Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 36
KYNNING − AUGLÝSINGHúð og hár FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 20154 Ég minni á að bóluör verða dekkri og lengur að hverfa eftir sól svo það er um að gera að hylja þau vel yfir daginn. Vinsælustu meðferðirnar á f lestum snyrtistofum eru litun, plokkun og vax. Jafn- framt eru margir sem koma í fót- og handsnyrtingu og ýmiss konar andlitsmeðferðir en reglulega koma fram spennandi nýjungar í þeim efnum. „Sýrumeðferð er til að mynda mjög vinsæl um þess- ar mundir en hún dregur úr fínum línum, lokar húðholum, lagar lita- breytingar og gefur frískara útlit. Full meðferð er fimm skipti en svo kemur fólk á 6-8 vikna fresti til að halda sér við,“ segir Jóna Sigríð- ur sem rekur snyrtistofuna Carita í Hafnarfirði. Hvert skipti tekur innan við klukkutíma og er að sögn Jónu hæglega hægt að koma í meðferð í hádegishléinu. „Við byrjum á því að hreinsa húðina og svo er sýran borin á. Við byrj- um á fjórum mínútum og endum í tíu. Þá er settur maski á andlitið og loks lokakrem. Húðin verður nán- ast ekkert rauð og því er hægt að fara út í daginn strax á eftir.“ Munurinn kemur á óvart Meðal annarra nýjunga er svo- kölluð Dermatude-meðferð en þá er undirlag húðarinnar gatað með harðplastnálum til að virk efni komist betur ofan í hana. Húðin fer í kjölfarið í viðgerðarfasa og við það sléttist úr henni. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri vont en svo er ekki. Þetta er bara svipað og þegar húðin er skrúbbuð með bursta. Munurinn er hins vegar mjög mikill og kemur hann flest- um á óvart. Jóna mælir þó ekki með þessum andlitsmeðferðum rétt áður en farið er í sól enda þarf húðin nokkra daga til að jafna sig. Farði með sólarvörn Á þessum árstíma leggur Jóna ríka áherslu á að fólk noti sólar vörn. „Sumir kvarta reyndar undan því að vörnin stíf li húðholur í and- litinu og margir koma til okkar í húðhreinsun eftir sólarlandafrí. Við mælum líka með því að konur noti meik með sólarvörn en þann- ig er bæði hægt að hylja bólur og misfellur og að verja húðina. Þá er gott að minna á það að bóluör verða dekkri og lengur að hverfa eftir sól svo það er um að gera að hylja þau vel. Það er svo ekki síður mikilvægt að nota sólgleraugu en það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að píra augun, sem eykur hrukku- myndun. Þá er því miður nokk- uð algengt í sólríkum löndum að fólk fái húðkrabbamein í kringum augun enda er húðin þar sérstak- lega þunn. Það er því ekki bara töff að nota sólgleraugu heldur líka heilsusamlegt.“ Sýrumeðferð eftir sólarlandafrí Hvers kyns snyrtimeðferðir eru vel sóttar árið um kring en þarfirnar breytast þó svolítið eftir árstíðum og á sumrin er algengara að fólk komi í fótsnyrtingu og vax enda hægt að vera ögn léttklæddari en yfir kalda vetrarmánuðina. Litun og plokkun augabrúna er að sögn snyrtifræðingsins Jónu Sigríðar Angantýsdóttur vinsælasta snyrtimeðferðin árið um kring en auk þess hefur svokölluð sýrumeðferð verið að sækja í sig veðrið. Margar konur koma í húðhreinsun eða sýrumeðferð eftir sólarlandafrí enda á sólarvörnin það til að stífla húðina. Á öllum sólarvörnum er svokallaður SPF-stuðull eða Sun Protec- tion Factor en hann gefur til kynna hvað manneskja sem ber hana á sig getur verið lengi í sól án þess að brenna. Vissulega er það ein- staklingsbundið og fer eftir því hversu sterk sólin er hverju sinni en stuðullinn gefur engu að síður vísbendingu. Manneskja með ljósa húð er um það bil tíu mínútur að brenna án varnar. Manneskja með meðalhúð um það bil 15 mínútur að brenna án varnar og manneskja með dökka húð 20 mínútur. SPF- formúlan er eftirfarandi. Húðgerð x SPF-stuðull = tími í sólinni. Beri manneskja með ljósa húð á sig vörn með SPF-stuðulinn 6 ætti hún að geta verið í sólinni í 60 mínútur. Það er 10 x 6 = 60. Beri manneskja með dökka húð á sig sömu vörn getur hún hins vegar verið í sólinni í tvo tíma; 20 x 6 = 120 mínútur. Hér er tafla til sem er gott að hafa til viðmiðunar en sem fyrr þarf líka að taka til greina húðgerð og aðstæður hverju sinni: Ljós húð – brennur eftir 10 mínútur án varnar: SPF 6 = 60 mínútur (1 klst.) í sól án þess að brenna SPF 15 = 150 mínútur (2,5 klst.) í sól án þess að brenna SPF 30 = 300 mínútur (5 klst.) í sól án þess að brenna Meðalhúð – brennur eftir 15 mínútur án varnar: SPF 6 = 90 mínútur (1,5 klst.) í sól án þess að brenna SPF 15 = 225 mínútur (3,75 klst.) í sól án þess að brenna SPF 30 = 450 mínútur (7,5 klst.) í sól án þess að brenna Dökk húð - brennur eftir 20 mínútur án varnar: SPF 6: 120 mínútur (2 KLST) í sól án þess að brenna SPF 15: 300 mínútur (5 KLST) í sól án þess að brenna SPF 30: 600 mínútur (10 KLST) í sól án þess að brenna. Hvaða vörn hentar þér? #1 VIÐGERÐARDROPAR FYRIR ALLAR KONUR. Advanced Night Repair Þessir öflugu marghliða viðgerðardropar hafa breytt húðhirðu í heiminum til frambúðar frá því þeir komu á markað. Það er ekkert serum sem virkar eins og þessi einstaka formúla. Hún endurvekur húðina sem verður mýkri, jafnari, rakafyllri og meira geislandi. Þetta eru byltingarkenndu viðgerðardroparnir sem húðin getur ekki verið án. Kíktu á umfjallanir á esteelauder.com. Rated 4.8** out of 5 Fyrir alla aldurshópa og öll þjóðerni. Yfir 25 einkaleyfi á heimsvísu. 65 GLOBAL AWARDS es te el au de r.c om © 2 01 4 Es té e La ud er In c. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 8 -3 6 4 C 1 7 5 8 -3 5 1 0 1 7 5 8 -3 3 D 4 1 7 5 8 -3 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.