir að með-
taka boðskap að ofan, í dag
segjum við nei: Við viljum
hafa áhrif, beint og milli-
liðalaust. Þetta er eitur í
beinum þeirra sem halda
að „fulltrúalýðræði“ og
„þingræði“ hafi verið
endastöðin á langri þróun
til valdeflingar almenn-
ings. Kemur þá til skjal-
anna bænaskrá til forseta Íslands
sem meira en 50 þúsund manns
hafa undirritað þar sem farið er
fram á að hann stöðvi áform um
svokallað makrílfrumvarp, komi
til þess, og leyfi þjóðinni að hafa
síðasta orðið. Náðarsamlegast.
Við þurfum bænaskrá af
því að við erum með úrelta
stjórnarskrá. Stjórnar-
skráin lýsir hugmynda-
fræði 19. aldar sem var
yfirfærð í bráðabirgða-
skjal við lýðveldisstofnun
1944 og átti alltaf að endur-
skoða við fyrsta tækifæri.
Stjórnar skráin gerir ekki
ráð fyrir að almenningur
geti risið upp gegn „full-
trúalýðræðinu“ nema á
fjögurra ára fresti. En hún
gerir ráð fyrir „öryggis-
ventli“ sem var alveg prýði-
leg lausn – fyrir 60 árum. Sá vent-
ill er forseti Íslands sem á að bera
skynbragð á það hvenær myndast
hefur svo breið „gjá milli þings og
þjóðar” að vísa verði málum beint
til fólksins. Þess vegna hafa 50
þúsund manns látið sig hafa það að
skrifa undir bænaskjal í 19. aldar
stíl vegna þess að önnur úrræði
eru ekki fyrir hendi. Engar reglur
kveða á um það hvernig forseti fer
með þessar bænir. Ef hann bæn-
heyrir þá yfirleitt.
Valdið til fólksins
Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir
réttum tíu árum að svarið við auð-
ræðistilhneigingum þeirra tíma
væri lýðræðisvæðing. Ég sagði
að fáránlegt væri að valdið til
að skjóta málum til þjóðarinnar
væri á hendi eins manns á Bessa-
stöðum, þegar nær væri að fólk-
ið sjálft gæti tekið sér það vald
að kjósa um álitamál þegar svo
ber við að horfa. Stjórnlagaráð
var alveg sammála og í tillögum
þess er einmitt gert ráð fyrir slíku
samkvæmt reglum. Sjálfur er ég
þeirrar skoðunar að ganga eigi
lengra og leyfa almanna samtökum
að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo
sem í formi þingsályktunar tillögu,
þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan
sjálfir hvernig þeir fara með og
hafa þá trúnað við almenning
að veði. Við núverandi aðstæður
gætum við til dæmis hugsað okkur
að samtök sem vilja berjast gegn
Evrópusambandsaðild safni undir-
skriftum við tiltekna tillögu sem
Alþingi yrði að taka til afgreiðslu.
Eða, samtök sem vilja fara öfuga
leið. Manni heyrist stundum að
talsmenn 19. aldar vinnubragða
sem halda því fram að „stjórnar-
skráin hafi staðist álagið“ séu
hræddir um að pöpullinn fari að
svalla með lýðræðið. Betra sé að
málskotsrétturinn sé sveipaður
„dulúð“ forsetaembættisins og
„þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli
frá þjóðinni nema á fjögurra ára
fresti. Við þessu er eitt svar: Þær
aldir eru liðnar.
Makríll og lýðræði
Stjórnarskráin er orðin að spenni-
treyju um lýðræðisvakningu
Íslendinga. Það skiptir engu hvað
manni finnst um makrílveiðar,
allir ættu að geta sameinast um
að færa valdið til fólksins og þar
með traustið á lýðræði, valdastofn-
unum og stjórnmálum. En eftir því
er nokkuð spurt á síðustu tímum.
