Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 52
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Listahátíðin Festisvall fagnar fimm ára starfsafmæli í sumar í fjórum Evrópuborgum með tónleikum og myndlistarsýningu. „Þetta átti að vera voðalega ein- falt allt saman, við ákváðum að gera plakatasýningu af því að það væri einfalt og þægilegt að ferðast með,“ segir Dóra Hrund Gísladóttir, myndlistarkona og annar stjórnandi Festisvalls. „Það hafa allir búnir verið svo til í þetta og við erum búin að fá góðar viðtökur, þess vegna er þetta búið að stækka svona mikið,“ segir hún en undirbúningur afmælishátíðarinnar, sem nefnist Festisvall Fünf, hófst í desember. Festisvall hóf göngu sína árið 2010 í Hjartagarðinum og var stofnuð af myndlistarmanninum Árna Má Erlingssyni. Festisvall Fünf ferðast frá Reykjavík til Leip- zig, Berlínar og Amsterdam og taka tuttugu íslenskir, þýskir og hollensk- ir listamenn þátt í hátíðinni. „Við erum að fara með sömu sýninguna í fjögur rými en hún er í rosalega mis- munandi samhengi á hverjum stað þó að þetta séu sömu verkin.“ Sýningin verður sett upp þann 22. ágúst í almenningsrými á Hverfis- götu í samstarfi við Kex Hostel. Tónleikarnir fara fram daginn áður í Iðnó þar sem fram koma Berndsen, Hermigervill, Good Moon Deer, M-Band og East of My Youth. - gló Festisvall fer til fj ögurra borga Listahátíðin Festisvall fagnar fi mm ára afmæli í sumar með tónleikum og myndlist. ALLT Á FULLU Dóra og Árni eru nú á fullu við að undirbúa afmælis- hátíðina. „Það er vissulega frábært að standa fyrir svona tónleikum en að sama skapi leiðinlegt að þess sé þörf. En þetta er gott framtak hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands og þá sérstaklega að fá svona flotta konu eins og Ligia Amadio stjórnanda,“ segir Anna Þorvaldsdóttir tónskáld en í kvöld verða sérstakir kvennatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á efnisskrá tónleikanna er píanó- konsertinn Slátta eftir Jórunni Viðar, Dreymi eftir Önnu Þorvalds- dóttur og Gelíska sinfónían eftir bandaríska tónskáldið Amy Beach. Einleikari í Sláttu verður Ástríður Alda Sigurðardóttir, sem er á meðal okkar helstu píanóleikara af yngri kynslóðinni. Þurfum fyrirmyndir Anna Þorvaldsdóttir segir að Ligia sé bæði frábær stjórnandi og braut- ryðjandi fyrir konur á þessum vett- vangi og reyndar alveg sérstaklega í Suður-Ameríku. Ligia er frá Brasilíu og starfar sem aðalhljómsveitar- stjóri Fílharmóníusveitarinnar í Bogotá í Kólumbíu. „Konum er vissulega aðeins að fjölga á meðal hljómsveitarstjóra en það gerist hægt. Helst til of hægt í rauninni. Málið er að ungar konur þurfa fyrirmyndir til þess að sjá að þetta er hægt – sjá að þær geta fetað þessa braut. Hið sama gildir um tónskáldin. Þegar ég var að byrja sem tón- skáld þá reyndi ég vissulega að finna slíkar fyrirmyndir en það er ekki mikið flutt af verkum kven- tónskálda. En þetta er að verða meira og meira og það skipt- ir miklu máli. Það er samt erfitt fyrir mig að meta það hvort ég sé fyrirmynd í augum yngri kvenna sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig tónsmíðar. En ég vinn mikið og reyni að vera góð fyrirmynd.“ Verðlaunin lífga tónlistina Anna hlaut nýverið hin virtu Marie- Josée Kravis Prize for New Music sem Fílharmónían í New York veitir. „Vissulega finn ég að verðlaun sem þessi skipta máli enda er eftir þeim tekið. Í grunn- inn er það samt tónlistin sem er hið eiginlega framlag og skiptir mestu máli og það er fullt af fólki að gera góða hluti í heimi tónlistarinnar í dag. Ég lít því á verðlaun sem ákveðna vegsemd fyrir tónlistina. Auðvitað er þetta mikil hvatning fyrir mig og þá ekki síst að fá að vinna með Fílharmóníu sveitinni í New York. Það gerir tónlistinni minni fært að lifna við og það er það dýrmætasta í þessu og að það skuli verið að vinna með nýja tón- list á þessum vettvangi. Sinfóníu- hljómsveit Íslands hefur einmitt verið mikið í að flytja nýja tónlist og er í raun á meðal hljómsveita sem eru í fararbroddi í heiminum í þessum efnum.“ Sérstök upplifun Anna segir að þótt hún búi í Reykjavík sé hún óneitanlega mikið á faraldsfæti vegna starfs- ins. „Ég ferðast mikið til bæði Bandaríkjanna og Evrópu. Vinn með ýmsum hópum og skemmti- legu fólki en ég þarf að passa mig að hafa tíma til þess að semja. Mér finnst líka mikilvægt að vera hluti af flutningi verkanna. Vil kynnast flytjendum hverju sinni og finn líka að þau vilja heyra í mér. Þessi æfingatími fyrir flutn- inginn á verkunum er alltaf sér- stök upplifun sem mér finnst vera mikilvægur hluti af þessu. Þannig nýt ég þess að vinna og fylgjast með stjórnanda koma með ferska nálgun – eins og til að mynda hjá Ligia á tónleikum kvöldsins.“ magnus@frettabladid.is Gefur tónlistinni líf Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða sérstakir kvennatónleikar og þar verða fl utt verk eft ir þrjár konur. Þeirra á meðal er Anna Þorvaldsdóttir sem nýverið vann til virtra tónlistarverðlauna hjá Fílharmóníunni í New York. FYRIRMYND Anna Þorvaldsdóttir segist eiga að erfitt með að sjá sig sem fyrirmynd ungra kvenna við tónsmíðar. MYND/SAGA SIG www.netto.is Kræsingar & kostakjör MANGÓ FERSKT 275 ÁÐUR 549 KR/KG -50% Ferskt mangó 50% afsláttur! ht.is Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin með Android F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 8 -3 6 4 C 1 7 5 8 -3 5 1 0 1 7 5 8 -3 3 D 4 1 7 5 8 -3 2 9 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.