Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 40

Fréttablaðið - 05.12.2015, Page 40
500 milljónir Um það bil 500 milljónir klámsíðna er að finna á internetinu 11 ára Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur þeirra sem horfa á klám í fyrsta skipti er um 11 ára 96 milljarðar dollara Árið 2006 var klámiðnaðurinn metinn á 96 milljarða dollara á heimsmælikvarða klámáhorf hafði mikil áhrif á kyn­ hegðun þeirra og getu til kynferðis­ legrar örvunar. Kynlífið þurfti t.d. að vera mjög afbrigðilegt eða gróft til að það veitti þeim örvun og var því lítið um tilfinningar eða nánd í sambandi þeirra við kynlífsfélaga.“ Þarf öflugri kynfræðslu Kynfræðslu þyrfti að efla að mati Ástrósar Erlu. Þá ekki aðeins til ung­ menna heldur einnig til almennings. „Það er einhver kynfræðsla í boði í skólum, en ekki næg. Það þarf að tala meira um kynlíf og klám og aðstoða ungt fólk við að greina á milli kláms og veruleika. Einnig er mikilvægt að tala um hvernig á að efla góð sam­ skipti, jafnrétti, nánd og tilfinningar. Það hafa nokkrar rannsóknir sýnt að ungmenni leita í klám ef þau þurfa upplýsingar eða fræðslu um kynferðislegar athafnir. Mikilvægt er að þau geri sér grein fyrir hvað á við í raunveruleikanum og hvað ekki. Það er því mikilvægt að við í þjóðfélag­ inu, skólar, foreldrar og fleiri, séum til staðar og veitum þeim fræðslu um þessi efni. Það er til svo mikið af góðum myndböndum á netinu þar sem meðal annars er frætt um mun­ inn á klámi og veruleika sem hægt væri að nota. Kynfræðsla þar sem kennt er um samskipti kynja, kynhegðun, kyn­ þroska, kynheilbrigði og klám ætti að mínu mati að vera skyldufag bæði í grunnskólum og framhalds­ skólum. Ég er nú að kanna þörfina á slíkri fræðslu og kanna hvernig staðan er hjá íslenskum ungmennum í meistararitgerð minni. Þegar ung­ menni eru á kynþroskaskeiðinu og eru að þróa kynvitund sína, viðhorf sín til kynlífs og fleira er mikilvægt að þau fái fræðslu sem stuðlar að góðu kynheilbrigði. Við þurfum t.d. að tryggja að ef ungmenni horfa á klám fái þau fræðslu um hvað er talið hefð­ bundið eða normal í kynlífi svo þau geta miðað sig út frá því. Ef þau hafa góð viðmið, eru þau líklegri til að geta greint sjálf milli þess sem kemur fram í klámi og raunveruleikans.“ ↣ Þórður Kristinsson segir betur megi gera í kynfræðslu fyrir ungmenni. Fréttablaðið/Ernir *Staðreyndir úr ritgerð Ásthildar Erlu 42,7% Rannsóknir hafa sýnt að um 42,7% allra einstak- linga sem nota internetið skoða þar klámefni 13.000 Gefnar eru út 13.000 kvikmyndir um klám á ári hverju* 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r40 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð Þórður Kristinsson, mannfræð­ingur og kennari við Kvenna­skólann, segir vera mun á klámvæðingu og klámmenningu. Hið fyrrnefnda er það þegar áhrif kláms smeygja sér inn í menningu okkar. „Klámmenningin hefur verið í uppsveiflu núna samanber rann­ sókn frá 2010 sem sýndi að íslenskir unglingsdrengir ættu Norðurlanda­ met í klámnotkun,“ segir Þórður. „Tengingin er kannski þessi að með klámvæðingunni þá þykir klám og klámneysla sjálfsagðari. Þó að við séum að sjá merki kláms í almennri menningu, þá er meginstraums­ klámið orðið miklu grófara en það var fyrir fimm, tíu eða fimmtán árum,“ segir hann. Þórður segir mikilvægt að taka umræðuna um klám við ungmenni og ræða til að mynda um muninn á erótík og klámi og hvers vegna mikið af umræðunni snýst um að fólk er ekki að tala um sömu hlutina. Það eru til margar mismunandi skil­ greiningar þar sem klám er aðgreint frá erótík og er þar helst að telja að í klámi felist einhver niðurlæging og misnotkun án þess að slík hegðun sé gagnrýnd. „Í því sem við köllum meginstraumsklám er niðurlæging og ofbeldi orðið eðlilegt. Og sárs­ auki þess sem er riðið, konunnar, virðist vera það sem á að vera kyn­ æsandi. Sú skilgreining sem við notum á klámi, felur í sér að í klámi sé niðurlæging. Allt annað er eró­ tík. Ef þau fá ekki mótvægi við þessa „kynfræðslu“ sem þau eru að sækja sér sjálf í gegnum klámið þá getur það haft þau áhrif að þau haldi að fullt af hlutum sem þau sjá í klámi sé í lagi.