Lýðræði í spennitreyju
Nú er þráttað og þrefað um
laun verkafólks, eina ferð-
ina enn. Það er ótrúlegt að
eftir áratugabaráttu launa-
manna fyrir mannsæm-
andi launum skuli þeir
ekki enn þá, árið 2015, hafa
laun sem duga fyrir fram-
færslu.
Ég tel það óvirðingu við
fólk að bjóða því laun fyrir
hundrað prósenta dagvinnu
sem ekki duga fyrir fram-
færslu. Þetta er eins og að rétta
manni fimmtíu krónur og segja
honum að kaupa brauð þótt maður
viti að brauðið kosti fimm hundruð
krónur.
Látum ekki forréttindahópa
maka krókinn af auðlindum jarð-
ar og skapa sér góða nútíð og segja
síðan við okkur alþýðuna að við
munum eignast góða framtíð. Eina
sem ég veit með vissu um fram-
tíðina er að við verðum gömul og
deyjum.
Svo nú langar mig að vita hve-
nær komi að því að við alþýðan
eignumst góða nútíð. Eða er það
kannski svo að til að forréttinda-
hóparnir geti átt góða nútíð verð-
ur að lofa alþýðunni einhverju
fögru? Eins og t.d. góðri framtíð?
(Kannski ekki eins gott og eilíft líf
á himnum, en eitthvað í áttina?)
Svo hún haldi áfram að borga
skattana sína, kirkjugarðsgjaldið,
klóakgjaldið, ruslagjaldið og öll hin
gjöldin sem við borgum í
þágu góðrar nútíðar fyrir
forréttindahópa og góðrar
framtíðar fyrir alþýðuna.
Yndislegt allt saman
Hugsum okkur: Allur hinn
manngerði heimur, sem
við höfum fyrir sjónum
okkar hvern einasta dag,
er byggður upp og sam-
settur af verkafólki. Allir
vilja njóta verka þeirra.
Bara enginn vill umbuna þeim.
Mig langar aðeins til þess að minn-
ast á auðlindir jarðar. Í einfeldni
minni hélt ég að auðlindir jarðar
væru auðlindir jarðarbúa. En ekki
Jóns Jónssonar og hans nánustu.
Kannski gætum við bara öll átt
nokkuð góða nútíð um langa fram-
tíð ef við skiptum þessu nú aðeins
jafnara á milli okkar? Og förum
vel með.
Stjórnmál! Látum ekki stjórn-
mál snúast um stjórnmálamenn,
sérstaklega. Heldur: Hvað er hægt
að gera til að almenningi líði betur
í dag en í gær? Sem sagt: Hvað er
hægt að gera til þess að létta fólki
lífsróðurinn, þessi sjötíu til níutíu
ár sem við þurfum að kúldrast um
á þessari blessuðu moldarkúlu?
Að lokum vil ég ítreka það sem
ég minntist á í upphafi. Sýnum
fólki ekki þá óvirðingu að bjóða
því laun, bætur eða lífeyri sem
ekki duga fyrir framfærslu.
Yndislegt allt saman
Sunnanvindurinn hvíslaði í
eyra mér að íslenska krón-
an væri dáin.
Andlátsfregn þessi
reyndist þó ekki vera
alfarið sannleikanum sam-
kvæm.
Segja má að íslenska
krónan hafi orðið til árið
1885. Hún var tengd þeirri
dönsku fram til ársins
1923. Á ýmsu hefur gengið
síðan. Gengi íslensku krón-
unnar hefur ýmist styrkst eða fall-
ið en á heildina litið hefur heilsufar
hennar verið vægast sagt bágbor-
ið og gengi hennar nú er bara lítið
brot af gengi dönsku systurinnar.
En nú berast þær fregnir að
íslenska krónan liggi inni á gjör-
gæslu. Hún er fárveik, með-
vitundar laus og í öndunarvél.
