Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 2
Vetrarlegt veður á landinu í dag. Norðanátt,
víða hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s, en
fer að lægja vestanlands í kvöld. Stórhríð
fyrir norðan, en skafrenningur og einhver él
á sunnanverðu landinu. Sjá Síðu 66
Veður
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444
Salan er hafin!
Sumarið 2016
Tenerife Mallorca Alicante Krít
Allt að: 100.000 kr.bókunar- afsláttur
Karlar í krapinu
Snjóatíð síðustu daga hentar ágætlega þeim Birgi Bernhöft og Jóhanni Haraldssyni sem notuðu tækifærið í gær til að kæla sig aðeins niður eftir setu í
heita pottinum í Kópavogssundlaug. Fréttablaðið/GVa
SamfélagSmál Sjöfn Ylfa Egilsdóttir,
27 ára tveggja barna móðir, greindist
með krabbamein í brisi stuttu eftir
fæðingu yngra barns hennar. Hálfu
ári áður hafði móðir hennar einnig
greinst með krabbamein. „Við höfum
gengið í gegnum þetta saman og það
hefur verið mikill styrkur fyrir okkur,“
segir hún.
Sjöfn Ylfa og öll hennar fjölskylda
eru búsett á Siglufirði. Hún á tvö börn
með unnusta sínum; þriggja ára son-
inn Ásgeir Úlf og hina níu mánaða
gömlu Franziscu Ylfu. „Ég greindist
rétt fyrir verslunarmannahelgi með
krabbamein í brisi sem hafði síðan
dreift sér út í lifrina. Þar fundust ill-
kynja frumur. Ég fór því strax í lyfja-
meðferð eftir verslunarmannahelgina
og við vonum það besta,“ segir Sjöfn
Ylfa sem tekur sjúkdómi sínum af
æðruleysi. „Börnin mín eru mér allt
og ég lifi fyrir þau í dag. Svo er unnusti
minn líka stoð mín og stytta og hefur
gefið mér mikinn styrk í baráttunni.“
Móðir hennar, Kristín Úlfsdóttir,
greindist með brjóstakrabbamein í
mars síðastliðnum. Þær mæðgur hafa
því gengið í gegnum lyfjagjöf saman
frá því Sjöfn Ylfa greindist. „Móðir mín
kláraði lyfjagjöf nú fyrir mjög stuttu.
Það má segja að við erum miklu nán-
ari eftir þessar hremmingar. Þó að við
höfum alltaf verið mjög nánar þann-
ig þá hefur þetta þjappað okkur mjög
saman og sameinað okkur. Við höfum
stutt hvor aðra og ég hef haft ofboðs-
lega gott af því hversu mikið mamma
hefur stutt mig,“ segir hún.
Haldnir voru styrktartónleikar í
kirkjunni á Siglufirði síðastliðinn mið-
vikudag fyrir ungu fjölskylduna. Samfé-
lagið er lítið og telur Sjöfn Ylfa ótrúlegt
að sjá þann mikla samhug sem birtist
í mætingunni á tónleikana. „Þegar
ég horfði yfir allan hópinn í stútfullri
kirkju var eins og hjartað hefði stöðvast
í smá sund. Maður var orðlaus yfir því
hve margir standa með manni. Ég er
mjög þakklát fyrir þann hlýhug sam-
félagsins.“ sveinn@frettabladid.is
Mæðgur á Siglufirði
kljást við krabbamein
Sjöfn Ylfa Egilsdóttir berst við krabbamein í brisi sem hefur dreift sér. Stuttu
áður hafði móðir hennar greinst með krabbamein. Þær hafa stutt hvor aðra í
gegnum ferlið. Sjöfn Ylfa horfir björtum augum á framhaldið.
Sjöfn Ylfa er í miðri lyfjameðferð vegna krabbameins sem hún greindist með í
ágúst síðastliðnum. Móðir hennar, Kristín Úlfsdóttir, hefur nú lokið lyfjameðferð
við brjóstakrabbameini. MYnd/SjöFn YlFa
Ég greinist rétt fyrir
verslunarmanna-
helgi með krabbamein í brisi
sem hafði síðan dreift sér út í
lifrina. Þar fundust illkynja
frumur. Ég fór því strax í
lyfjameðferð eftir verslunar-
mannahelgina og við vonum
það besta.
Sjöfn Ylfa Egilsdóttir
lögreglumál Kærur um rangar
sakargiftir og kæra um nauðgun á
brotaþola í Hlíðanauðgunarmálinu
svokallaða hafa allar verið felldar
niður hjá lögreglu. Þetta staðfestir
Jón H. B. Snorrason aðstoðarlög-
reglustjóri hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu.
Kærurnar þrjár bárust í kjölfar
kæru tveggja kvenna um nauðgun
eftir aðskildar bekkjarskemmt-
anir Frumgreinadeildar Háskólans í
Reykjavík. Tveir karlar á fertugsaldri
voru kærðir fyrir annað atvikið sem
á að hafa átt sér stað í íbúð þess eldri
við Miklubraut í Hlíðahverfi.
Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um
málið kærði Vilhjálmur Hans Vil-
hjálmsson, verjandi annars manns-
ins, konurnar tvær fyrir rangar sak-
argiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun.
Í nauðgunarkærunni sagði að konan
hefði lagst hjá öðrum manninum,
samnemanda sínum, á dýnu á gólfi
íbúðarinnar og haft við hann munn-
mök í nokkrar sekúndur. Maðurinn
hefði beðið konuna að hætta sem
hún hefði gert.
Þessi kæra hefur nú verið felld
niður hjá lögreglunni og rann-
sókn hætt. Kærur á konurnar tvær
um rangar sakargiftir hafa sömu-
leiðis verið felldar niður. Rann-
sókn er lokið á nauðgunarkærum
kvennanna tveggja og þær hafa
verið sendar til ríkissaksóknara.
– snæ
Kærur í
Hlíðamáli
felldar
niður
Kærurnar þrjár bárust í
kjölfar kæru tveggja kvenna
um nauðgun eftir aðskildar
bekkjarskemmtanir Frum-
greinadeildar Háskólans í
Reykjavík. Tveir karlar á
fertugsaldri voru kærðir fyrir
annað atvikið sem á að hafa
átt sér stað í íbúð þess eldri.
visir.is Lengri útgáfa er á Vísi
Indland Frá áramótum mega öku-
menn í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands,
bara aka bíl sínum annan hvern dag.
Ákvörðunin var kynnt í gær.
Nýju reglurnar eru til þess að
bregðast við loftslagsvandanum en
fáar borgir í heiminum menga meira
en Nýja-Delí. Voru þær settar fram eftir
úrskurð æðsta dómstóls borgarinnar
um að aðgerða væri þörf. „Það er eins
og við búum í gasklefa,“ segir meðal
annars í úrskurðinum.
Bílar með skráningarnúmer sem
enda á oddatölu mega keyra á dögum
sem enda á oddatölu en hið gagnstæða
mun gilda um bíla með skráningar-
númer sem enda á sléttri tölu. – þea
Keyra annan
hvern dag
5 . d e S e m b e r 2 0 1 5 l a u g a r d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð
1
1
-1
2
-2
0
1
5
0
9
:2
9
F
B
1
3
6
s
_
P
1
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
A
7
-A
5
6
4
1
7
A
7
-A
4
2
8
1
7
A
7
-A
2
E
C
1
7
A
7
-A
1
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
3
6
s
_
4
1
2
2
0
1
5
C
M
Y
K