Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 2

Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 2
Vetrarlegt veður á landinu í dag. Norðanátt, víða hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s, en fer að lægja vestanlands í kvöld. Stórhríð fyrir norðan, en skafrenningur og einhver él á sunnanverðu landinu. Sjá Síðu 66 Veður VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Salan er hafin! Sumarið 2016 Tenerife Mallorca Alicante Krít Allt að: 100.000 kr.bókunar- afsláttur Karlar í krapinu Snjóatíð síðustu daga hentar ágætlega þeim Birgi Bernhöft og Jóhanni Haraldssyni sem notuðu tækifærið í gær til að kæla sig aðeins niður eftir setu í heita pottinum í Kópavogssundlaug. Fréttablaðið/GVa SamfélagSmál Sjöfn Ylfa Egilsdóttir, 27 ára tveggja barna móðir, greindist með krabbamein í brisi stuttu eftir fæðingu yngra barns hennar. Hálfu ári áður hafði móðir hennar einnig greinst með krabbamein. „Við höfum gengið í gegnum þetta saman og það hefur verið mikill styrkur fyrir okkur,“ segir hún. Sjöfn Ylfa og öll hennar fjölskylda eru búsett á Siglufirði. Hún á tvö börn með unnusta sínum; þriggja ára son- inn Ásgeir Úlf og hina níu mánaða gömlu Franziscu Ylfu. „Ég greindist rétt fyrir verslunarmannahelgi með krabbamein í brisi sem hafði síðan dreift sér út í lifrina. Þar fundust ill- kynja frumur. Ég fór því strax í lyfja- meðferð eftir verslunarmannahelgina og við vonum það besta,“ segir Sjöfn Ylfa sem tekur sjúkdómi sínum af æðruleysi. „Börnin mín eru mér allt og ég lifi fyrir þau í dag. Svo er unnusti minn líka stoð mín og stytta og hefur gefið mér mikinn styrk í baráttunni.“ Móðir hennar, Kristín Úlfsdóttir, greindist með brjóstakrabbamein í mars síðastliðnum. Þær mæðgur hafa því gengið í gegnum lyfjagjöf saman frá því Sjöfn Ylfa greindist. „Móðir mín kláraði lyfjagjöf nú fyrir mjög stuttu. Það má segja að við erum miklu nán- ari eftir þessar hremmingar. Þó að við höfum alltaf verið mjög nánar þann- ig þá hefur þetta þjappað okkur mjög saman og sameinað okkur. Við höfum stutt hvor aðra og ég hef haft ofboðs- lega gott af því hversu mikið mamma hefur stutt mig,“ segir hún. Haldnir voru styrktartónleikar í kirkjunni á Siglufirði síðastliðinn mið- vikudag fyrir ungu fjölskylduna. Samfé- lagið er lítið og telur Sjöfn Ylfa ótrúlegt að sjá þann mikla samhug sem birtist í mætingunni á tónleikana. „Þegar ég horfði yfir allan hópinn í stútfullri kirkju var eins og hjartað hefði stöðvast í smá sund. Maður var orðlaus yfir því hve margir standa með manni. Ég er mjög þakklát fyrir þann hlýhug sam- félagsins.“ sveinn@frettabladid.is Mæðgur á Siglufirði kljást við krabbamein Sjöfn Ylfa Egilsdóttir berst við krabbamein í brisi sem hefur dreift sér. Stuttu áður hafði móðir hennar greinst með krabbamein. Þær hafa stutt hvor aðra í gegnum ferlið. Sjöfn Ylfa horfir björtum augum á framhaldið. Sjöfn Ylfa er í miðri lyfjameðferð vegna krabbameins sem hún greindist með í ágúst síðastliðnum. Móðir hennar, Kristín Úlfsdóttir, hefur nú lokið lyfjameðferð við brjóstakrabbameini. MYnd/SjöFn YlFa Ég greinist rétt fyrir verslunarmanna- helgi með krabbamein í brisi sem hafði síðan dreift sér út í lifrina. Þar fundust illkynja frumur. Ég fór því strax í lyfjameðferð eftir verslunar- mannahelgina og við vonum það besta. Sjöfn Ylfa Egilsdóttir lögreglumál Kærur um rangar sakargiftir og kæra um nauðgun á brotaþola í Hlíðanauðgunarmálinu svokallaða hafa allar verið felldar niður hjá lögreglu. Þetta staðfestir Jón H. B. Snorrason aðstoðarlög- reglustjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Kærurnar þrjár bárust í kjölfar kæru tveggja kvenna um nauðgun eftir aðskildar bekkjarskemmt- anir Frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík. Tveir karlar á fertugsaldri voru kærðir fyrir annað atvikið sem á að hafa átt sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vil- hjálmsson, verjandi annars manns- ins, konurnar tvær fyrir rangar sak- argiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munn- mök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rann- sókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömu- leiðis verið felldar niður. Rann- sókn er lokið á nauðgunarkærum kvennanna tveggja og þær hafa verið sendar til ríkissaksóknara. – snæ Kærur í Hlíðamáli felldar niður Kærurnar þrjár bárust í kjölfar kæru tveggja kvenna um nauðgun eftir aðskildar bekkjarskemmtanir Frum- greinadeildar Háskólans í Reykjavík. Tveir karlar á fertugsaldri voru kærðir fyrir annað atvikið sem á að hafa átt sér stað í íbúð þess eldri. visir.is Lengri útgáfa er á Vísi Indland Frá áramótum mega öku- menn í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, bara aka bíl sínum annan hvern dag. Ákvörðunin var kynnt í gær. Nýju reglurnar eru til þess að bregðast við loftslagsvandanum en fáar borgir í heiminum menga meira en Nýja-Delí. Voru þær settar fram eftir úrskurð æðsta dómstóls borgarinnar um að aðgerða væri þörf. „Það er eins og við búum í gasklefa,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Bílar með skráningarnúmer sem enda á oddatölu mega keyra á dögum sem enda á oddatölu en hið gagnstæða mun gilda um bíla með skráningar- númer sem enda á sléttri tölu. – þea Keyra annan hvern dag 5 . d e S e m b e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -A 5 6 4 1 7 A 7 -A 4 2 8 1 7 A 7 -A 2 E C 1 7 A 7 -A 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.