Heila ritið er flatt, hjartsláttur
reglulegur en blóðþrýstingur nokk-
urn veginn í lagi. Læknar hafa sagt
að réttast sé að taka öndunarvélina
úr sambandi og lofa íslensku krón-
unni að deyja eðlilegum dauðdaga
en vissir vinir hennar, sem öllum
stundum sitja við rúm hennar, eru
þessu algjörlega mótfallnir. Gjör-
gæslulæknar hafa ekki þorað að
taka af skarið.
Meðal vina íslensku krón unnar
eru fulltrúar stórfyrirtækja í
útflutningi. Þeim finnst svo
notalegt að lofa íslensku
krónunni að rúlla þegar illa
gengur. Alþýðan fær svo að
borga brúsann.
Þarna eru nokkrir vond-
ir stjórnmálamenn. Þeim
finnst svo gott að geta leið-
rétt eigin mistök í fjár-
málastjórn með gengisfell-
ingu og láta svo alþýðuna
blæða. Og auðvitað sitja
þarna fulltrúar aðila
vinnumarkaðarins. Þeir segja sem
svo að á endanum gangi ágætlega
að semja um kauphækkanir sem
þó enginn grundvöllur er fyrir.
Væntan legt gengisfall íslensku
krónunnar muni fljótlega koma
ástandinu í gamalkunnugt horf og
alþýðan fær þá á ný að finna hvar
skórinn kreppir. Þarna eru fleiri
fulltrúar svokallaðra hagsmuna-
aðila. Þeir og allir þessir vinir
íslensku krónunnar munu berjast
um á hæl og hnakka gegn því að
öndunarvélin verði tekin úr sam-
bandi. Munu þeir endalaust geta
komið fram vilja sínum? Varla.
Ýmislegt getur gerst. Veröldin
er síbreytileg. Mun kannski koma
sá tími að Íslendingar eignist góða
stjórnmálamenn sem geta leitt
alþýðuna með sér inn á braut þar
sem hennar hagur nýtur forgangs?
Ekki alveg tímabær
andlátsfregn
Nú er í undirbúningi upp-
bygging sólarkísilverk-
smiðju Silicor Materi-
als á Grundartanga, sem
er stærsta fjárfesting á
Íslandi frá því ráðist var
í byggingu álversins á
Reyðarfirði. Þetta verk-
efni er hins vegar gjör-
ólíkt; annars vegar er það
fyrsta stóra verkefnið á
sviði hátækniiðnaðar hér
á landi og hins vegar verð-
ur verksmiðjan umhverfis-
væn. Það hefur því verið
áhugavert að fylgjast með
umræðu um verkefnið að
undanförnu. Þar hafa komið fram
eðlilegar spurningar sem bæði
varða umhverfisáhrif verksmiðj-
unnar en einnig illa grundvallaðar
vangaveltur um áreiðanleika fyrir-
tækisins og verkefnisins.
Umhverfisvæn verksmiðja
Bæði opinberar eftirlits stofnanir og
virtir ráðgjafar á sviði um hverfis-
mála hafa eytt öllum efasemdum
um umhverfisáhrif verksmiðjunn-
ar með því að staðfesta að hún verði
umhverfisvæn og að hún falli vel að
kröfum Íslendinga í þeim efnum.
Þegar það lá fyrir fór umræðan að
snúast um að efast um fyrirtækið
Silicor Materials. Hefur þar verið
talað um dökka fortíð fyrirtækis-
ins, rætt er um kenni tölu flakk og
jafnvel ýjað að því að fyrirtækið
hafi þurft að flýja Norður- Ameríku.
Slíkur málflutningur stenst hins
vegar enga skoðun.
„Enn á sömu kennitölunni“
Á heimasíðu Silicor er saga fyrir-
tækisins rakin. Þar kemur fram að
fyrirtækið byggir á grunni tveggja
fyrirtækja sem runnu saman undir
nýju nafni eins og algengt er þegar
tvö fyrirtæki renna saman.
