Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 42
FÓLK|TÍSKA
Í FATASKÁP
ÖMMU
„Ég fór alltaf bein-
ustu leið í fata-
skápinn hennar
ömmu þegar
ég var hjá henni
en hún var al-
gjör tískudrottn-
ing. Það eru því til
ótal margar mynd-
ir af mér þegar ég
var lítil í pels unum
hennar og með
hatt á hausnum.“
Tíska er og hefur lengi verið helsta áhuga-mál Alexöndru Bernharð háskólanema og hefur hún bloggað um tísku frá árinu 2011 á
tískubloggið sitt, Shades of Style, auk þess að skrifa
fyrir NUDE Magazine. Hún fylgir þó ekki alltaf þeim
tískustraumum sem eru í gangi þar sem hún er trú
sínum eigin stíl.
Hefurðu lengi pælt í tískunni?
Já, ég hef lengi haft gaman af fötum og að klæða
mig upp. Ég fór alltaf beinustu leið í fataskápinn
hennar ömmu þegar ég var hjá henni en hún var
algjör tískudrottning. Það eru því til ótal margar
myndir af mér þegar ég var lítil í pelsunum hennar
og með hatt á hausnum. Ég byrjaði þó ekki að pæla
í tísku fyrir alvöru fyrr en ég var um átján ára og
nokkrum árum seinna opnaði ég mitt eigið tísku-
blogg.
Hvernig klæðir þú þig hversdags?
Ég reyni að klæða mig mjög þægilega hversdags
en þægindi eru mjög mikilvæg að mínu mati þegar
kemur að fatavali. Seinustu daga hef ég mikið verið
í svörtum gallabuxum og þægilegri peysu eða síðri,
víðri skyrtu yfir sokkabuxur.
Hvernig klæðir þú þig spari?
Það er mjög misjafnt eftir skapi og tilefni. Í
augna blikinu er ég mjög hrifin af síðum samfesting-
um og fínum buxum en fallegur kjóll er alltaf klass-
ískt val.
Hvernig lýsir þú stílnum þínum?
Hann er mjög einfaldur og þægilegur. Mér finnst
mikilvægt að líða vel í því sem ég klæðist og að
geta notað flíkurnar á mismunandi vegu.
Hvar kaupir þú fötin þín?
Ég versla mest í Vila, Vero Moda, Zara, H&M og Asos.
Eyðir þú miklu í föt?
Já, það er það sem ég eyði eflaust mestum pen-
ing í. Næst á eftir kemur matur en það er áhugamál
númer tvö á eftir tísku.
Hver er uppáhaldsflíkin þín?
Það er mjög erfitt að velja á milli þar sem ég á
svo margar fallegar flíkur en í augnablikinu er það
ólífugræni jakkinn minn úr H&M og svartur síður
samfestingur úr H&M.
Uppáhaldshönnuður?
Elie Saab án efa, svo er ég mjög hrifin af Alexand-
er Wang og Eyland.
Bestu kaupin?
Ég vildi óska að ég gæti nefnt einhverja fallega
tískuflík en ég verð að segja 66° Norður úlpan mín,
það er ekkert betra en hún enda er ég algjör kulda-
skræfa. Annars eru allir hælaskórnir mínir mjög
góð kaup þótt þeir séu ekki mikið notaður.
Einhver tískuslys?
Það er alltaf eitthvað, en ég er þakklát fyrir þau
því maður lærir af þeim.
Hverju verður bætt við fataskápinn á næstu
vikum?
Það sem er á óskalistanum þessa stundina er út-
víður samfestingur, fölbleikur biker-jakki og Chanel
WOC-taska.
Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að
tísku og útliti?
Þegar ég sé flík sem ég er hrifin af þá get ég ekki
hætt að hugsa um hana fyrr en hún er orðin mín.
Það er alveg hægt að segja að ég eigi við örlítið
verslunarvandamál að stríða.
Hvers konar fylgihluti notarðu?
Ég reyni að hafa hlutina alltaf mjög einfalda og
því nota ég ekki mikið af fylgihlutum. Ég bæti oftast
bara fallegri tösku og Daniel Wellington-úrinu mínu
við dressið.
Áttu þér tískufyrirmynd?
Nei, ekki neina sérstaka. Ég fæ þó helling af inn-
blæstri frá öðrum bloggurum en mér finnst Ange-
lica Blick og Kenza æðislegar.
KULDASKRÆFA MEÐ
EINFALDAN STÍL
TÍSKUBLOGGARI Alexandra Bernharð á skemmtilega tíma í vændum í
sumar. Hún verður að vinna sem flugfreyja og ætlar til Parísar og La Rochelle
auk þess að spá í tísku og skrifa um hana á bloggið sitt, Shades of Style.
FINNST GAMAN
AÐ VERSLA
Alexandra á erfitt með
að hætta að hugsa um
flík sem hana langar í
fyrr en hún hefur eign-
ast hana.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flottar sokkabuxur og leggings,
í flottum stærðum
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl.
11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
9
-E
3
D
C
1
7
5
9
-E
2
A
0
1
7
5
9
-E
1
6
4
1
7
5
9
-E
0
2
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K