Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGHúð og hár FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 20152
Árlega greinast rúmlega fjörutíu Íslendingar með sortuæx li í húð og að
meðal tali látast fimm árlega úr
meininu. „Ef tekst að finna meinið
snemma áður en það nær að dreifa
sér um líkamann eru lífshorf urnar
nánast alltaf mjög góðar en ef
meinið hefur dreift sér eru dánar-
líkur mun hærri,“ segir Hrafn-
kell Stefánsson læknir. Hann er
fyrsti höfundur rannsóknar á
faraldri sortuæxla á Íslandi sem
birtist nýlega í vísindatímaritinu
„Journal of the European Academy
of Derm atology and Ven ereology“,
sem er eitt stærsta húðlæknatíma-
rit í Evrópu.
Rannsóknin var samvinnuverk-
efni Krabbameinsskrár Krabba-
meinsfélagsins og íslenskra húð-
lækna.
Þykktin segir til um horfur
„Ég var að vinna á húðdeildinni á
Landspítalanum sem læknanemi
í sumarafleysingum og kynntist
þar þáverandi yfirlækni og með-
höfundi rannsóknarinnar, Jóni
Hjaltalín, sem bauð mér að vinna
að þessari rannsókn með hópi
fólks. Á þessum tíma hafði verið
mikil aukning á nýgengi sortu-
æxla í húð á Íslandi og sérstaklega
á meðal yngri kvenna og var þetta
því spennandi rannsóknarefni,“
segir Hrafnkell.
Heit i rannsók narinnar er
„Cutaneous melanoma in Ice-
land: changing Breslow’s tumo-
ur thickness.“ „Við vildum skoða
ástæðuna fyrir mikilli aukningu
á nýgengi sortuæxla. Þykktin á
æxlunum í millimetrum kallast
„Breslow-þykkt“ og segir til um
horfur fyrir sjúklinginn. Því þykk-
ara sem æxlið er því verri eru horf-
urnar,“ útskýrir Hrafnkell.
Rannsóknarhópurinn fór yfir
gögn frá Krabbameinsskrá sem
náðu yfir 30 ára tímabil. „Á þeim
tíma greindust alls rúmlega 850
sortuæxli og við söfnuðum upp-
lýsingum um þykkt æxlis, aldur
við greiningu og fleira.“
Hverjar voru helstu niður stöður
rannsóknarinnar?
„Helstu niðurstöðurnar voru
þær að það var mikil aukning á
þunnum æxlum með góðar horfur.
Þessi aukning var sérstaklega mikil
á meðal ungra kvenna. Einnig var
aukning á þykkari æxlum á meðal
eldri karla eingöngu.“
En hvaða ályktun má draga af
þessu? „Það er mjög líklegt að sól-
böð og ljósabekkjanotkun skýri
að hluta til aukningu á þunn-
um æxlum hjá ungum konum en
einnig er hugsanlegt að konur séu
meira á varðbergi nú gagnvart
húðblettum og leiti fyrr til lækn-
is,“ svarar Hrafnkell.
Leita síður til læknis
Hann segir að sama skapi hugsan-
legt að eldri karlmenn leiti síður og
seinna til læknis með sínar húð-
breytingar þar sem æxli þeirra eru
þykkari. „Einnig var væg hækkun
á dánarlíkum eingöngu í þeim
hópi,“ segir Hrafnkell.
Svo virðist sem karlar sem eru
eldri en fimmtíu ára séu sérstakur
áhættuhópur sem þarf að taka sig
á og fara til læknis til að láta fylgj-
ast með fæðingarblettum. Einkum
er það mikilvægt ef viðkomandi
hefur orðið fyrir sólbruna, jafnvel
þótt bruninn sé vægur og jafnvel
þótt langt sé um liðið.
Í grein um sortuæxli á Norður-
löndum eftir Laufeyju Tryggva-
dóttur, faraldsfræðing og sam-
starfsaðila hjá norrænum Krabba-
meinsskrám, kom fram að þótt
dánartíðni af völdum sortu-
æxla fari lækkandi hjá fólki undir
fimmtugu fer hún hækkandi hjá
einstaklingum yfir fimmtugu.
Þetta gæti skýrst af því að eldri
hópurinn fari síður til læknis til að
láta fylgjast með fæðingarblettum.
Karlar yfir fimmtugu
eru í áhættuhópi
Hrafnkell Stefánsson læknir er fyrsti höfundur nýlegrar rannsóknar á
faraldri sortuæxla á Íslandi. Þar kom fram að mikil aukning er í þunnum
æxlum með góðar horfur, sérstaklega á meðal ungra kvenna. Þá er nokkur
aukning á þykkari æxlum á meðal eldri karla.
Hrafnkell Stefánsson læknir
Svo virðist sem eldri karlar leiti síður og seinna til læknis vegna breytinga á húð. Þannig eru sortuæxli sem finnast hjá körlum yfir fimm-
tugu oft þykkari og erfiðari við að eiga. NORDICPHOTOS/GETTY
Erfðir ráða því hvort fólk fær freknur í húðina þegar sólin skín en
freknóttir eru með sérstakt afbrigði af einu genanna sem ráða
húð- og hárlit. Sama ferlið fer í gang og þegar fólk verður sólbrúnt,
nema litarefnið melanín dreifist ekki jafnt um húðina svo hún
dökkni heilt yfir heldur safnast það í litla bletti og skellur í húð-
inni, oft eins og títuprjónshaus að stærð.
Freknurnar eru algengastar í andliti, á nefi og út á kinnar en geta
myndast hvar sem er á líkamanum ef sól skín á húðina. Freknóttir
eru oft með ljósa húð og sólbrenna auðveldlega. Einstaklingar með
ljósa húð ættu því ávallt að nota sólarvörn.
Freknurnar geta dofnað á veturna og jafnvel horfið alveg þá mán-
uði sem skammdegið varir. Þær spretta þó fram aftur þegar sólin
fer að skína.
Hjá sumum freknóttum dofna freknurnar með aldrinum. Þá á að
vera hægt að upplita freknurnar með sérstökum kremum en um leið
og sólin skín aftur á húðina myndast nýjar.
Heimild: visindavefur.is
Freknóttir eru með
sérstakt genaafbrigði
Fæst í heilsuvörubúðum
og völdum lyfjaverslunum.
facebook.com/
terranovaisland
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
8
-F
6
D
C
1
7
5
8
-F
5
A
0
1
7
5
8
-F
4
6
4
1
7
5
8
-F
3
2
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K