Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Fyrir jólin 1982 seldust fjórtán þúsund eintök af sund-laugarbláa fótanuddtækinu frá danska raftækja-framleiðandanum Clairol í Radíóbúðinni sálugu. Fjórtán þúsund eintök af þessum upphafna bala hvíla nú í geymslum um allt land fullir af grifflum og legghlífum sömu jóla, Sodastream-tækjum, Lazer-Tag byssum og öðrum afturgöngum hátíðar Mammons. Hvað verður það í ár? Skrefateljari og hrukkubani í smekklega hönnuðu armbandi? Djúsgerðarvél sem varðveitir vítamín og eilífa æsku? Í stað þess að bæta við grafreit mistakanna þessi jólin er ég með hugmynd. Eitthvað fallegt Hún lifði aðeins sjötíu og fjórar mínútur. Hope Lee lét hins vegar meira gott af sér leiða á skammri ævi en margir sem lifa heila öld. „Rétt áður en hún dó kreisti hún á mér fingurinn,“ sagði faðir Hope í samtali við breska fjölmiðla. „Ég brotnaði saman.“ Foreldrar Hope, hjónin Andrew og Emma Lee frá smá- bænum Newmarket á Englandi, vissu að dóttir þeirra myndi ekki eiga langa ævi. Þegar Emma var komin þret- tán vikur á leið, en hún gekk með tvíbura, kom í ljós að annað fóstrið var með alvarlegan galla í miðtaugakerfi. Þeim var boðið að eyða fóstrinu. Foreldrarnir voru hins vegar staðráðnir í að snúa þessum hræðilegu fréttum upp í eitthvað fallegt. Fyrir rétt rúmri viku varð Hope Lee yngsti líffæragjafi Bretlands. Emma ákvað að ganga með stúlkuna, þrátt fyrir að henni væri ekki hugað líf eftir fæðingu, svo einhver fengi að njóta góðs af nýrum hennar og frumum úr lifur. „Eitthvað gott kom út úr þessu,“ sagði faðirinn klökkur. „Það er kona sem er nú á batavegi þökk sé Hope. Fyrir okkur var dóttir okkar hetja.“ Tifandi tímasprengja Nokkrum dögum síðar, síðastliðinn þriðjudag, gengu í gildi í Wales lög um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf. Varð Wales þar með fyrsta land Stóra-Bretlands til að stíga það skref að ganga út frá því að fólk vilji gerast líffæragjafar við andlát sé þess kostur nema annað sé tekið fram. Á Íslandi er þessu öfugt farið. Gengið er út frá ætlaðri neitun. Engan þarf því að undra að mikill skortur er á líf- færagjöfum hér á landi. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja áttatíu til níutíu prósent Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt. En þegar til kastanna kemur stöndum við okkur illa í samanburði við nágrannaþjóðir. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. Sextán þeirra gáfu líffæri en í átta tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Nú þegar tuttugu dagar eru til jóla og spurningin hvað-skal-setja-í-jólapakkana-í-ár vofir yfir eins og tifandi tímasprengja vil ég benda lesendum á lausn sem bæði einfaldar lífið og kann að bjarga mannslífum. Að gerast líffæragjafi er gjöf verðmætari en öll fótanuddtæki veraldarinnar samanlögð. Hún kostar ekki neitt og krefst ekki einu sinni taugatrekkjandi leiðangurs í Kringluna. Á vefsíðu Landlæknisembættisins er á einfaldan hátt hægt að skrá sig sem líffæragjafa en það tekur einungis nokkrar mínútur. Og við getum gert meira. Hreinar nasir Ekki alls fyrir löngu lögðu níu þingmenn fram lagafrum- varp á Alþingi um líffæragjafir. Vilja þingmennirnir að nema megi brott líffæri úr líkama látins einstaklings, hafi sá hinn sami ekki lýst sig andsnúinn því. Mikið hefur verið rætt um hve lítið sé að gera í þingsal Alþingis um þessar mundir og þar sitji menn og bara bori í nefið til að fylla upp í aðgerðaleysið. Nú þegar þingmenn hljóta að