Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGHúð og hár FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 20156
KOMDU Í ÁSKRIFT
Sérstakt kynningartilboð til áskrifenda
Glamour er kr. 1.690 á mánuði.
Viðskiptavinir með net eða sjónvarp hjá 365 fá blaðið heim fyrir kr. 1.490.
Eins og flest önnur sumur vilja margar konur skarta ljósara hári í sumar en þær gerðu í vetur. Elín Birna Harðardóttir, hárgreiðslumeistari hjá
Hár & Dekur, tekur undir þetta. „Ljósar strípur verða
gríðarlega vinsælar í sumar, þá sérstaklega falleg nátt-
úruleg lýsing og mjúk hreyfing eða ískalt skol yfir ljós-
ar strípur. Við notum mikið skemmtilega tækni í hár-
litun sem heitir „balayage“. Rótin er höfð náttúruleg eða
lituð dekkri, svo eru endarnir litaðir ljósari og strípurn-
ar eru teiknaðar í fríhendis, við vaskinn setjum við svo
skol yfir hárið til að fá nákvæmlega þann tón sem við
viljum,“ útskýrir Elín Birna.
Einnig er vinsælt að hafa endana í öðrum litum, til
dæmis fjólubláum, bleikum eða rauðum, en þá er rótin
lituð í dekkri tón. Heillitur er og verður alltaf inni og
vinsælir litir eru meðal annars súkkulaðibrúnn og
sandljós.
„Við erum mikið að nota efni sem heitir Olaplex og er
nýtt efni hér á landi, það byggir hárið upp innan frá á
meðan á efnameðhöndlun stendur. Olaplex gerir hárið
heilbrigt, glansandi og fallegt. Með því er hægt að lýsa
hárið hratt og örugglega, án þess að skemma það.“
Mýkri línur en hefur verið
Undanfarið ár hefur hártískan verið að styttast mikið
og segir Elín Birna að millisítt hár sé núna áberandi.
„Millisítt til sítt, alveg frá eyrum og aðeins niður fyrir
axlir. Það er komin meiri hreyfing í hárið, mjúkar
styttur, og beina línan sem var mjög vinsæl í vor verð-
ur ekki alveg eins áberandi.“
Toppurinn er annaðhvort hafður jafnsíður hárinu
eða styttri við andlitið og þá tekinn til hliðar. Annars
verða eiginlegir toppar ekki mikið í gangi í sumar að
sögn Elínar Birnu.
„Þær konur sem eru með stutt hár eru svo annað-
hvort með tjásað yfir eyrun eða upp fyrir eyrun, það er
ekki nein ein klipping í gangi hjá þeim og allt svolítið
frjálst. Þær sem eru með sítt hár ættu að hafa það liðað
og létt, það verður aðalmálið í sumar.“
Liðað og laust
Ekki er þörf á að hafa miklar áhyggjur af því hvernig
eigi að greiða hárið í brúðkaupum, útskriftum og öðrum
veislum sumarsins, málið er einfalt, hafið hárið laust og
liðað. „Það er bara allt í boði og mjög frjálst,“ segir Elín
Birna og brosir. Hún bætir því við að hárböndin sem
hafa verið áberandi undanfarið haldi áfram að vera í
tísku. „Svo eru það gormateygjurnar góðu, þær eru frá-
bærar í hárið, slíta það ekki og það kemur ekki far eftir
teygjuna, það er algjört möst að eiga þær.“
Grásprengt er flott
„Í sumar verða herrarnir frekar stutthærðir. Rakaðir í
hliðum og aftan, stuttur toppur en meira hár skilið eftir
að ofan sem þeir greiða með vaxi. Þeir ættu ekki að lita
hárið sitt, grásprengt hár er flott,“ segir Elín Birna.
Ljóst, liðað og laust
hár í sumar
Hártískan fer í hringi eins og önnur tíska og breytist með árstíðunum. Nú í sumar, líkt
og önnur sumur, verður hárið ljósara en á veturna. Það á líka að vera meira liðað og
meiri hreyfing í því. Millisítt hár er áberandi. Herrarnir eru stutthærðir og ólitaðir.
Elín Birna segir ljósar strípur verða mjög vinsælar í sumar. MYND/VILHELM
Ljóst og liðað verður inni í sumar. Það er vinsælt að hafa rótina í dekkri tón og endana í öðrum lit,
til dæmis ljósum en líka í fjólubláum, bleikum eða rauðum.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
8
-5
D
C
C
1
7
5
8
-5
C
9
0
1
7
5
8
-5
B
5
4
1
7
5
8
-5
A
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K