Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 48

Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 48
FÓLK|HELGIN SETTI SÉR MARKMIÐ „Ég hjólaði alltaf í vinnu og á heim­ leiðinni tók ég oft aukaleið til að lengja túrinn. Það eru fimm kílómetr­ ar heiman frá mér til vinnu en ég tók alltaf 32 km í baka­ leiðinni.“ FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir E lvar Örn er menntaður mat­reiðslu maður og starfaði lengi sem slíkur, síðast á Kringlu­ kránni. Nú starfar hann hins vegar í Erninum og sameinar þar starf og áhugamál. Hann segist ekki sakna kvöld­ og helgarvinnunnar. „Ég tók mér smá pásu frá kokkinum og færði mig nær áhugamálinu,“ segir hann. Elvar breytti um lífsstíl árið 2011 þegar honum fannst hann vera orð­ inn of þungur. „Mér hefur alltaf þótt gaman að hjóla en ég hafði ekki þann tíma sem þurfti til að sinna áhugamál­ inu. Einn daginn fékk ég nóg af sófa­ kartöflu­ stílnum og ákvað að forgangs­ raða lífi mínu öðruvísi. Þar fyrir utan var ég farinn að hafa áhyggjur af fram­ tíðinni. Ég fann vel fyrir því hversu þungur ég var. Þótt ég væri í yfirvigt var ég í ágætis formi því ég stundaði alltaf líkamsrækt þrátt fyrir að finnast hún leiðinleg. Einn daginn ákvað ég að sleppa öllu gosþambi og minnka nammiát. Ég drakk að minnsta kosti tvo lítra af kóki á kvöldin. Eftir að ég hætti því fann ég strax mun á vigtinni. Samfara því tók ég síðan mataræðið í gegn í skrefum,“ segir Elvar. EKKI MEGRUNARKÚR Hann fór ekki í neinn sérstakan megrunar kúr en ákvað að taka alltaf einn hlut út úr mataræðinu í einu. Síðan var nauðsynlegt að vera í stöðugri líkamsrækt. Ég setti mér það markmið að hjóla alltaf ákveðið marga tíma á viku. Stundum hjólaði ég mjög mikið og ofkeyrði mig með tilheyrandi þreytu á eftir. Ég reyndi því að finna hinn gullna meðalveg í æfingum. Best er að fara milliveginn og halda brennsl­ unni stöðugri. Ég hjólaði alltaf í vinnu og á heimleiðinni tók ég oft aukaleið til að lengja túrinn. Það eru fimm kíló­ metrar heiman frá mér til vinnu en ég tók alltaf 32 km í bakaleiðinni. Eitt skipti fannst mér ég vera að gefast upp svo ég pantaði ferð til Danmerk­ ur í hjólaferðalag. Það setti ákveðna pressu á mig að komast í betra form. Ég léttist um tíu kíló fyrir ferðina. Ég hjólaði síðan í tólf daga um Danmörku frá Kastrup til Sonnenborg þar sem vinur minn býr og valdi ekki stystu leiðina. Það var mjög skemmtileg ferð,“ segir Elvar. 60 KÍLÓ FARIN Frá því Elvar hóf þennan feril hefur hann misst tæp sextíu kíló. „Ég er kominn í kjörþyngd en vil létta mig örlítið meira. Núna er ég 92 kíló en vil vera 86 kíló. Það er betra að vera léttur á hjólinu. Í dag get ég hjólað eins langt og mig langar til án þess að finna fyrir þreytu. Þolið er orðið mjög gott,“ segir hann. Elvar lætur ekki veðrið aftra sér frá því að hjóla til og frá vinnu. „Það er skemmtilegt að hjóla í svona veðri eins og við höfum upplifað í vikunni. Veðrið er fallegt, ekkert rok, og það er hressandi að hjóla. Það er gaman að upplifa alls konar veður utandyra. Ég er á breiðum naglalausum dekkjum sem henta þessu færi. Síðan á ég ann­ að hjól sem er á nagladekkjum. Maður skiptir um eftir því sem þarf. Ég varð vitni að árekstrum í vikunni og fjölda fastra bíla. Ég vil heldur fara á hjólinu en að vera fastur í bíl í marga klukku­ tíma. Ég er í vindþéttum, millihlýjum fötum, þarf ekki að vera dúðaður.“ ALLTAF FREISTINGAR Elvar segist vera mikill nammikarl. „Ég á mína nammidaga en reyni að fara frekar í popp en eitthvað sætt. Ég mun aldrei hætta að borða súkkulaði,“ segir kokkurinn og viðurkennir að sér finnist ekkert leiðinlegt að borða. „Aðgangurinn að hollum mat er orð­ inn greiður og þess vegna útbý ég grænmetisrétt í hádeginu og fæ mér ávexti. Ég passa upp á að verða aldrei svangur því þá er svo auðvelt að detta í súkkulaði. Jólin eru engin undan­ tekning fyrir mig, freistingarnar eru allt árið í mínum huga, ekki eingöngu á þessum tíma. Ég kvíði því ekkert jól­ unum.“ Elvar ætlar að vera í Danmörku um jólin ásamt unnustu sinni, Margréti Thorlacius Friðriksdóttur. Þau kynnt­ ust í gegnum hjólreiðarnar. Elvar á tvær dætur með fyrri konu sinni. „Með því að hjóla sameina ég lík­ amsrækt og hreyfingu, áhugamál og samgöngutæki. Auk þess er ég nátt­ úruunnandi og hef gaman af því að taka myndir og myndbönd. Ég sam­ tvinna þetta allt og set síðan inn á bloggið mitt ismadurinn.net,“ segir hann. Elvar er keppnismaður og hefur tekið þátt í mörgum hjólreiðakeppn­ um bæði hér á landi og erlendis. „Ég hef fengið mjög góðan stuðning og hvatningu frá félögum mínum í þessu sporti.“ n elin@365.is FÉKK ALVEG NÓG AF SÓFAKARTÖFLUNNI DUGNAÐUR Elvar Örn Reynisson komst í fréttirnar í vikunni sem hjólamaðurinn mikli. Elvar lætur veðrið ekki aftra sér frá því að hjóla allan ársins hring. Hann segist horfa á föstu bílana með vorkunnaraugum þegar hann hjólar fram hjá þeim. NÝR LÍFSSTÍLL Elvar hefur misst tæp sextíu kíló eftir að hann breytti um lífs- stíl. Hann hjólar alla daga ársins og finnur ekkert fyrir veðrinu sem aðrir kvarta yfir. MYND/GVA Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Svartir stakir jakkar kr. 17.900.- str. 36-48 Góð gjöf sem gleður Opið sunnudag frá kl. 13-17 Kínverskar gjafavörur Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 8 -4 3 6 4 1 7 A 8 -4 2 2 8 1 7 A 8 -4 0 E C 1 7 A 8 -3 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.