Engu að síður hefur verið
reynt að gera það tortryggi-
legt að fyrirtækið hafi tekið
upp nýtt nafn við samrun-
ann þrátt fyrir að það sé
alvanalegt að slíkt sé gert,
bæði á Íslandi og annars
staðar. Félagið er „enn á
sömu kennitölunni“ þrátt
fyrir nafnabreytingar. Á
heimasíðunni kemur einnig
fram að vegna viðskipta-
stríðs á milli Bandaríkjanna
og Kína þurfti fyrirtækið að
leita að stað utan Norður-
Ameríku fyrir verksmiðju
sína þar sem helsti markaðurinn
fyrir framleiðslu fyrir tækisins er
í Kína. Í umræðunni hefur einnig
verið reynt að gera þetta tortryggi-
legt þrátt fyrir að augljóst sé að
ekkert útflutningsfyrirtæki getur
starfað ef 60% tollar eru inn á helsta
markað þess.
Umfangið kallar á
könnun áreiðanleika
Fram hefur komið að uppbygging
verksmiðjunnar á Grundartanga
felur í sér 120 milljarða króna
fjárfestingu og mun það fjármagn
koma að stærstum hluta að utan.
Við sem störfum í viðskiptalífinu
vitum að svo stórar fjárfestingar
kalla á að áreiðanleiki verkefnis-
ins og eigenda þess sé kannaður
í þaula. Komið hefur fram í fjöl-
miðlum að danski lífeyrissjóð-
urinn ATP, einn af íhaldssam-
ari lífeyrissjóðum Norðurlanda,
hefur verið einn helsti bakhjarl
þessa verkefnis undanfarin ár.
Þá liggur einnig fyrir að verk-
efnið muni sækja lán sín til Þró-
unarbanka Þýskalands, KfW, og
annarra þýskra fjármálastofn-
ana sem þykja bæði íhalds samar
og kröfuharðar. Það að þessar
fjármálastofnanir standi að baki
verkefninu segir margt um móður-
félagið Silicor. Hvarflar það að
einhverjum að slíkar fjármála-
stofnanir kanni ekki áreiðanleika
félagsins og verkefna þess í þaula
áður en þær ákveða að taka þátt í
verkefni í lokuðu hagkerfi norður
við íshaf?
Einnig hefur komið fram að
þýska stórfyrirtækið SMS Sie-
mag hefur starfað náið með Sili-
cor undanfarin fimm ár við að
þróa þá tækni sem verksmiðjan
mun byggja á og mun sjá henni
fyrir öllum vélbúnaði. Um er að
ræða fyrirtæki með 150 ára sögu
sem byggir á þýskri varkárni
og nákvæmni. Slíkt fyrirtæki
færi vart að ganga til samstarfs
við Silicor án þess að kanna við-
skiptasögu og líklega hvers ein-
asta einstaklings sem þar kemur
að málum. Halda menn að nú
þegar hið þýska félag ákveður að
selja búnað fyrir 70 milljarða kr.
til Íslands sé það ekki gert að vel
ígrunduðu máli?
Umræða byggi á staðreyndum
Það er ljóst að uppbygging sólar-
kísilverksmiðju Silicor á Grundar-
tanga stendur á traustum grunni
og nýtur stuðnings sterkra bak-
hjarla. Það er gott að virk umræða
fari fram um verkefni sem þetta
bæði í samfélaginu og viðskipta-
lífinu. Slík umræða verður þó
að vera sanngjörn, upplýst og
umfram allt byggja á staðreynd-
um. Við sem leitum eftir því að
endurreisa atvinnulíf og opið hag-
kerfi á Íslandi eigum að bjóða
erlenda fjárfesta velkomna, sér-
staklega ef þeir hafa jafn góð verk-
efni í huga og með jafn sterka bak-
hjarla og Silicor gerir.