“ Hann segir ýmsar ranghugmyndir geta falist í þessu og klám geti verið skaðlegt. „Það getur verið það. Ef þú sérð hugmyndir sem þú heldur að sé svakalega sniðugt að prófa en virðir ekki mörk manneskjunnar sem þú stundar kynlíf með þá er það skað­ legt fyrir báða aðila. Síðan er það þessi litli hluti sem ánetjast klámi. Klám er notað við persónulegar aðstæður, í þessum aðstæðum leys­ ast út boðefni sem eiga að notast við að byggja upp tilfinningaleg tengsl en sé það notað svona þá byggjast upp þessi tengsl við klám. Miðað við það sem við sjáum hjá Neyðarmóttöku vegna nauðgana hjá Landspítala og Stígamótum þá virðast gerendur í kynferðisafbrota­ málum fá mikinn innblástur úr klámi. Við höfum rannsóknir sem Gerendur fá Þeir sem eru eldri skilja kannski verr þennan veruleika sem samfélagsmiðlar og aukin allrahanda netnotkun hefur fært okkur,“segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Björt er fyrsti flutningsmaður frum­ varps um breytingar á almennum hegningarlögum sem miða að því að gera birtingu, vörslu og sköpun hefndarkláms refsiverðar. Mál hennar hefur ekki enn verið sett á dagskrá Alþingis og Björtu finnst það skjóta skökku við. Það sé ljóst að eining sé um málið þvert á flokka og það verði samfélaginu til góða að lögin nái utan um glæpi af þessu tagi. „Forseti Alþingis hefur ekki enn sett málið á dagskrá þrátt fyrir mála­ þurrð stjórnarliða.“ Hún segir ljóst að klámvæðingin hafi áhrif á þróun glæpa á borð við hefndarklám. „Ég held að það sé alveg ljóst að mörkin eru að færast til. Klámneysla hefur áhrif á það hvað fólk álítur vera eðlilegt kynlíf. Ekki ætla ég að ákveða hvað venju­ legt kynlíf er en það er sorglegt að vita af því að fólk færir mörkin lengra en því þykir þægilegt.“ Lögreglu hafa borist tvær tilkynn­ ingar á síðustu tveimur árum um til­ vik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kyn­ ferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. „Það er áríðandi að taka á þessu sem fyrst. Ef klámefni er dreift um ungt fólk undir lögaldri þá má flokka það undir barnaklám. En Þetta eRU baRa nýjaR leiðiR til að setja fólk niðUR oG innblÁsnaR af klÁmi. Þessi tilRaUnaGleði helst ekki í hendUR við meiRi samskipti við ÞÁ sem eRU að taka ÞÁtt í kynlífsathöfnUm. Klám sem kúgunartæki „Miðað við það sem við sjáum hjá neyðarmóttöku vegna nauðgana hjá landspítala og Stígamótum þá virðast gerendur í kyn- ferðisafbrotamálum fá mikinn innblástur úr klámi,“ segir Þórður Kristinsson. nordicphotoS/GEtty björt Ólafsdóttir, þingmaður bjartrar framtíðar, vill að hefndarklám verði gert refsi- vert en umræðan hefur ekki verið sett á dagskrá á þingi. Fréttablaðið/StEFán bara nýjar leiðir til að setja fólk niður og innblásnar af klámi. Þetta er haturs áróður um manneskjur. Við verðum alltaf að vera á tánum, það spretta upp nýjar og nýjar leiðir. Þetta er grasserandi og meiðandi. Við verðum að flýta okkur að koma böndum á þessa glæpi áður en þeir skaða fleira fólk.“ Fólk sem hefur orðið fyrir barð­ inu á hefndarklámi hefur sett sig í samband við Björtu. „Fólk er hissa á því að það sé ekkert búið að gera. Ef það er ekki refsivert að deila og dreifa hefndarklámi þá linnir því ekki. Það er ekki boðlegt. Skömmin á að vera þeirra.“ inn blástur frá klámi sýna að ungt fólk er orðið miklu tilraunaglaðara og er að sækja sér hugmyndir í klámið. Hvort það sé neikvæð eða jákvæð þróun er svo spurning en það er allavega aug­ ljóst að þessi tilraunagleði helst ekki í hendur við meiri samskipti við þá sem eru að taka þátt í kynlífs­ athöfnum. Það er gengið út frá því að allir séu alltaf tilbúnir,“ segir hann. Þórður segir augljóst að betur megi gera í kynfræðslu fyrir ung­ menni. Sums staðar sé vel staðið að málum en víða sé henni ábóta­ vant. „Við erum búin að vera að færast aðeins í áttina með átökum eins og til dæmis Fáðu já en ég held við þurfum að taka alla kynfræðslu miklu fastari tökum. Það er hægt að matreiða svona kennslu fyrir yngri börn. Það eru margir að gera þetta vel en alls ekki allir. Það þyrfti ein­ hver að taka þetta til og samræma,“ segir hann og nefnir að unglingum finnist oft vanta meiri fræðslu. „Ég held að akkúrat sú hugmynd að þú verðir að fá samþykki sé mjög eftir­ sóknarverð,“ segir hann. lögin ná ekki utan um glæpi sem snerta ungt fólk yfir lögaldri.“ Björt segir helst ungar konur verða fyrir barðinu á hefndar­ klámi. Rótin sé kúgun. „Þetta eru 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -A A 5 4 1 7 A 7 -A 9 1 8 1 7 A 7 -A 7 D C 1 7 A 7 -A 6 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.