Fréttablaðið - 11.06.2015, Síða 60

Fréttablaðið - 11.06.2015, Síða 60
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 Sögulegur viðburður átti sér stað á dögunum, þegar veðhlaupa- hesturinn American Pharoah vann þrennuna í hinum svoköll- uðu Triple Crown-veðreiðum í Bandaríkjunum. Til þrennunnar teljast Kentucky Derby-veðreið- arnar, Preakness Stakes og Bel- mont Stakes sem fram fara í maí og júní en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1978 sem hestur vinn- ur þessa mögnuðu þrennu. Fyrirsætan og sálfræðineminn Lilja Ingibjargardóttir var stödd á lokaveðreiðunum í Belmont og varð vitni að því þegar að Amer- ican Pharoah komst á spjöld sög- unnar. „Mér fannst þetta æðis- legur dagur! Andrúmsloftið var rafmagnað, allir svo spenntir og miðar löngu uppseldir. Það var troðið af fólki, allir í sínu fín- asta pússi, stelpurnar flestar með stóra og skemmtilega hatta (þ. á m. ég) og allir að vonast eftir að núna væri tíminn fyrir Triple Crown. Ég kynntist fullt af yndis- legu og skemmtilegu fólki,“ segir Lilja spurð út í upplifunina. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Lilja fer á veðreiðar. „Mér var boðið og ég kynnt fyrir keppninni. Vinur minn sagði mér að ég mætti ekki missa af þessu, að þetta gæti orðið eitthvað sem kæmist í sögubækurnar og ég gæti sagt börnum og barnabörn- um frá. Mér fannst þetta mjög spennandi og varð að fara og upp- lifa,“ segir Lilja alsæl. Flestir vinir Lilju í New York höfðu ekki hugsað um annað en veðreiðarnar og hversu frábært þetta væri allt saman. „Það var lítið talað um annað en hversu frábært það væri ef American Pharoah myndi ná að vinna Triple Crown og auðvitað studd- um við hann,“ bætir Lilja við. Samskiptamiðillinn Snapchat var á staðnum, þannig að stöðugt var verið að birta snöpp af veð- reiðunum og öllu því sem þeim fylgir og gat fólk því fylgst vel með. Var fólk ekki alveg í skýj- unum þarna? „Fagnaðarlætin stóðu allavega í 20 mínútur og allir voru mjög hamingju samir. Bill Clinton var einnig þarna og fólk var mjög spennt að hitta hann.“ Lilja er um þessar mundir í fríi í Bandaríkjunum og nýtur lífsins. „Núna er ég í fríi og mun ferðast til NYC, NJ, Arizona, Seattle og LA. Ég bý akkúrat núna á Íslandi og er í HR að klára sálfræðinám mitt,“ segir Lilja alsæl í Banda- ríkjunum. gunnarleo@frettabladid.is Lilja varð vitni að sögulegum viðburði í Bandaríkjunum Fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir var viðstödd hinar svokölluðu Triple Crown-kappreiðar í Bandaríkjunum á dögunum en þá vann veðhlaupahesturinn American Pharoah þrennuna, sem hefur ekki gerst síðan 1978. ÓTRÚLEG UPPLIFUN Lilja Ingibjargardóttir skemmti sér konunglega á Triple Crown-veðreiðunum. Þar var meðal annars Bill Clinton í góðum gír. Mér fannst þetta æðislegur dagur! And- rúmsloftið var rafmagn- að, allir svo spenntir og miðar löngu uppseldir. JURASSIC WORLD 2D 5, 8, 10:35(P) SAN ANDREAS 3D 10 SPY 8, 10:30 HRÚTAR 4, 6, 8 PITCH PERFECT 2 5 POWERSÝNING KL. 10:35 KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA siAMS EMPIRE TOTAL FILM DWAYNE JOHNSON VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG BRETLANDI. SUMARSTÓRMYNDIR VERÐA EKKI STÆRRI EN ÞESSI! Frá leikstjóra og The Incredibles FRÁ LEIKSTJÓRA BRIDESMAIDS OG THE HEAT Aðdáendur The Simpsons eru margir hverjir gríðarlega áhyggjufullir, en svo virðist sem Homer og Marge bindi enda á tuttugu og sjö ára hjónaband sitt í næstu seríu þáttanna. Lét Al Jean, einn framleiðenda þátt- anna, hafa þetta eftir sér í viðtali á dögunum. Jafnframt sagði hann að Homer yrði ekki lengi ein- samall, því hann myndi fljótlega verða bálskotinn í lyfjafræðingi nokkrum, en Lena Dunham, aðal- númerið í Girls-þáttunum, mun ljá henni rödd sína. Jean vildi þó ekki segja hvort skilnaður Marge og Homers væri kominn til að vera. Serían fer í loftið vestanhafs í september á þessu ári. Homer og Marge skilja THE SIMPSONS Á meðan allt lék í lyndi. Madame Tussauds-vaxmynda- safnið í London er nú í óðaönn að undirbúa næsta vaxmynda- stykkið og er engin önnur en Kim Kardashian í smíðum. Mun glanspían mótuð þannig að hún sé í miðri sjálfsmyndatöku, sem hin raunverulega Kim kann manna best, en hún gaf einmitt út bók, Selfish, stútfulla af sjálfs- myndum ekki alls fyrir löngu. Segja aðstandendur safnsins ekki annað hafa komið til greina, enda séu „sjálfurnar“ hennar einkennismerki og geta gestir safnsins látið smella mynd af sér með sjálfsmyndadrottningunni. Þó verða reglur hennar hátignar í hávegum hafðar, en í umræddri bók kemur skýrt fram að ekki skuli taka fleiri en þrjár „sjálfur“ á hverjum stað. Vöxuð í sjálfs- myndatöku SÉRFRÓÐ Kim kann allar reglurnar þegar kemur að vel heppnuðum sjálfs- myndatökum. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 9 -8 F E C 1 7 5 9 -8 E B 0 1 7 5 9 -8 D 7 4 1 7 5 9 -8 C 3 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.