vera komnir með hreinustu nasir á íslenskum vinnumarkaði er spurning hvort þeir geti ekki tekið fingur- inn úr nefinu eitt andartak og rætt þetta mál. Málefnin gerast varla mikið brýnni en lagasetningin gæti bjargað fjölda mannslífa ár hvert. Það væri mögnuð jólagjöf. Mögnuð jólagjöf RANDALÍN, MUNDI OG AFTURGÖNGURNAR ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR OG ÞÓRARINN M. BALDURSSON ER ÞAÐ SATT AÐ VEITINGASTAÐIR SELJI KATTAKJÖT? Þórdís Gísladóttir Fyrsta bók höfunda hlaut Bóksalaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Þórarinn M. Baldursson myndskreytti. FRÁBÆR BÓK FYRIR 5-10 ÁRA Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni um átta á næsta ári. Hann hefur sagt að hann vilji fjölga sálfræðingum enn frekar – um fjór-tán til viðbótar árin 2017 og 2018. Þessu ber að fagna. Talið er að um helmingur þeirra sem glíma við sjúk- dóma í Evrópu glími við geðraskanir. Einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en ætla að íslenskar tölur séu sambærilegar. Samt fara eingöngu um 6,5 prósent af útgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Og það þrátt fyrir þá staðreynd að gríðarlegur fjöldi Íslendinga þjáist af geðröskunum. Birtingarmyndirnar eru allt í kring og þarf vart að tíunda hér. Þó er bent á að sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Vandinn blasir við. Hann er grafalvarlegur. Samt hefur rúmum á geðsviði Landspítalans fækkað úr 240 í 118 á síðustu 15 árum. Geðlyfin virka ekki ein og sér. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er samtalsmeðferð langáhrifaríkust þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru algengustu geðraskanirnar. Því skýtur skökku við að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geð- læknar fá greitt úr sameiginlegum sjóðum. Það ætti því engan að undra að við séum Evrópumeistarar í notkun þunglyndislyfja. En þrátt fyrir þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem falla fyrir eigin hendi og öryrkjum vegna þunglyndis hefur fjölgað. Raunar eru 38 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti nærri tvöfalda þá tölu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem Kristján Þór ætlar nú að ýta undir, er gleðiefni. Meiri og betri meðhöndlun mun að dómi margra fræðimanna skila sér í færri veikindadögum, minnkandi örorkubótum, auknum skatttekjum og meiri framleiðni. Mest er um vert, að hópi fólks mun líða betur. Að borga fyrir einkatíma hjá sálfræðingum er ekki á allra færi. Tímarnir eru dýrir. Það er mikilvægt sem aldrei fyrr að færa sálfræðinga nær fólkinu – gera reglu- legar heimsóknir til þeirra að sjálfsögðum hlut fyrir þá sem vilja og þurfa. Við eigum gott fagfólk á geðsviði Landspítalans sem hefur þurft að þola óþolandi niðurskurð og fengið alltof litla athygli stjórnvalda. En þrátt fyrir allt er það samt galin hugmynd að fyrsta stopp ungmenna sem finna fyrir depurð sé geð- deild og að innlögn sé inni í myndinni. Stundum getur gott samtal komið í staðinn og gert kraftaverk – og sparað stórfé. Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum er skynsamlegt fyrsta skref heilbrigðisráðherra í þessum efnum. Geðlyfin virka ekki ein og sér Vandinn blasir við. Hann er graf alvarlegur. Samt hefur rúmum á geðsviði Landspítalans fækkað úr 240 í 118 á síðustu 15 árum. 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -B 4 3 4 1 7 A 7 -B 2 F 8 1 7 A 7 -B 1 B C 1 7 A 7 -B 0 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.