Sterkir bakhjarlar Silicor Materials
Í stuttri skýrslu leyniþjón-
ustu bandaríska varnar-
málaráðuneytisins (DIA)
frá ágúst 2012, sem nýver-
ið var gerð opinber vegna
þess að dómsmál vannst,
er talað um uppreisnar-
menn í Sýrlandi sem
annað af tvennu, með-
limi múslímska bræðra-
lagsins eða al-Kaída-liða.
Sem sagt „hófsamir“ eða
„góðir“ uppreisnarmenn
hafa aldrei verið til (a.m.k. verið
í miklum minnihluta), Bandaríkin
og strengjabrúður þeirra í Evrópu
hafa alltaf vitað að þau voru/eru
að styðja al-Kaída í Sýrlandi sem
síðar stökkbreyttist í ISIS.
Það hefði fljótt séð fyrir end-
ann á uppreisninni í Sýrlandi ef
Vestur lönd og óvinir Sýrlands í
Mið-Austurlöndum hefðu ekki
byrjað að dæla vopnum og pen-
ingum í hryðjuverkamenn. Ef
þetta væri raunveru-
leg uppreisn fólksins þá
hefði stjórnarherinn fyrir
löngu snúist gegn Assad
Sýrlandsforseta og hann
hefði ekki fengið yfir 80%
atkvæða í síðustu forseta-
kosningum. Ég hef enga
sérstaka skoðun á Assad
aðra en þá að í Sýrlandi
var búinn að vera frið-
ur lengi og þar var ágæt-
is velmegun. Ef Assad er
eða var harðstjóri þá var hann
afskaplega mildur í saman burði
við drullusokkana sem t.d. ráða
ríkjum í Sádi-Arabíu og Katar.
Þetta eru bandalagsþjóðir Banda-
ríkjanna og í löndunum tveimur er
svo sannarlega ekkert lýðræði. Í
Sádi-Arabíu eru menn t.d. reglu-
lega afhöfðaðir í opinberum aftök-
um.
Það sem borgarastríðið í Sýr-
landi snýst um er að fella stjórn
Assads svo Katar geti lagt gas-
leiðslur í gegnum Sýrland og selt
Evrópu gas. Hitt göfuga markmiðið
er að hjóla síðan næst í Íran eftir
að stjórn Assads er fallin og að
lokum eru það stóru trompin tvö,
Kína og Rússland.
Við sem sitjum í hásætum okkar
hér í Evrópu og þykjumst standa
öðrum þjóðum svo miklu framar
erum blóðug upp fyrir axlir.
Heimildir:
„Pentagon report predicted West’s
support for Islamist rebels would
create ISIS: Anti-ISIS coalition
knowingly sponsored violent ext-
remists to ‘isolate’ Assad, rollback
‘Shia expansion’“, höf.: Dr. Nafeez
Ahmed.
„The Islamic State“ (ISIS) is
made in America: The Pentagon
had planned the fall of Mosul and
Ramadi in 2012“, höf.: Steve Chov-
anec.
Vesturlönd bera fulla ábyrgð
á borgarastríðinu í Sýrlandi
LÝÐRÆÐI
Stefán Jón
Hafstein
í áhugahópi um
auðlindir í þjóðar-
eign og sjálfb æra
þróun
➜ Það skiptir engu hvað
manni fi nnst um makríl-
veiðar, allir ættu að geta
sameinast um að færa valdið
til fólksins og þar með
traustið á lýðræði, valda-
stofnunum og stjórnmálum.
FJÁRMÁL
Ingimundur
Gíslason
augnlæknir
UTANRÍKISMÁL
Sölvi Jónsson
starfar með
fötluðum
IÐNAÐUR
Ingvar
Garðarsson
löggiltur endur-
skoðandi hjá Centra
og veitir Silicor
ráðgjöf á sviði
fj ármála
KJARAMÁL
Joseph G. Adessa
framreiðslumaður
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
9
-3
2
1
C
1
7
5
9
-3
0
E
0
1
7
5
9
-2
F
A
4
1
7
5
9
-2
E
6
8
2
8
0
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K